Þjóðgarðar og ferðaþjónusta

1. hluti: Sambúð þjóðgarða og ferðaþjónustu

PDF Skjal

ÞJÓÐGARÐAR eru ein tegund náttúruverndar. Markmið með stofnun þjóðgarðs og rekstri er að vernda náttúru en jafnframt að taka á móti gestum sem vilja koma á hið verndaða svæði og njóta þess. Þjóðgarðar voru upphaflega stofnaðir til að vernda stórbrotna náttúru og víðerni. Samhliða aukinni eftirspurn eftir náttúruferðamennsku úti um allan heim hefur hugtakið þjóðgarður fengið ákveðna táknræna merkingu. Það að svæði sé verndað sem þjóðgarður er vísbending um að þar sé eitthvað markvert að sjá. Á þann hátt eru þjóðgarðar segull fyrir ferðamenn og þar af leiðandi er það ákveðið markaðstæki fyrir ferðaþjónustuna að svæði heiti þjóðgarður og sinni því hlutverki. Undanfarna áratugi hefur fjölbreytt ferðaþjónusta byggst upp innan þjóðgarða og umhverfis þá, og hefur það skapað bæði tekjur og störf. Þjóðgarðar eru því mikilvægir fyrir byggðaþróun en uppbygging ferðaþjónustu innan þeirra skapar hins vegar ýmiss konar áskoranir við verndun viðkomandi svæðis. Sitt sýnist hverjum um þá uppbyggingu og mannvirki sem viðeigandi sé í þjóðgörðum. Sú sýn byggist oft á ólíku viðhorfi fólks til náttúrunnar og þeim skilningi sem það leggur í hugtök eins og þjóðgarður og víðerni. Í þessari grein er gefið stutt yfirlit um sögu þjóðgarða og fjallað um sambandið á milli náttúruverndar og ferðaþjónustu, sem oft á tíðum getur verið mótsagnakennt. 

INNGANGUR 

Nýlega var lagt fram frumvarp á Alþingi um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Í frumvarpinu er kveðið á um að markmiðið með stofnun þjóðgarðsins sé að endurspegla hið tvíþætta hlutverk þjóðgarða, þ.e. að varðveita náttúrugæði svæðisins annars vegar og hins vegar að auðvelda aðgengi að miðhálendinu.1Þingskjal nr. 461/2020. Frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð. Í þessari grein er sjónum beint að sambandinu á milli náttúruverndar og ferðaþjónustu og verður reifuð mótsögnin sem felst í þessu sambandi. Greinin er sú fyrri af tveimur um þjóðgarða og ferðamennsku í þessu hefti Náttúrufræðingsins og fjallar sú síðari um viðhorf ýmissa aðila innan íslenskrar ferðaþjónustu til hugmynda um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. 

2. mynd. Á botni Yosemite-dals eru engjar, vot lendi og fjölbreytt gróðurlendi og dýralíf. Þar eru einnig furu- og eikarlundir en dalurinn sjálf - ur er umlukinn háum granítfjöllum. – Meadows, wetlands and diversity of plants and animals characterize the bottom of Yosemite Valley. In-between there are groves of pine and oak all surrounded by high granite summits. Ljósm./ photo: Anna Dóra Sæþórsdóttir.

2. mynd. Á botni Yosemite-dals eru engjar, vot lendi og fjölbreytt gróðurlendi og dýralíf. Þar eru einnig furu- og eikarlundir en dalurinn sjálf – ur er umlukinn háum granítfjöllum. – Meadows, wetlands and diversity of plants and animals characterize the bottom of Yosemite Valley. In-between there are groves of pine and oak all surrounded by high granite summits. Ljósm./ photo: Anna Dóra Sæþórsdóttir.

Vegna vaxandi umsvifa mannsins fækkar ört þeim svæðum sem hefur verið tiltölulega lítið raskað vegna at-hafna mannkyns.2Carver, S.J. & Fritz, S. 2016. Mapping Wilderness. Springer, Dordrecht. 204 bls. Víða um heim hefur verið gripið til þess ráðs að vernda landsvæði gegn hefðbundinni nýtingu, meðal annars með því að friða þau sem þjóðgarða. Friðlýst svæði í heiminum voru árið 2020 um 260 þúsund og eru um 80% þeirra í Evrópu og Norður-Ameríku. Tæplega sex þúsund þeirra eru skilgreind sem þjóðgarðar.3Protected Planet 2021. Explore protected areas and OECMs. https://www. protectedplanet.net/en/search-areas?geo_type=site (skoðað 14. mars 2022).4Protected Planet 2021. Protected Planet Report 2020. https://livereport. protectedplanet.net/ (skoðað 14. mars 2022).

3. mynd. Í Yosemite-dal eru margir af frægustu fossum Yosemite-þjóðgarðsins, þar með talið Nevada-foss. Myndin er tekin af gönguleið sem kennd er við John Muir. – Many of the most famous waterfalls in Yosemite National Park are located in Yosemite Valley. This photograph is taken from the John Muir Trail. Ljósm./photo: Anna Dóra Sæþórsdóttir.

3. mynd. Í Yosemite-dal eru margir af frægustu fossum Yosemite-þjóðgarðsins, þar með talið Nevada-foss. Myndin er tekin af gönguleið sem kennd er við John Muir. – Many of the most famous waterfalls in Yosemite National Park are located in Yosemite Valley. This photograph is taken from the John Muir Trail. Ljósm./photo: Anna Dóra Sæþórsdóttir.

Nýleg rannsókn5Balmford, A., Green, J.M.H., Anderson, M., Beresford, J., Huang, C., Naidoo, R., Walpole, M. & Manica, A. 2015. Walk on the wild side: Estimating the global magnitude of visits to protected areas. PLoS Biology 13. DOI: 10.1371/journal. pbio.1002074 sýnir að um 8 milljarðar ferðamanna heimsækja árlega friðlýst svæði á heimsvísu, og hefur fjöldi þeirra ferðamanna sem heimsækja þjóðgarða farið vaxandi undanfarna áratugi. Ástæður þess eru meðal annars aukið aðgengi og aukin almenn bílaeign. Einnig má nefna samfélagsbreytingar eins og aukinn frítíma fólks, hærri ráðstöfunartekjur, aukna menntun, vaxandi áhuga á umhverfismálum, þróun á ferðavörum sem auka þægindi ferðafólks, aukinn áhuga á útivist og síðast en ekki síst fjölgun friðlýstra svæða.6McCool, S.F., Clark, R. & Stankey, G.H. 2007. An assessment of frameworks useful for public land recreation planning. Department of Agriculture, Forest Service, Pacific Northwest Research Station, Portland. Þessi þróun hefur jafnframt leitt til þess að náttúruferðamennska (e. nature tourism eða nature-based tourism) er orðin einn helsti vaxtarbroddur ferðaþjónustu víða um heim og atvinnugreinin ferðaþjónusta þar af leiðandi stórnotandi þessarar náttúruauðlindar, með tilheyrandi áhrifum á vistkerfi, dýralíf, landslag, loftgæði o.s.frv.7Wang, C-Y. & Miko, P.S. 1997. Environmental impacts of tourism on U.S. national parks. Journal of Travel Research 35. 31-36. DOI: 10.1177/0047287597035004058Zajchowski, C., Lackey, N.Q. & McNay, G.D. 2019. “Now is not the time to take a breather”: United States Federal Land Management Agency professionals’ perceptions at the 40th Anniversary of the Clean Air Act Amendments of 1977. Society & Natural Resources 32(9). 1003-1020. DOI: 10.1080/08941920.2019.16054369Ament, R., Clevenger, A.P., Yu, O. & Hardy, A. 2008. An assessment of road impacts on wildlife populations in U.S. national parks. Environmental Management 42(3). 480-496. DOI: 10.1007/s00267-008-9112-810Hall, C.M., Müller, D.K. & Saarinen, J. 2009. Nordic tourism: Issues and cases. Channel View, Bristol. 293 bls. 

4. mynd. Einkenni Zion-þjóðgarðsins í Bandaríkjunum eru þröng og djúp sandsteinsgljúfur og sérstæðar klettamyndanir. Þjóðgarð urinn var stofnaður árið 1919. Myndin er tekin á víðernum svæðis sem kallast West Rim. – Zion National Park is characterized by a maze of narrow, deep sandstone canyons and dramatic rock formations. The National Park was designated in 1919. The photograph is taken on a wilderness hike in the West Rim area. Ljósm./photo: Anna Dóra Sæþórsdóttir.

4. mynd. Einkenni Zion-þjóðgarðsins í Bandaríkjunum eru þröng og djúp sandsteinsgljúfur og sérstæðar klettamyndanir. Þjóðgarð urinn var stofnaður árið 1919. Myndin er tekin á víðernum svæðis sem kallast West Rim. – Zion National Park is characterized by a maze of narrow, deep sandstone canyons and dramatic rock formations. The National Park was designated in 1919. The photograph is taken on a wilderness hike in the West Rim area. Ljósm./photo: Anna Dóra Sæþórsdóttir.

Markmið þjóðgarða er almennt tvíþætt. Annars vegar verndun, sem felur í sér að vernda bæði náttúruna í líffræðilegum og jarðfræðilegum fjölbreytileika sínum og þær menningarminjar sem viðkomandi svæði býr yfir. Hins vegar er markmið þjóðgarða þjónusta við ferðamenn.11Hall, C.M. & Frost, W. 2009. Introduction: The making of the national park concept. Bls. 3-15. í: Tourism and national parks: International perspectives on development, histories and change (ritstj. Frost, W. & Hall, C.M.). Routledge, London. Vegna vaxandi fjölda gesta í þjóðgörðum hafa víða orðið árekstrar milli þessara tveggja hlutverka þjóðgarða, verndunar náttúru og að gefa kost á fræðslu og upplifun, og reynist skipulagning og stýring þjóðgarða oft erfið glíma vegna þessara árekstra.12Frost, W. & Hall, C.M. (ritstj.) 2009. Tourism and national parks: International perspectives on development, histories and change. Routledge, London. 376 bls.13Budowski, G. 1976. Tourism and environmental conservation: Conflict, coexistence, or symbiosis? Environmental Conservation 3. 27-31. DOI: 10.1017/S037689290001770714Puhakka, R. 2008. Increasing role of tourism in Finnish national parks. Fennia – International Journal of Geography 186. 47-58. Aukin ferðamennska í þjóðgörðum hefur enn fremur bætt við þriðja hlutverkinu: Að vera ákveðið úrræði í byggðaþróun. Þegar þjóðgarðar verða vinsælir ferðamannastaðir skapar tilvera þeirra oft miklar tekjur og störf og það eflir nálægar byggðir.15Mayer, M., Müller, M., Woltering, M., Arnegger, J. & Job, H. 2010. The economic impact of tourism in six German national parks. Landscape and Urban Planning 97. 73-82. DOI: 10.1016/j.landurbplan.2010.04.01316Siltanen, J. 2018. Economic impact of Iceland´s protected areas and naturebased tourism sites. Institute of Economic Studies, University of Iceland, Reykjavík. 80 bls. Skipulag og störf í þjóðgörðum hafa því í síauknum mæli snúist um ferðamennsku og ýmsar hliðar hennar. Víða um heim hafa aukin áhrif nýfrjálshyggju (e. neoliberalism) í stjórnmálum leitt til þess að dregið hefur úr opinberu framlagi til þjóðgarða og þeim þess í stað gert að treysta meira en áður á eigin tekjuöflun, svo sem aðkomugjöld fyrir ferðamenn. Það hefur leitt til þess að í þjóðgörðum fer æ meiri tími í að afla tekna á kostnað þess að sinna náttúruvernd.17Slocum, S.L. 2017. Operationalising both sustainability and neo-liberalism in protected areas: Implications from the USA’s National Park Service’s evolving experiences and challenges. Journal of Sustainable Tourism 25. 1848-1864. DOI: 10.1080/09669582.2016.126057418Dinica, V. 2017. Tourism concessions in national parks: Neo-liberal governance experiments for a conservation economy in New Zealand. Journal of Sustainable Tourism 25. 1811-1829. DOI: 10.1080/09669582.2015.111551219Jamal, T., Everett, J. & Dann, G. 2003. Ecological rationalization and performative resistance in natural area destinations. Tourist Studies 3. 143-169. DOI: 10.1177/1468797603041630

 

LESA ALLA GREIN

HEIMILDIR
 • 1
  Þingskjal nr. 461/2020. Frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð.
 • 2
  Carver, S.J. & Fritz, S. 2016. Mapping Wilderness. Springer, Dordrecht. 204 bls.
 • 3
  Protected Planet 2021. Explore protected areas and OECMs. https://www. protectedplanet.net/en/search-areas?geo_type=site (skoðað 14. mars 2022).
 • 4
  Protected Planet 2021. Protected Planet Report 2020. https://livereport. protectedplanet.net/ (skoðað 14. mars 2022).
 • 5
  Balmford, A., Green, J.M.H., Anderson, M., Beresford, J., Huang, C., Naidoo, R., Walpole, M. & Manica, A. 2015. Walk on the wild side: Estimating the global magnitude of visits to protected areas. PLoS Biology 13. DOI: 10.1371/journal. pbio.1002074
 • 6
  McCool, S.F., Clark, R. & Stankey, G.H. 2007. An assessment of frameworks useful for public land recreation planning. Department of Agriculture, Forest Service, Pacific Northwest Research Station, Portland.
 • 7
  Wang, C-Y. & Miko, P.S. 1997. Environmental impacts of tourism on U.S. national parks. Journal of Travel Research 35. 31-36. DOI: 10.1177/004728759703500405
 • 8
  Zajchowski, C., Lackey, N.Q. & McNay, G.D. 2019. “Now is not the time to take a breather”: United States Federal Land Management Agency professionals’ perceptions at the 40th Anniversary of the Clean Air Act Amendments of 1977. Society & Natural Resources 32(9). 1003-1020. DOI: 10.1080/08941920.2019.1605436
 • 9
  Ament, R., Clevenger, A.P., Yu, O. & Hardy, A. 2008. An assessment of road impacts on wildlife populations in U.S. national parks. Environmental Management 42(3). 480-496. DOI: 10.1007/s00267-008-9112-8
 • 10
  Hall, C.M., Müller, D.K. & Saarinen, J. 2009. Nordic tourism: Issues and cases. Channel View, Bristol. 293 bls.
 • 11
  Hall, C.M. & Frost, W. 2009. Introduction: The making of the national park concept. Bls. 3-15. í: Tourism and national parks: International perspectives on development, histories and change (ritstj. Frost, W. & Hall, C.M.). Routledge, London.
 • 12
  Frost, W. & Hall, C.M. (ritstj.) 2009. Tourism and national parks: International perspectives on development, histories and change. Routledge, London. 376 bls.
 • 13
  Budowski, G. 1976. Tourism and environmental conservation: Conflict, coexistence, or symbiosis? Environmental Conservation 3. 27-31. DOI: 10.1017/S0376892900017707
 • 14
  Puhakka, R. 2008. Increasing role of tourism in Finnish national parks. Fennia – International Journal of Geography 186. 47-58.
 • 15
  Mayer, M., Müller, M., Woltering, M., Arnegger, J. & Job, H. 2010. The economic impact of tourism in six German national parks. Landscape and Urban Planning 97. 73-82. DOI: 10.1016/j.landurbplan.2010.04.013
 • 16
  Siltanen, J. 2018. Economic impact of Iceland´s protected areas and naturebased tourism sites. Institute of Economic Studies, University of Iceland, Reykjavík. 80 bls.
 • 17
  Slocum, S.L. 2017. Operationalising both sustainability and neo-liberalism in protected areas: Implications from the USA’s National Park Service’s evolving experiences and challenges. Journal of Sustainable Tourism 25. 1848-1864. DOI: 10.1080/09669582.2016.1260574
 • 18
  Dinica, V. 2017. Tourism concessions in national parks: Neo-liberal governance experiments for a conservation economy in New Zealand. Journal of Sustainable Tourism 25. 1811-1829. DOI: 10.1080/09669582.2015.1115512
 • 19
  Jamal, T., Everett, J. & Dann, G. 2003. Ecological rationalization and performative resistance in natural area destinations. Tourist Studies 3. 143-169. DOI: 10.1177/1468797603041630

Höfundar

 • Anna Dóra Sæþórsdóttir

  Anna Dóra Sæþórsdóttir (1966) er landfræðingur og prófessor í ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún er jafnframt deildarforseti. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að þolmörkum ferðamennsku á hálendinu og vinsælum ferðamannastöðum á láglendi. Í þeim rannsóknum hefur hún kannað viðhorf ferðamanna, ýmist með spurningalistakönnunum eða viðtalskönnunum.

 • Rannveig Ólafsdóttir

  Rannveig Ólafsdóttir (f. 1963) er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún lauk BSprófi í landfræði við Háskóla Íslands árið 1992 og BSgráðu í jarðfræði frá sama skóla árið 1994. Hún tók doktorspróf í náttúrulandfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 2001. Doktorsritgerð hennar fjallaði um landhnignun og loftslagsbreytingar með áherslu á fjarkönnun og landfræðileg upplýsingakerfi. Rannsóknir hennar nú beinast meðal annars að samspili ferðamennsku og umhverfis, þar á meðal umhverfisáhrifum ferðamennsku, ferðamennsku og loftslagsbreytingum, sjálfbærri ferðamennsku, jarðminjaferðamennsku, kortlagningu víðerna og efldri þátttöku almennings í skipulagi og ákvarðanatöku um landnotkun.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24