Þjóðgarðar og ferðaþjónusta

MIÐHÁLENDI ÍSLANDS er um margt einstakt svæði en að sama skapi er náttúra þess sérlega viðkvæm fyrir álagi. Á undanförnum áratugum hefur miðhálendið orðið mikilvægur áfangastaður ferðamanna, bæði innlendra og erlendra, og eru ákveðin hættumerki uppi um að ágangur ferðamanna sé sums staðar að verða of mikill. Í lok árs 2020 lagði þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra fram stjórnarfrumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands með það að markmiði að vernda náttúru svæðisins en gefa fólki jafnframt kost á að kynnast svæðinu og njóta þess. Í ljósi þess að ferðaþjónustan er verulegur hagaðili þegar kemur að nýtingu miðhálendisins er mikilvægt að bæði þekkja og skilja óskir innan atvinnugreinarinnar um nýtingu þess, þar með talið um afstöðu til stofnunar þjóðgarðs.

Í þessari grein eru kynntar niðurstöður úr netkönnun sem gerð var meðal forystufólks ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Af niðurstöðunum sést að það telur aðdráttarafl svæðisins felast fyrst og fremst í fjölbreyttri náttúru, víðernum, kyrrð og fámenni, og að svæðið er mjög mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna. Skiptar skoðanir eru hins vegar meðal svarenda um hvernig beri að halda í þessi umhverfisgæði og hvort stofnun Hálendisþjóðgarðs sé ákjósanleg leið til þess. Niðurstöðurnar sýna enn fremur að þeir ferðaþjónustuaðilar sem eru hlynntir stofnun Hálendisþjóðgarðs telja að aðdráttarafl miðhálendisins aukist með honum og telja því jákvætt að auka náttúruvernd á svæðinu. Þeir sem eru andvígir þjóðgarði óttast aftur á móti að honum fylgi aukin boð og bönn, og aðgangur að hálendinu verði takmarkaður, sem setji ferðaþjónustunni skorður. Mikill meirihluti er á þeirri skoðun að hagaðilar eigi að koma að stjórnun þjóðgarðsins og að mikilvægt sé að stuðla að gagnkvæmum samskiptum og gagnkvæmum ávinningi ólíkra hagaðila.

 

1. mynd. Laugavegurinn hefur löngum verið ein vinsælasta langa gönguleið landsins og liggur hún meðal annars meðfram Hattfelli (Hattafelli). Á myndinni er horft niður af Hattfelli austur yfir Emstrur og Mýrdalsjökul. Til vinstri má sjá Entujökul skríða niður úr Mýrdalsjökli og Illhöfuð gnæfa yfir. – Laugavegur has long been one of the most popular long hiking trails in Iceland. Hattfell (Hattafell) mountain is one of the many landmarks along the trail. The photo shows the view east over Emstrur and Mýrdalsjökull from Hattfell. On the left of the picture Entujökull glacier creeps out of Mýrdalsjökull with Illhöfuð towering over.

1. mynd. Laugavegurinn hefur löngum verið ein vinsælasta langa gönguleið landsins og liggur hún meðal annars meðfram Hattfelli (Hattafelli). Á myndinni er horft niður af Hattfelli austur yfir Emstrur og Mýrdalsjökul. Til vinstri má sjá Entujökul skríða niður úr Mýrdalsjökli og Illhöfuð gnæfa yfir. – Laugavegur has long been one of the most popular long hiking trails in Iceland. Hattfell (Hattafell) mountain is one of the many landmarks along the trail. The photo shows the view east over Emstrur and Mýrdalsjökull from Hattfell. On the left of the picture Entujökull glacier creeps out of Mýrdalsjökull with Illhöfuð towering over.

INNGANGUR

Miðhálendi Íslands er einstakt af mörgum sökum. Þar hefur aldrei verið föst búseta og mannvirki eru fá og dreifð. Svæðið er því tiltölulega lítið raskað af mannavöldum og liggja verðmæti svæðisins meðal annars í því að þar er að finna mestu víðerni landsins. 1Ostman, D., Neumann, O. & Þorvarður Árnason 2021. Óbyggð víðerni á Íslandi – greining og kortlagning á landsvísu. Rannsóknasetur á Hornafirði, Höfn. 37 bls.2Rannveig Ólafsdóttir & Runnström, M.C. 2011. Endalaus víðátta? Mat og kortlagning íslenskra víðerna. Náttúrufræðingurinn 81. 57−64.3Rannveig Ólafsdóttir & Anna Dóra Sæþórsdóttir 2020. Public perception of wilderness in Iceland. Land 9. 99. doi:10.3390/land90400994Rannveig Ólafsdóttir & Anna Dóra Sæþórsdóttir 2020. Hálendið í hugum Íslendinga. 2. hluti: Hugmyndir og viðhorf Íslendinga til víðerna. Náttúrufræðingurinn 90. 282−293. Jarðfræðileg sérstaða svæðisins er einnig einstök, ekki einungis hér á landi, heldur um alla heimsbyggðina. Stærstur hluti miðhálendisins liggur í gosbeltinu og er því fágætt sýnishorn af virkni úthafshryggjar á þurru landi, og að auki er Mið-Atlantshafshryggurinn talinn vera stærsta samfellda jarðræna fyrirbæri plánetunnar.5Snorri Baldursson 2021. Vatnajökulsþjóðgarður: Gersemi á heimsvísu. Forlagið, Reykjavík. 176 bls Allir stærstu jöklar landsins eru á miðhálendinu og er tilvist þeirra ekki síður öflugur þáttur í landmótun svæðisins en eldvirknin. Landslag er þar af leiðandi í stöðugri mótun og jarðfræðileg fjölbreytni mikil. Eldstöðvar eru margar og af ýmsum gerðum, sem og hraun og jarðhitasvæði, en einnig jökulruðningar, jökulársandar, fjöll, heiðar og gróðurvinjar og þar eiga flest stórfljót landsins upptök sín. Verðmæti svæðisins er því verulegt, jafnt á heimsvísu sem landsvísu. 

2. mynd. Langisjór í Vatnajökulsþjóðgarði er umlukinn móbergshryggjum eins og t.d. Fögrufjöllum sem eru til vinstri á myndinni. Horft er niður í Fagrafjörð og er eyjan Ást fyrir miðri mynd. Þar eru kajakræðarar búnir að slá upp tjaldbúðum eftir að hafa róið norður eftir vatninu. – Langisjór lake in Vatnajökull National Park is surrounded by tuff ridges, such as Fögrufjöll which are on the left of the photo. The view is over Fagrifjörður with the island Ást in the middle of the photo. Kayakers have set up camp there after paddling north along the lake.

2. mynd. Langisjór í Vatnajökulsþjóðgarði er umlukinn móbergshryggjum eins og t.d. Fögrufjöllum sem eru til vinstri á myndinni. Horft er niður í Fagrafjörð og er eyjan Ást fyrir miðri mynd. Þar eru kajakræðarar búnir að slá upp tjaldbúðum eftir að hafa róið norður eftir vatninu. – Langisjór lake in Vatnajökull National Park is surrounded by tuff ridges, such as Fögrufjöll which are on the left of the photo. The view is over Fagrifjörður with the island Ást in the middle of the photo. Kayakers have set up camp there after paddling north along the lake.

Undanfarin misseri hefur mikil umræða átt sér stað í samfélaginu um þjóðgarð á miðhálendinu og sitt sýnst hverjum. Undirbúningur frumvarps um Hálendisþjóðgarð átti sér talsverðan aðdraganda. Árið 2016 undirrituðu meðal annars Samtök ferðaþjónustunnar og ýmis útivistar- og náttúruverndarsamtök sameiginlega viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Grímur Sæmundsen, þáverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði af því tilefni: „Náttúran er okkar verðmætasta auðlind og hún er ekki óþrjótandi. Með stofnun þjóðgarðs yrði myndaður skýr rammi utan um hin gríðarlegu verðmæti sem felast í ósnortinni náttúru á miðhálendi Íslands. Þá felast í hugmyndinni mikil tækifæri til atvinnusköpunar þar sem vernd og nýting fara saman“.6Landvernd 2016. Tímamóta samstaða um þjóðgarð á miðhálendinu. Slóð (skoðað 14.3. 2022): https://landvernd.is/timamota-samstada-um-thjodgard-amidhalendinu/ Í apríl 2018 skipaði umhverfis- og auðlindaráðherra þverpólitíska nefnd um stofnun

11. mynd. Vetrarferðir á hálendinu njóta einnig vinsælda. Hér er skíðað um Emstrur, Útigönguhöfðar eru í forgrunni fyrir miðri mynd, en sést í Hattfell fyrir aftan þá. – Winter trips in the Highlands are also popular. The skiers are by Emstrur with Útigönguhöfðar in the front and Hattfell there behind.

11. mynd. Vetrarferðir á hálendinu njóta einnig vinsælda. Hér er skíðað um Emstrur. Útigönguhöfðar eru í forgrunni fyrir miðri mynd, en sést í Hattfell fyrir aftan þá. – Winter trips in the Highlands are also popular. The skiers are by Emstrur with Útigönguhöfðar in the front and Hattfell there behind.

þjóðgarðs á miðhálendinu, og var henni ætlað að gera tillögur að útfærslu Hálendisþjóðgarðs.7Umhverfis- og auðlindaráðuneytið 2019. Hálendisþjóðgarður. Tillögur og áherslur þverpólitískrar nefndar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Reykjavík. 91 bls. Skömmu eftir að þær voru tilbúnar, eða í lok árs 2020, lagði umhverfis- og auðlindaráðherra síðan fram stjórnarfrumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarðs á miðhálendi Íslands sem skyldi ná yfir 30% af flatarmáli landsins. Markmiðið með stofnun þjóðgarðsins er að vernda náttúru svæðisins, þar með talið landslag og víðerni, og að skapa fólki tækifæri til að kynnast svæðinu og njóta þess að ferðast um það.8Þingskjal nr. 461/2020. Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð. Vinsældir miðhálendisins til útivistar og ferðalaga hafa aukist jafnt og þétt undanfarna áratugi9Bishop, M.V., Rannveig Ólafsdóttir & Þorvarður Árnason 2022. Tourism, recreation and wilderness: Public perceptions of conservation and access in the Central Highland of Iceland. Land 11. 242. doi:10.3390/land11020242 en fleiri atvinnugreinar en ferðaþjónustan hafa hins vegar hagsmuna að gæta á hálendinu og er orkugeirinn þar þungvægastur. Samkvæmt rammaáætlun stjórnvalda um vernd og orkunýtingu landsvæða eru möguleikar á vinnslu orku á hálendinu miklir og því hafa verið uppi víðtækar hugmyndir um virkjanir þar.10Stefán Gíslason (ritstj.) 2016. Lokaskýrsla verkefnisstjórnar 3. áfanga verndarog orkunýtingaráætlunar 2013−2017. Verkefnisstjórn 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Reykjavík. 370 bls. Minna hefur farið fyrir hugmyndum um nýtingu hálendisins fyrir ferðaþjónustuna. Á undanförnum árum hafa verið unnar svokallaðar áfangastaðaáætlanir fyrir ferðaþjónustuna þar sem settar eru fram stefnuyfirlýsingar fyrir mismunandi landshluta á sviði ferðamála. Ekki var gerð sérstök áfangastaðaáætlun fyrir miðhálendið og því er ekki til nein rituð sameiginleg framtíðarsýn ferðaþjónustunnar fyrir svæðið. Í áfangastaðaáætlun Suðurlands segir þó að brýnt sé að viðhalda víðerniseinkennum hálendisins, að móta þurfi framtíðarsýn fyrir vegi, takmarka þurfi umferð bílaleigubíla og að hvetja eigi fólk til þess að fara í skipulagðar ferðir um hálendið.11Markaðsstofa Suðurlands 2019. Áfangastaðaáætlun DMP á Suðurlandi: Apríl 2017 – maí 2018 − Uppfærð 2019. Markaðsstofa Suðurlands , Selfossi. 157 bls. Slóð (skoðað 16.4. 2022): https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/ DMP/dmp-sudurland-okt19-2.pdf Í áfangastaðaáætlun Vesturlands,12Áfangastaðastofa Vesturlands 2021. Áfangastaðaáætlun Vesturlands 2021−2023. Áfangastaðastofa Vesturlands, Borgarnesi. 31 bls. Slóð (skoðað 16.4. 2022): https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/afangastadaaetlanir/ afangastadaaaetlun-og-ahersluverkefni-vesturlandsstofa-2021-2023.pdf Norðurlands13Markaðsstofa Norðurlands 2021. Áfangastaðaáætlun Norðurlands: Okkar áfangastaður. Markaðsstofa Norðurlands, Akureyri. 61 bls. Slóð (skoðað 16.4. 2022): https://www.ferdamalastofa.is/static/research/files/dmp_skyrsla_2018_webpdf og Austurlands14Áfangastaðurinn Austurland 2019. Áfangastaðaáætlun Austurlands 2018−2021. Áfangastaðurinn Austurland, Egilsstöðum. 36 bls. Slóð (skoðað 16.4. 2022): https://www.ferdamalastofa.is/static/research/files/191015_austurland_dmp_ summary_islensk_digitalpdf eru aftur á móti ekki sett fram sérstök markmið fyrir hálendið.

19. mynd. Vatnajökulsþjóðgarður býr yfir þeirri sérstöðu að skriðjöklar ná þar niður á láglendi að sunnanverðu. Þar er því auðvelt aðfara í stuttar jöklagöngur og íshellaferðir og bjóða ýmis ferðaþjónustufyrirtæki upp á slíkar ferðir. – Vatnajökull National Park has the unique feature that glaciers almost reach the coastline on its south side. It is therefore easy to go on short glacier hikes and ice cave trips, and many tourism companies offer such trips.

19. mynd. Vatnajökulsþjóðgarður býr yfir þeirri sérstöðu að skriðjöklar ná þar niður á láglendi að sunnanverðu. Þar er því auðvelt að fara í stuttar jöklagöngur og íshellaferðir og bjóða ýmis ferðaþjónustufyrirtæki upp á slíkar ferðir. – Vatnajökull National Park has the unique feature that glaciers almost reach the coastline on its south side. It is therefore easy to go on short glacier hikes and ice cave trips, and many tourism companies offer such trips.

Í ljósi þess að ferðaþjónustan er veigamikill hagaðili þegar kemur að nýtingu miðhálendisins er mikilvægt að þekkja óskir atvinnugreinarinnar um nýtingu þess. Í þessari grein eru kynntar niðurstöður rannsóknar á viðhorfum forystufólks í ferðaþjónustunni til Hálendisþjóðgarðs og athugað hvort munur sé á viðhorfum þeirra ferðaþjónustuaðila sem nýta hálendið við starfsemi sína og þeirra sem gera það ekki. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni sem ætlað er að varpa ljósi á sýn ferðaþjónustuaðila til nýtingar miðhálendisins.15Anna Dóra Sæþórsdóttir, Þorkell Stefánsson, Margrét Wendt & Tverijonaite, E. 2021. Sýn ferðaþjónustunnar á nýtingu miðhálendis Íslands. Land- og ferðamálafræðistofa, Reykjavík. 68 bls. Áður en gerð er grein fyrir könnuninni og niðurstöðum hennar verður gefið stutt yfirlit um ferðamennsku á miðhálendinu og um þjóðgarða á Íslandi. 

 

 

LESA ALLA GREIN 

ABSTRACT

HEIMILDIR
  • 1
    Ostman, D., Neumann, O. & Þorvarður Árnason 2021. Óbyggð víðerni á Íslandi – greining og kortlagning á landsvísu. Rannsóknasetur á Hornafirði, Höfn. 37 bls.
  • 2
    Rannveig Ólafsdóttir & Runnström, M.C. 2011. Endalaus víðátta? Mat og kortlagning íslenskra víðerna. Náttúrufræðingurinn 81. 57−64.
  • 3
    Rannveig Ólafsdóttir & Anna Dóra Sæþórsdóttir 2020. Public perception of wilderness in Iceland. Land 9. 99. doi:10.3390/land9040099
  • 4
    Rannveig Ólafsdóttir & Anna Dóra Sæþórsdóttir 2020. Hálendið í hugum Íslendinga. 2. hluti: Hugmyndir og viðhorf Íslendinga til víðerna. Náttúrufræðingurinn 90. 282−293.
  • 5
    Snorri Baldursson 2021. Vatnajökulsþjóðgarður: Gersemi á heimsvísu. Forlagið, Reykjavík. 176 bls
  • 6
    Landvernd 2016. Tímamóta samstaða um þjóðgarð á miðhálendinu. Slóð (skoðað 14.3. 2022): https://landvernd.is/timamota-samstada-um-thjodgard-amidhalendinu/
  • 7
    Umhverfis- og auðlindaráðuneytið 2019. Hálendisþjóðgarður. Tillögur og áherslur þverpólitískrar nefndar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Reykjavík. 91 bls.
  • 8
    Þingskjal nr. 461/2020. Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð.
  • 9
    Bishop, M.V., Rannveig Ólafsdóttir & Þorvarður Árnason 2022. Tourism, recreation and wilderness: Public perceptions of conservation and access in the Central Highland of Iceland. Land 11. 242. doi:10.3390/land11020242
  • 10
    Stefán Gíslason (ritstj.) 2016. Lokaskýrsla verkefnisstjórnar 3. áfanga verndarog orkunýtingaráætlunar 2013−2017. Verkefnisstjórn 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Reykjavík. 370 bls.
  • 11
    Markaðsstofa Suðurlands 2019. Áfangastaðaáætlun DMP á Suðurlandi: Apríl 2017 – maí 2018 − Uppfærð 2019. Markaðsstofa Suðurlands , Selfossi. 157 bls. Slóð (skoðað 16.4. 2022): https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/ DMP/dmp-sudurland-okt19-2.pdf
  • 12
    Áfangastaðastofa Vesturlands 2021. Áfangastaðaáætlun Vesturlands 2021−2023. Áfangastaðastofa Vesturlands, Borgarnesi. 31 bls. Slóð (skoðað 16.4. 2022): https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/afangastadaaetlanir/ afangastadaaaetlun-og-ahersluverkefni-vesturlandsstofa-2021-2023.pdf
  • 13
    Markaðsstofa Norðurlands 2021. Áfangastaðaáætlun Norðurlands: Okkar áfangastaður. Markaðsstofa Norðurlands, Akureyri. 61 bls. Slóð (skoðað 16.4. 2022): https://www.ferdamalastofa.is/static/research/files/dmp_skyrsla_2018_webpdf
  • 14
    Áfangastaðurinn Austurland 2019. Áfangastaðaáætlun Austurlands 2018−2021. Áfangastaðurinn Austurland, Egilsstöðum. 36 bls. Slóð (skoðað 16.4. 2022): https://www.ferdamalastofa.is/static/research/files/191015_austurland_dmp_ summary_islensk_digitalpdf
  • 15
    Anna Dóra Sæþórsdóttir, Þorkell Stefánsson, Margrét Wendt & Tverijonaite, E. 2021. Sýn ferðaþjónustunnar á nýtingu miðhálendis Íslands. Land- og ferðamálafræðistofa, Reykjavík. 68 bls.

Höfundar

  • Anna Dóra Sæþórsdóttir

    Anna Dóra Sæþórsdóttir (1966) er landfræðingur og prófessor í ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún er jafnframt deildarforseti. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að þolmörkum ferðamennsku á hálendinu og vinsælum ferðamannastöðum á láglendi. Í þeim rannsóknum hefur hún kannað viðhorf ferðamanna, ýmist með spurningalistakönnunum eða viðtalskönnunum.

  • Rannveig Ólafsdóttir

    Rannveig Ólafsdóttir (f. 1963) er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún lauk BSprófi í landfræði við Háskóla Íslands árið 1992 og BSgráðu í jarðfræði frá sama skóla árið 1994. Hún tók doktorspróf í náttúrulandfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 2001. Doktorsritgerð hennar fjallaði um landhnignun og loftslagsbreytingar með áherslu á fjarkönnun og landfræðileg upplýsingakerfi. Rannsóknir hennar nú beinast meðal annars að samspili ferðamennsku og umhverfis, þar á meðal umhverfisáhrifum ferðamennsku, ferðamennsku og loftslagsbreytingum, sjálfbærri ferðamennsku, jarðminjaferðamennsku, kortlagningu víðerna og efldri þátttöku almennings í skipulagi og ákvarðanatöku um landnotkun.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24