Ritstjórnarstefna

eftir

Tímaritið Náttúrufræðingurinn kemur frá og með starfsárinu 2023 út bæði sem hefðbundið prentgagn og í stafrænu formi á vefsetri (slóð: natturufraedingurinn.is). Í tímaritinu er fjallað um náttúrufræði og um náttúru og umhverfi, einkum á Íslandi. Birt er efni sem flokkast á þennan hátt:

I Ritrýndar greinar sem miðla nýrri þekkingu um íslenska náttúru

  • Rannsóknargrein – hefðbundin grein um rannsóknir og niðurstöður þeirra sem ekki hafa birst á íslensku.
  • Yfirlitsgrein – viðamikil grein um eitthvert af hinum mörgu sviðum náttúrufræðinnar.

II Óritrýnt efni

  • Ritstýrðar greinar – stuttar greinar um náttúrufræðileg efni, til dæmis a) um áhugaverð fyrirbæri, b) efni byggt á óbirtum rannsóknarskýrslum, c) frásögn um niðurstöður ritrýndra greina sem birst hafa í erlendum tímaritum.
  • Gagnrýni og ritfregnir – um útgefið efni um náttúru Íslands; um bækur, heimildamyndir, vefsíður, smáforrit o.fl.
  • Eftirmæli – eftirmæli um náttúrufræðinga.
  • Ljósmyndir – ljósmyndir, auk skýringartexta, sem sýna íslenska náttúru og náttúrufyrirbæri.
  • „Ungi náttúrufræðingurinn“ – náttúrufræðilegt efni fyrir nemendur á grunnskólaaldri og/eða hugmyndir að námsefni.

III Efni á vefsetri

  • Aðsendar athugasemdir um efni Náttúrufræðingsins og áframhaldandi umræða.
  • Ítarefni sem styður við efni greina í ritinu, svo sem viðaukar og fleira efni, svo sem myndbönd, hlaðvörp, vefsíður, smáforrit o.fl.
  • Almennt efni sem tengist tímabundnum málefnum sem tengjast náttúrufræði og náttúru- og umhverfismálum.
  • Viðtöl við náttúrufræðinga o.fl.
  • „Ungi náttúrufræðingurinn“ – margvíslegt efni fyrir nemendur og kennara og vettvangur til skoðanaskipta.

Samþykkt af stjórn HÍN, ritstjórn Náttúrufræðingsins og forstöðumanni NMSÍ, sumarið 2021. Endurskoðað í nóvember 2022.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24