Orkunotkun íbúðabygginga á Íslandi – Yfirlitsgrein

DOI: 10.33112/nfr.94.3.3

MARKMIÐ þessarar greinar er að gefa yfirlit um orkunotkun bygginga, rekja þær rannsóknir og greiningar sem gerðar hafa verið varðandi orkunotkun í íbúðarbyggingum á Íslandi og gera samanburð við stöðuna í Evrópu.

Fjallað verður um byggingarflokka og orkunotkun bygginga í heiminum. Stuttlega er farið yfir helstu þætti sem hafa áhrif á orkunotkun bygginga og hvernig má draga úr orkunotkun til upphitunar. Í því samhengi er þróun krafna um einangrun húsa í byggingarreglugerð hérlendis kynnt og rædd Evróputilskipun um orkunotkun bygginga.

Í framhaldinu eru teknar saman helstu niðurstöður eldri ástandskannana á vegum Orkustofnunnar og nýlegrar rannsóknar á raunorkunotkun bygginga, og fjallað bæði um þær nýjungar sem eru að eiga sér stað og um framtíðarþróun. Þar má nefna snjallmæla til að fylgjast með orkunotkun húsa, fyrirsjáanlega aukningu í orkunotkun og loftslagsáhrif núverandi orkunotkunar. Að lokum eru umræður, niðurstöður kynntar og næstu skref tekin saman.

INNGANGUR

Byggingar eru margvíslegar og þjóna mismunandi hlutverki. Þeim er yfirleitt skipt í tvo meginflokka, atvinnuhúsnæði (s.s. skrifstofur og verslanir) og íbúðarhúsnæði (s.s. einbýlishús og fjölbýlishús). Samkvæmt samantekt frá verkefninu Byggjum grænni framtíð1Sigríður Ósk Bjarnadóttir & Björn Marteinsson. 2022. Mat á kolefnislosun frá íslenskum bygg- ingariðnaði. Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 I. Byggjum grænni framtíð, Reykjavík. 18 bls. Á vefsetri verkefnisins. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://byggjumgraenniframtid.is/wp-content/uploads/2022/06/Vegvisir-ad-vistvaenni-mannvirkjagerd-I.-hluti.-Losun.pdf er íbúðarhúsnæði um 48% bygginga á Íslandi, sjá töflu 1. Í Evrópusambandsríkjunum er hlutfall íbúðarhúsnæðis af heildar-byggingarmassanum hærra, eða um 75%.2Gevorgian, A., Pezzutto, S., Sambotti, S., Croce, S., Oberegger, U.F., Lollini, R., Kranzl, L. & Müller, A. 2021. European building stock analysis: A country by country descriptive and comparative analysis of the energy performance of buildings. Eurac research, Bolzano. 238 bls. Heildarflatarmál íbúðarhúsnæðis á Íslandi er samkvæmt fasteignaskrá 18,7 milljónir fermetra, og eru 63% bygginganna eldri en 30 ára.3Matthías Ásgeirsson. 2023. Ávinningur af bættri orkunotkun eldri bygginga. VSÓ Ráðgjöf, Reykjavík. 30 bls.

ORKUNOTKUN BYGGINGA

Á heimsvísu fer til bygginga um 30% af allri orku sem framleidd er og við það myndast um 26% af allri losun gróður-húsalofttegunda frá orkunotkun.4International Energy Agency. 2021. Key world energy statistics 2021. Á vefsetri IEA. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://www.iea.org/reports/key- world-energy-statistics-2021 Mest er losunin (18%) frá framleiðslu fjar-varmaorku og rafmagns sem nýtt er í byggingum. Bruni olíu og gass við kyndingu og eldamennsku veldur um 8% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá orkunotkun í heiminum.5International Energy Agency. Á.á. Energy system: Buildings. Á vefsetri IEA. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://www.iea.org/energy-system/buildings Í Evrópusambandsríkjunum er hlutfall orkunotkunar til bygginga hærra en á heimsvísu, eða um 40%6Eurostat. 2023. Energy consumption in house- holds. Á vefsetri Eurostat. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://ec.europa.eu/eurostat/statistics-explained/index.php?title=Energy_consumption_in_households, og myndar um 35% af allri orkutengdri losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB.7European Environment Agency. 2024. Greenhouse gas emissions from energy use in buildings in Europe. Á vefsetri EEA. Slóð: (sótt 30.11. 2024): https://www.eea.europa.eu/en/ analysis/indicators/greenhouse-gas-emissions- from-energy Losun gróðurhúsalofttegunda frá orkunotkun í byggingum í Evrópu hefur þó minnkað um rúmlega þriðjung milli 2005 og 2021 vegna aukinna krafna um orkunýtni og hreinni orkuframleiðslu.7European Environment Agency. 2024. Greenhouse gas emissions from energy use in buildings in Europe. Á vefsetri EEA. Slóð: (sótt 30.11. 2024): https://www.eea.europa.eu/en/ analysis/indicators/greenhouse-gas-emissions- from-energy

Mest orka í íbúðarhúsnæði í heiminum er nýtt við að hita og kæla byggingar til þess að skapa þægilega innivist. Yfirleitt er miðað við innihitastig á bilinu 20−26 °C.5International Energy Agency. Á.á. Energy system: Buildings. Á vefsetri IEA. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://www.iea.org/energy-system/buildings Í atvinnuhúsnæði er orkunotkunin yfirleitt fjölbreyttari og hlutfallslega meiri orka fer til lýsingar og tækjabúnaðar sem tengist starfseminni. Hitun og kæling nemur að meðaltali um 50% af orkunotkun atvinnuhúsnæðis í heiminum.5International Energy Agency. Á.á. Energy system: Buildings. Á vefsetri IEA. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://www.iea.org/energy-system/buildings

Í ESB-ríkjunum er hlutfall orkunotkunar á heimilum til upphitunar rýmis 64%, til vatnshitunar 14,5%, orka, til lýsingar og tækja nemur 13,6% og til eldamennnsku 6%, eins og sjá má á mynd 1.6Eurostat. 2023. Energy consumption in house- holds. Á vefsetri Eurostat. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://ec.europa.eu/eurostat/statistics-explained/index.php?title=Energy_consumption_in_households Orkan sem nú er notuð í íbúðarbyggingum í ESB-ríkjunum er að mestum hluta gas (33,5%) og rafmagn (25,0%), en einnig er notast við olíu (9,5%) og kol (2,5%) auk annara orkukosta.8Eurostat. 2023. Energy consumption in house- holds. Á vefsetri Eurostat. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://ec.europa.eu/eurostat/statistics-explained/index.php?title=Energy_consumption_in_households

Í Noregi hafa verið teknar saman tölur um orkunotkun mismunandi bygginga eins og sjá má á mynd 2 sem byggð er á gögnum frá Enova (2017).8Enova. Á.á. Enovas byggstatistikk 2017. 48 bls. Á vefsetri Enova. Slóð að niðurhali (skoðað 30.11. 2024): https://www.enova.no/om-enova/om- organisasjonen/publikasjoner/ Í ljós kemur að orkunotkunin á fermetra er mest í matvöruverslunum. Þar er bæði mikil kæling og lýsing og byggingarnar eru í notkun allt árið. Skólabyggingarnar eru með eina minnstu notkun á fermetra á ári, líklega vegna þess að þær eru ekki í samfelldri notkun allt árið.88Enova. Á.á. Enovas byggstatistikk 2017. 48 bls. Á vefsetri Enova. Slóð að niðurhali (skoðað 30.11. 2024): https://www.enova.no/om-enova/om- organisasjonen/publikasjoner/Meðaltal heildarorkunotkunar íbúðarbygginga í Noregi á ári er 143 kWst/m2 í blokk og 166 kWst/m2 í sérbýli, miðað við loftslag í Ósló.

Á Íslandi eru um 90% íbúða kynt með jarðhita og um 10% með rafmagni, fjarhitaveitum eða olíukyndingu.9Orkusetur. 2024. Húshitun. Á.á. Á vefsetri Orkuseturs. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://orkusetur.is/hushitun/ Orku-notkun heimila á jarðhitasvæðum má skipta í tvo aðalflokka eftir því hvaða orka er nýtt, jarðhiti til upphitunar og heitavatnsnotkunar, og svo rafmagn til lýsingar, eldunar og tækjabúnaðar. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er ársnotkunin að meðaltali um 272 kWst/m2 af heitu vatni og 33 kWst/m2 af rafmagni, sem þýðir að á Íslandi nemur hlutfall orkunotkunar til upphitunar rýmis og öflunar heits vatns nálægt 90% allrar orkunotkunar í byggingum.9Orkusetur. 2024. Húshitun. Á.á. Á vefsetri Orkuseturs. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://orkusetur.is/hushitun/,10Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Á.á. Lífsferilsgreining (LCA) / Íslensk meðaltalsgildi. Á vefsetri HMS. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://hms.is/mannvirki/lifsferilsgreining/islensk- meðaltalsgildi-lca Almenn heimilisnotkun rafmagns, var 619 GWst árið 2022 án rafhitunar heimila, og með rafhitun 738 GWst.11Orkustofnun. 2023. Raforkunotkun á Íslandi 2020–2022. OS 2023-T-003-01. Á vefsetri OS. Slóð að niðurhali (skoðað 30.11. 2924): https://orkustofnun.is/upplysingar/talnaefni/raforka Heildar-jarðhitanotkun til hitunar heimila var sama ár um 4.192 GWst.12Orkustofnun. 2024. Varmanotkun á Íslandi 2022 eftir veitusvæðum. OS-2024-15. Á vefsetri OS. Slóð að niðurhali (skoðað 30.11. 2924): https://orkustofnun.is/upplysingar/talnaefni/varmi

LESA ALLA GREIN

HEIMILDIR
  • 1
    Sigríður Ósk Bjarnadóttir & Björn Marteinsson. 2022. Mat á kolefnislosun frá íslenskum bygg- ingariðnaði. Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 I. Byggjum grænni framtíð, Reykjavík. 18 bls. Á vefsetri verkefnisins. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://byggjumgraenniframtid.is/wp-content/uploads/2022/06/Vegvisir-ad-vistvaenni-mannvirkjagerd-I.-hluti.-Losun.pdf
  • 2
    Gevorgian, A., Pezzutto, S., Sambotti, S., Croce, S., Oberegger, U.F., Lollini, R., Kranzl, L. & Müller, A. 2021. European building stock analysis: A country by country descriptive and comparative analysis of the energy performance of buildings. Eurac research, Bolzano. 238 bls.
  • 3
    Matthías Ásgeirsson. 2023. Ávinningur af bættri orkunotkun eldri bygginga. VSÓ Ráðgjöf, Reykjavík. 30 bls.
  • 4
    International Energy Agency. 2021. Key world energy statistics 2021. Á vefsetri IEA. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://www.iea.org/reports/key- world-energy-statistics-2021
  • 5
    International Energy Agency. Á.á. Energy system: Buildings. Á vefsetri IEA. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://www.iea.org/energy-system/buildings
  • 6
    Eurostat. 2023. Energy consumption in house- holds. Á vefsetri Eurostat. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://ec.europa.eu/eurostat/statistics-explained/index.php?title=Energy_consumption_in_households
  • 7
    European Environment Agency. 2024. Greenhouse gas emissions from energy use in buildings in Europe. Á vefsetri EEA. Slóð: (sótt 30.11. 2024): https://www.eea.europa.eu/en/ analysis/indicators/greenhouse-gas-emissions- from-energy
  • 8
    Enova. Á.á. Enovas byggstatistikk 2017. 48 bls. Á vefsetri Enova. Slóð að niðurhali (skoðað 30.11. 2024): https://www.enova.no/om-enova/om- organisasjonen/publikasjoner/
  • 9
    Orkusetur. 2024. Húshitun. Á.á. Á vefsetri Orkuseturs. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://orkusetur.is/hushitun/
  • 10
    Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Á.á. Lífsferilsgreining (LCA) / Íslensk meðaltalsgildi. Á vefsetri HMS. Slóð (sótt 30.11. 2024): https://hms.is/mannvirki/lifsferilsgreining/islensk- meðaltalsgildi-lca
  • 11
    Orkustofnun. 2023. Raforkunotkun á Íslandi 2020–2022. OS 2023-T-003-01. Á vefsetri OS. Slóð að niðurhali (skoðað 30.11. 2924): https://orkustofnun.is/upplysingar/talnaefni/raforka
  • 12
    Orkustofnun. 2024. Varmanotkun á Íslandi 2022 eftir veitusvæðum. OS-2024-15. Á vefsetri OS. Slóð að niðurhali (skoðað 30.11. 2924): https://orkustofnun.is/upplysingar/talnaefni/varmi

Höfundar

  • Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir

    Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir (f.1979) lauk MS-prófi í umhverfis- og orkuverkfræði við Tækniháskólann í Þrándheimi (Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet) árið 2004 og doktorsprófi við sama skóla árið 2017. Doktorsverkefni hennar fjallaði um kolefnishlutlausar byggingar í Noregi. Hún hefur komið víða við og unnið meðal annars hjá SINTEF Community í Ósló 2011–2014, sem framkvæmdastjóri Grænni byggðar á Íslandi 2016–2021 og verið sérfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu 2021–2023. Þórhildur hefur unnið í mörgum ólíkum rannsóknarverkefnum á sviði orku- og umhverfismála í hinu byggða umhverfi, svo sem verkefninu HringRás, um þverfaglega samvinnu við innleiðingu hringrásarhagkerfis í byggingariðnaði og verkefninu Orkunotkun hönnuð og mæld, þar sem athuguð var mæld orkunotkun bygginga. [email protected]

  • Jónas Þór Snæbjörnsson

    Jónas Þór Snæbjörnsson (f. 1961) lauk meistaraprófi í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands 1985, MSCE- prófi við Washington-háskóla í Seattle, Bandaríkjunum, 1989 og doktorsprófi við Tækniháskólann í Þrándheimi 2002. Hann starfaði við Háskóla Íslands árin 1985–2009 sem sérfræðingur, fræðimaður, vísindamaður og aðjúnkt. Hann var prófessor við háskólann í Stavanger í Noregi 2009–2011 og Prófessor II við sama skóla frá 2013. Hann hefur verið prófessor við Háskólann í Reykjavík frá 2011. Eftir hann liggja yfir 100 rannsóknarafurðir á ýmsum sviðum verkfræðinnar. [email protected]

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24