Holur á botni Geirþjófsfjarðar og líklegur uppruni þeirra

PDF Skjal

Innarlega í Geirþjófsfirði, sem er einn af Suðurfjörðum Arnarfjarðar, eru stórar holur í botnsetinu, og er stærsta holan 280 metrar í þvermál og 20 metrar á dýpt. Botninn umhverfis holurnar er á rúmlega 70 metra dýpi. Holurnar voru fyrst kortlagðar í leiðangri rs. Árna Friðrikssonar 2002 og voru kannaðar nánar af Köfunarþjónustunni ehf. í október og nóvember 2022.

Hér verður holunum lýst nánar á grundvelli framangreindra mælinga. Birt eru gögn, sem gefa færi til ágiskana um uppruna þeirra. Gögnin gefa einnig upplýsingar um virkni í holunum á undanförnum árum.

Giskað er á, að holurnar hafi myndast við uppstreymi vökva. Ljóst er, að frekari rannsókna er þörf til staðfestingar á þeirri tilgátu, t.d. könnunar á eðli vökvans.

 

INNGANGUR − HOLUR KORTLAGÐAR

Árin 2001 og 2002 fór fram árleg kvörðun dýptarmæla í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni í Arnarfirði. Í hléum var fjölgeislamælir skipsins gangsettur og mælt með honum í firðinum. Unnið var úr þessum gögnum og útbúið kort af firðinum (1. mynd). Þetta kort gaf ýmsar upplýsingar um botn fjarðarins. Þar á meðal komu í ljós smáatriði í lögun þverhryggja (jökulgarða) á botninum. 

1. mynd. Fjölgeisladýptarkort byggt á mælingum Hafrannsóknastofnunar 2001 og 2002. Dökkblár litur markar mesta dýpið, meira en 100 metrar. − A multibeam chart of Arnarfjörður, NW-Iceland, made from Marine Research Institute data from 2001 and 2002.

1. mynd. Fjölgeisla-dýptarkort byggt á mælingum Hafrannsóknastofnunar 2001 og 2002. Dökkblár litur markar mesta dýpið, meira en 100 metrar. − A multibeam chart of Arnarfjörður, NW-Iceland, made from Marine Research Institute data from 2001 and 2002.

Samkvæmt ábendingu Guðmundar Bjarnasonar skipstjóra var ákveðið síðara árið að mæla langt inn eftir Geirþjófsfirði. Rækjusjómenn höfðu sagt honum frá misdýpi á þeim slóðum. Í ljós kom að um miðbik fjarðarins var að finna holur í botnsetinu. Sumar þeirra reyndust vera bæði stórar og djúpar (2. mynd).

2. mynd. Mælingar Hafrannsóknastofnunar innst í Geirþjófsfirði leiddu í ljós stórar holur í botninum. Sjávardýpi á svæðinu er um 70 metrar, en holurnar ná allt að 20 metrum niður fyrir það dýpi. Byggt á gögnum Hafrannsóknastofnunar. − A detail from the MRI surveys. This is in Geirþjófsfjörður, and shows holes in the bottom sediment. The holes are dug into the fjord bottom at about 70 metres’ depth.

2. mynd. Mælingar Hafrannsóknastofnunar innst í Geirþjófsfirði leiddu í ljós stórar holur í botninum. Sjávardýpi á svæðinu er um 70 metrar, en holurnar ná allt að 20 metrum niður fyrir það dýpi. Byggt á gögnum Hafrannsóknastofnunar. − A detail from the MRI surveys. This is in Geirþjófsfjörður, and shows holes in the bottom sediment. The holes are dug into the fjord bottom at about 70 metres’ depth.

Niðurstöður mælinganna hafa verið aðgengilegar á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar og verið kynntar á fundum en ekki birtar á prenti. Þó er margt athyglisvert í þeim, og mörgum hafa fundist holurnar í Geirþjófsfirði sérlega áhugaverðar. Þær gáfu tilefni til frekari könnunar, sem hér verður greint frá.

3. mynd. Svæðið sem mælt var í nóvember og desember 2022. Litirnir tákna mismunandi dýpi, og bil milli hnitakrossa er 200 metrar. − A survey by the Icelandic Diving Service in Nov.-Dec. 2022 provided a more detailed view of the holes.

3. mynd. Svæðið sem mælt var í nóvember og desember 2022. Litirnir tákna mismunandi dýpi, og bil milli hnitakrossa er 200 metrar. − A survey by the Icelandic Diving Service in Nov.-Dec. 2022 provided a more detailed view of the holes.

LESA ALLA GREIN

Höfundar

  • Kjartan Thors

    Kjartan Thors (f. 1945) lauk BS-próf í jarðfræði við Háskólann í Manchester 1969 og Ph.D.-prófi 1974. Hann starfaði sem sérfræðingur á Hafrannsóknastofn- un 1974−1995, var stundakennari við Háskóla Íslands 1975−1998 og ritstjóri Náttúrufræðingsins 1976−1980. Kjartan rak eigin jarðfræðistofu 1995−2013. Hann sinnir nú ráðgjafastörfum í takt við eftirspurn.

  • Guðbjörn Margeirsson

    Gu!björn Margeirsson (f. 1974) lauk BS-prófi í jarð- fræði frá Háskóla Íslands 2014. Hann starfaði sem sér- fræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands 2017−2019, og hefur starfað hjá Köfunarþjónustunni ehf. við sjó- mælingar frá 2019 til dagsins í dag.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24