Fjöldi stormmáfa í Eyjafirði vorið 2020

PDF Skjal

STORMMÁVSSTOFNINN hefur verið vaktaður í Eyjafirði frá árinu 1980. Þetta er eina stóra svæðið á landinu þar sem fylgst er skipulega með stofnbreytingum þessarar fuglategundar. Frá og með 1990 hefur verið talið á fimm ára fresti. Niðurstöður talninga 1980–2000 voru birtar í Náttúrufræðingnum árið 20041Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 2004. Vöktun stormmáfsstofnsins í Eyjafirði 1980–2000. Náttúrufræðingurinn 72(3–4). 144–154., árið 2013 fyrir 2005 og 20102Sverrir Thorstensen & Ævar Petersen 2013. Enn fjölgar stormmáfum í Eyjafirði. Náttúrufræðingurinn 83(3–4). 159–166. en fyrir árið 2015 komu þær út árið 2018.3Sverrir Thorstensen & Ævar Petersen 2018. Vöktun stormmáfa í Eyjafirði 2015. Náttúrufræðingurinn 88(3-4). 158–166. Hér er gerð grein fyrir niðurstöðum talningarinnar 2020, bæði fjölda para og dreifingu. Þá voru 975 stormmáfspör á vöktunarsvæðinu og hafa aldrei verið jafnmörg pör frá upphafi vöktunar árið 1980. Aukningin var fyrst og fremst á svæðinu norðanverðu. Stofnvaxtarferlinu frá 1980 til 2020 er best lýst með veldisvexti.

Inngangur

Áttunda skipulagða talningin á stormmáfum (Larus canus) í Eyjafirði (1. mynd) fór fram vorið 2020. Meginmarkmið þessara talninga er að fylgjast með breytingum á stærð og varpdreifingu stormmáfsstofnsins. Talið er að fjöldi varppara í Eyjafirði gefi dágóða hugmynd um breytingar á íslenska stofninum í heild enda er þar að finna verulegan hluta hans. Við útivinnu hafa ýmsar aðrar upplýsingar fylgt með, svo sem um varphætti, búsvæðaval og vísbendingar um þætti sem hafa áhrif á stofninn.

Fyrsta talningin, sem var landstalning, fór fram 1980 en frá og með árinu 1990 hefur verið talið á fimm ára fresti í Eyjafirði. Niðurstöðum fyrri talninga, fyrir tímabilið 1980 til 2015, hefur verið lýst áður.1Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 2004. Vöktun stormmáfsstofnsins í Eyjafirði 1980–2000. Náttúrufræðingurinn 72(3–4). 144–154.2Sverrir Thorstensen & Ævar Petersen 2013. Enn fjölgar stormmáfum í Eyjafirði. Náttúrufræðingurinn 83(3–4). 159–166.3Sverrir Thorstensen & Ævar Petersen 2018. Vöktun stormmáfa í Eyjafirði 2015. Náttúrufræðingurinn 88(3-4). 158–166. Talið er að stormmáfar hafi hafið varp á Íslandi í Eyjafirði kringum 1935.1Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 2004. Vöktun stormmáfsstofnsins í Eyjafirði 1980–2000. Náttúrufræðingurinn 72(3–4). 144–154.

Hér verður fjallað um niðurstöður talningarinnar 2020. Eins og fyrri ár var dreifing varpstofnsins skráð og gerð er grein fyrir fjölda para á sérhverjum skilgreindum varpstað.

Vöktunarsvæði

Vöktunarsvæði stormmáfa í Eyjafirði vorið 2020 var hið sama og öll talningarárin frá 1980. Það nær frá Ólafsfirði um Svarfaðardal, Hrísey og Árskógsströnd, Gálmaströnd, Hörgársveit, Akureyri og til syðsta bæjar í Eyjafjarðarsveit. Austan Eyjafjarðar var farið um Svalbarðsströnd, Kjálka, Höfðahverfi og rétt norður fyrir Grenivík (2. mynd).
Talningarsvæðið er alls 556 km2 að flatarmáli og nær upp að 200 m yfir sjávarmáli. Stormmáfar hafa sárasjaldan fundist verpandi hærra yfir sjó (ÆP & ST, óbirtar uppl.). Jafnan var tiltölulega auðvelt að skoða hin ýmsu svæði annaðhvort með kíki eða fjarsjá. Ef ástæða var til voru hentugir útsýnisstaðir leitaðir uppi til að fá sem besta yfirsýn.

 

2. mynd. Vöktunarsvæði stormmáfa í Eyjafirði vorið 2020. Heila línan sýnir 200 m y.s. og afmarkar talningarsvæðið. Ýmsir staðir sem koma fyrir í greininni eru nefndir. Rauðu punktarnir sýna hvar stormmáfar urpu árið 2020 en opnu hringirnir staði þar sem stormmáfar hafa orpið á fyrri árum. – The monitoring area for Common Gulls breeding in Eyjafjörður (N-Iceland) in spring 2020. The unbroken line indicates 200 m a.s. and also defines the study area. Some local names, mentioned in text, are shown. The red dots indicate sites where Common Gulls nested in 2020. Open circles are sites where the species has bred in earlier years.

2. mynd. Vöktunarsvæði stormmáfa í Eyjafirði vorið 2020. Heila línan sýnir 200 m y.s. og afmarkar talningarsvæðið. Ýmsir staðir sem koma fyrir í greininni eru nefndir. Rauðu punktarnir sýna hvar stormmáfar urpu árið 2020 en opnu hringirnir staði þar sem stormmáfar hafa orpið á fyrri árum. – The monitoring area for Common Gulls breeding in Eyjafjörður (N-Iceland) in spring 2020. The unbroken line indicates 200 m a.s. and also defines the study area. Some local names, mentioned in text, are shown. The red dots indicate sites where Common Gulls nested in 2020. Open circles are sites where the species has bred in earlier years.

 

Talningaraðferðir

Fuglar voru taldir þegar þeir voru nýbúnir að verpa eða voru um það bil að verpa. Talning fór að mestu fram dagana 21.–25. maí 2020 en óshólmar Eyjafjarðarár voru þó skoðaðir dagana 26. maí til 2. júní samhliða talningu annarra fuglategunda á því svæði.4Sunna B. Ragnarsdóttir, Sverrir Thorstensen & Sigmar Metúsalemsson 2021. Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár 2020. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ-01001), Garðabæ. 62 bls. Árið 2020 voraði seint, sérstaklega við utanverðan Eyjafjörð. Fyrst var talið í Hrísey 19. maí en þá voru ennþá snjóskaflar víða. Um 40 fuglar sáust í eynni en engir á líklegum varpstöðum og var varp greinilega ekki hafið. Stormmáfar voru þess vegna taldir aftur 11. júní og reyndust þá vera 146 fuglar í varpi. Í Ólafsfjörð var farið 24. maí en þá var ennþá ansi vetrarlegt. Snjóa hafði varla leyst og mýrar innan Ólafsfjarðarvatns voru allar á floti. Því var farið aftur 30. maí en í hvorugt skiptið sáust stormmáfar í varpi.

Oftast var unnt að telja fugla sem voru greinilega á hreiðri eða óðalsbundnir. Stundum var aðeins einn fugl að sjá en í öðrum tilfellum var makinn einnig á verði nærri. Af 32 stöðum þar sem aðeins var eitt par var stakur fugl á fimm stöðum (16%) en par á 27 (84%). Þar sem mörg pör voru á sama varpstað var yfirleitt erfiðara að greina með fullvissu hvert par fyrir sig svo taldir voru annars vegar fuglar á hreiðri og hinsvegar allir fuglar á varpstöðunum.

Í Hrísey er varpkjörlendi þannig að ekki er hægt að sjá alla fugla á hreiðri úr fjarlægð. Þeir voru því fældir upp til talningar. Ennfremur var ekki hægt að komast á auðveldan hátt út í sjö austustu hólma Eyjafjarðarár norðan við gamla þjóðveg vegna vatnavaxta (sjá bls. 14 í skýrslu um fuglalíf í óshólmunum4Sunna B. Ragnarsdóttir, Sverrir Thorstensen & Sigmar Metúsalemsson 2021. Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár 2020. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ-01001), Garðabæ. 62 bls. en hæglega mátti telja úr brekku austan óshólmanna.

Höfundar gera sér grein fyrir að skilgreining á einstökum varpstöðum er að vissu leyti háð mati. Skilgreindir varpstaðir voru misstórir en yfirleitt ljóst hvað var eitt og sama varpið. Pör í sama varpi voru vanalega skammt frá öðrum varppörum og yfirleitt langt á milli skilgreindra varpstaða. Til að lýsa staðsetningu varpstaða var oftast notast við næstu bæi frekar en eignarhald jarða, eða landfræðileg mörk, svo sem hólma og eyrar. Helstu undantekningar eru óshólmar Eyjafjarðarár og Krossanesborgir sem voru sérstaklega skilgreind sem heildir. Ástæðan er sú að fuglar hafa verið taldir á þessum svæðum með vissu millibili fyrir Akureyrarbæ, Eyjafjarðarsveit og ISAVIA.4Sunna B. Ragnarsdóttir, Sverrir Thorstensen & Sigmar Metúsalemsson 2021. Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár 2020. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ-01001), Garðabæ. 62 bls.5Sverrir Thorstensen & Þorsteinn Þorsteinsson 2018. Fuglalíf Krossanesborga sumarið 2018. Könnun gerð að beiðni Umhverfis- og mannvirkjanefndar Akureyrar. Akureyri. 38 bls. Áður skilgreindir varpstaðir eru þeir sömu og í fyrri greinum um fjölda og dreifingu stormmáfa í Eyjafirði. Á fyrstu árum fuglarannsókna í óshólmum Eyjafjarðarár voru hólmarnir númeraðir til að auðvelda skráningar en flestir þeirra eru nafnlausir.6Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 2001. Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ-01013), Garðabæ. 67 bls.

3. mynd. Varpdreifing stormmáfa í Eyjafirði vorið 2020 og stærð einstakra varpa. – Distribution and numbers of breeding Common Gulls in the Eyjafjörður monitoring area in spring 2020.

3. mynd. Varpdreifing stormmáfa í Eyjafirði vorið 2020 og stærð einstakra varpa. – Distribution and numbers of breeding Common Gulls in the Eyjafjörður monitoring area in spring 2020.

Til að geta lýst nánar breytingum stormmáfsstofnsins milli ára var vöktunarsvæðinu í heild skipt í tvennt, norður- og suðursvæði. Mörkin milli svæðanna liggja um Glæsibæ í Hörgársveit vestan fjarðar og Svalbarðseyri á Svalbarðsströnd austan fjarðar. Upphaflega voru mörkin dregin þar sem helmingur varppara var sunnan þeirra og hinn helmingurinn norðan.

Við lýsingu á varpframvindu var vöktunarsvæðinu skipt í tíu minni svæði. Svæðin voru fyrst og fremst skilgreind miðað við legu í landinu.

Þegar fuglar frekar en hreiður voru taldir á varpstað vegna staðsetningar varpa, og þar sem heppilegara var að telja úr fjarlægð til að forðast truflun, var notaður stuðullinn 0,61 til að nálgast fjölda varppara. Hann er sá sami og notaður hefur verið fyrir hettumáfa (Larus ridibundus).7Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 1993. Hettumáfsvörp í Eyjafirði 1990. Bliki 13. 45–59 Þessi stuðull er nánast sá sami og fundinn hefur verið við skipulegar talningar á stórum máfum, sílamáfum (Larus fuscus), silfurmáfum (L. argentatus) og svartbökum (L. marinus).8Ævar Petersen 2009. Formation of a bird community on a new island, Surtsey, Iceland. Surtsey Research 12. 133–148. Óbirtar frumniðurstöður benda til að svipaður stuðull eigi við um stormmáfa en áður en hægt er að slá því föstu þarf fleiri talningar á fjölda hreiðra og fjölda fugla á sama varpstað á sama tíma. Þær talningar þurfa að fara fram þegar varp er hafið hjá öllum varppörum og áður en egg klekjast. Eftir að ungar eru komnir úr eggi er oft aðeins einn fugl á varpstað og hinn í ætisleit. Eftir að ungar eru orðnir stálpaðir og komnir á flug hverfa stormmáfar fljótt frá varpstöðum sínum. Því verður að gæta þess við stormmáfstalningar að vera ekki seinna á ferð en u.þ.b. eftir miðjan júní. Varpframvinda var áætluð með því að bera saman fjölda fugla og fjölda fugla á hreiðri á hverjum varpstað fyrir sig.

Niðurstöður
Varpdreifing

Í talningunni 2020 voru skoðaðir allir staðir sem vitað er að stormmáfar hafa orpið á frá árinu 1980, alls 165. Þar að auki var leitað að stormmáfum á öðrum líklegum varpstöðum. Að þessu sinni fundust stormmáfar verpandi á 97 stöðum og þar af voru 26 nýir. Þetta er hæsta hlutfall nýrra varpstaða (27%) frá því talningar hófust árið 1980. Eftir talninguna 2020 er heildarfjöldi þekktra varpstaða í Eyjafirði því kominn í 191. Niðurstöður allra talninga er að finna í viðauka, einnig úr fyrri talningum.

Á 11 af nýju stöðunum 26 voru stök pör (42%) en flest 19 á einum stað, við Neðri-Rauðalæk í Hörgárdal. Vorið 2020 hófu stormmáfar að verpa aftur á níu stöðum þar sem engir fuglar voru í síðustu heildartalningu árið 2015 en höfðu orpið enn fyrr. Á hinn bóginn voru engir stormmáfar verpandi vorið 2020 á 24 stöðum (35%) af þeim 68 þar sem stormmáfa var að finna árið 2015.

Varpdreifing og stærð varpa á vöktunarsvæðinu 2020 eru sýnd á 3. mynd.

Vorið 2020 urpu stormmáfar á alls 97 stöðum og var fjöldi para á hverjum stað frá einu upp í 96. Flest voru pörin í móum neðan við Engihlíð á Árskógsströnd. Fyrst er vitað um stormmáfa verpandi á þeim stað árið 2005, þá 9 pör, en ekkert par 2010 og 2015, sjá viðauka. Á næstfjölsetnasta staðnum 2020, í óshólmum Eyjafjarðarár norðan gamla þjóðvegar, töldust 94 pör, og voru þau dreifð um 16 hólma, frá einu pari upp í 20 í einstökum hólmum. Flest pör voru í Tvíhólma (hólma nr. 32) en næstflest, 14, í Þinghólma (hólma nr. 30) og allt niður í stök pör (í hólmum nr. 7 og 8).4Sunna B. Ragnarsdóttir, Sverrir Thorstensen & Sigmar Metúsalemsson 2021. Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár 2020. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ-01001), Garðabæ. 62 bls.

4. mynd. Úr Hrísey á Eyjafirði. Myndin er tekin til austurs við Hólmatjörn austan flugbrautar. Langflestir stormmáfar í eynni 2020 urpu í hallanum í fjarska. Þar er landið hólótt svo erfitt var að telja nákvæman fjölda fugla á hreiðri. Því voru fuglarnir fældir upp og fjöldi þeirra talinn. Snævi þakin Látraströnd er í baksýn. Fuglarnir á og við tjörnina eru æðarfuglar (<i>Somateria mollissima</i>), flestir blikar. – From the island of Hrísey in Eyjafjörður (N-Iceland). The photo shows the moorland slope where most of the Common Gulls bred on the island. The land is uneven and detailed count of the numbers of birds on nest is difficult from distance. Therefore the birds were flushed up for counting. The snowy Látraströnd, the east coast of Eyjafjörður, in distance. The birds on and at the pond are Common Eiders (<i>Somateria mollissima</i>), mostly males. Ljósm./Photo: Sverrir Thorstensen, 26.5. 2014.

4. mynd. Úr Hrísey á Eyjafirði. Myndin er tekin til austurs við Hólmatjörn austan flugbrautar. Langflestir stormmáfar í eynni 2020 urpu í hallanum í fjarska. Þar er landið hólótt svo erfitt var að telja nákvæman fjölda fugla á hreiðri. Því voru fuglarnir fældir upp og fjöldi þeirra talinn. Snævi þakin Látraströnd er í baksýn. Fuglarnir á og við tjörnina eru æðarfuglar (Somateria mollissima), flestir blikar. – From the island of Hrísey in Eyjafjörður (N-Iceland). The photo shows the moorland slope where most of the Common Gulls bred on the island. The land is uneven and detailed count of the numbers of birds on nest is difficult from distance. Therefore the birds were flushed up for counting. The snowy Látraströnd, the east coast of Eyjafjörður, in distance. The birds on and at the pond are Common Eiders (Somateria mollissima), mostly males. Ljósm./Photo: Sverrir Thorstensen, 26.5. 2014.

Þriðji fjölsetnasti staðurinn í Eyjafirði var Hrísey með 87 pör (4. mynd).

Stormmáfar hafa notað nokkra varpstaði öll talningarárin frá 1980. Það eru Hrísey, Akureyrarflugvöllur, óshólmar Eyjafjarðarár norðan gamla þjóðvegar, eyrar við Munkaþverá, Þveráreyrar og óshólmar Fnjóskár (5. mynd).

Þá hafa ýmsir staðir verið notaðir nánast öll talningarárin en varp fallið niður í eitt eða tvö skipti. Þetta eru Bringa, Stokkahlaðir og Kroppur í Eyjafjarðarsveit, Gáseyri, Búðareyri og Hörgá hjá Skipalóni í Hörgársveit og Hrísar við Dalvík.

5. mynd. Óshólmar Fnjóskár þegar stormmáfstalning fór þar fram vorið 2020. Hólmarnir hýstu eitt af stærstu stormmáfsvörpum á svæðinu, 35 pör. Þessi staður er einn af sex skilgreindum varpstöðum stormmáfa í Eyjafirði sem hafa verið notaðir öll talningarárin frá 1980. – The delta area of river Fnjóská in Eyjafjörður (N-Iceland). The photo was taken during the Common Gull monitoring in spring 2020 when 35 pairs of Common Gulls were found breeding. This location is one of six sites that have been used by breeding Common Gulls every year of monitoring since 1980. Ljósm./Photo: Sverrir Thorstensen, 21.5. 2020.

5. mynd. Óshólmar Fnjóskár þegar stormmáfstalning fór þar fram vorið 2020. Hólmarnir hýstu eitt af stærstu stormmáfsvörpum á svæðinu, 35 pör. Þessi staður er einn af sex skilgreindum varpstöðum stormmáfa í Eyjafirði sem hafa verið notaðir öll talningarárin frá 1980. – The delta area of river Fnjóská in Eyjafjörður (N-Iceland). The photo was taken during the Common Gull monitoring in spring 2020 when 35 pairs of Common Gulls were found breeding. This location is one of six sites that have been used by breeding Common Gulls every year of monitoring since 1980. Ljósm./Photo: Sverrir Thorstensen, 21.5. 2020.

Fjöldi varppara

Fljótlega eftir að talningar hófust 2020 varð ljóst að stormmáfum hafði fjölgað mjög frá síðustu heildartalningu árið 2015. Vorið 2020 voru fleiri stormmáfspör verpandi í Eyjafirði en nokkru sinni síðan í fyrstu talningu árið 1980. Alls fundust 975 varppör, eða 57% fleiri en í síðustu heildartalningu 2015. Þetta er að meðaltali 9,4% aukning á ári. Árið 2015 voru reyndar 6% færri pör en í talningunni þar á undan, árið 2010. Tölur fyrir hvern varpstað fyrir sig er að finna í viðauka ásamt öllum upplýsingum úr fyrri talningum.

Fimm hin stærstu af nýju vörpunum 26 voru dreifð um utanvert athugunarsvæðið við eftirtalda bæi beggja vegna Eyjafjarðar: Neðri-Rauðalæk í Hörgárdal (19 pör), Bárðartjörn í Höfðahverfi (18), Uppsali í Svarfaðardal (17), Glæsibæ í Hörgársveit (10) og Hallland á Svalbarðsströnd (10). Á fimm stöðum voru tvö til níu pör og eitt par á 16 stöðum.

Stormmáfsstofninn í Eyjafirði heldur áfram að stækka. Hann hefur verið í nær stöðugri aukningu frá árinu 1980 þegar fyrsta heildartalningin fór fram (6. mynd). Niðurstöður benda eindregið til þess að fjölgunin fylgi veldisvexti. Aðhvarf (R2-gildi) er hærra en ef vöxtur væri línulegur (0,93).

Framvinda varps

Til að skoða framvindu varps var fjöldi fugla á varpstöðum (1.340) borinn saman við fjölda fugla á hreiðri (493) á sömu stöðum. Sé reiknað með tveimur fuglum við hvert hreiður voru 74% para komin með hreiður, fuglarnir a.m.k. ekki fullorpnir og farnir að liggja á. Varp var greinilega langt komið á vöktunarsvæðinu en ekki alls staðar jafnlangt.

Vöktunarsvæðinu var skipt upp í tíu minni svæði til að leita eftir breytileika í varptíma innan heildarsvæðisins. Í flestum tilvikum féllu undirsvæðin í nokkuð vel aðskildar landfræðilegar einingar. Austan Eyjafjarðar voru tvö undirsvæði, Höfðahverfi og Svalbarðsströnd. Eyjafjarðarsveit var tekin sem ein heild, að undanteknum óshólmum Eyjafjarðarár norðan gamla þjóðvegar og Staðarey sem liggur að stærstum hluta sunnan vegar. Óshólmunum var haldið sér, ekki síst vegna þess að þar var talið ívið seinna (28. maí til 2. júní) en á hinum svæðunum (21. til 25. maí). Vestan Eyjafjarðar var vöktunarsvæðinu skipt í fimm undirsvæði: Akureyri norður til Hörgár, Hörgárdalur, Gálmaströnd, Árskógsströnd og Svarfaðardalur. Í Hrísey voru aðeins fuglar taldir og í hluta af óshólmunum og á Akureyrarflugvelli voru hreiður talin en ekki fuglar. Þessir staðir voru því ekki teknir með í útreikningum.

Niðurstöður eru teknar saman í 1. töflu. Í ljós kemur að norðan Akureyrar beggja vegna fjarðar var varp alls staðar komið álíka langt, þar sem 40–44% af heildarfjölda fugla voru komnir með hreiður.

Þegar komið var inn fyrir Akureyri var niðurstaðan önnur. Inni í Eyjafjarðarsveit var varp komið langstyst, aðeins 21% fuglanna með hreiður, eða helmingur þess sem var utan Akureyrar. Í Staðarey sunnan gamla þjóðvegar yfir óshólmana var varpið komið nokkru lengra (37%), þó ekki fyllilega eins langt og norðan Akureyrar (40–44%). Varp var lengst komið í óshólmum Eyjafjarðarár norðan gamla þjóðvegar (58%) en þar var líka talið nokkru seinna en á hinum svæðunum, sbr. 1. töflu. Á Akureyrarflugvelli virtust stormmáfar fullorpnir (meðaltal 2,9 egg í hreiðri) og einnig í óshólmunum (meðaltal 2,7 egg).4Sunna B. Ragnarsdóttir, Sverrir Thorstensen & Sigmar Metúsalemsson 2021. Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár 2020. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ-01001), Garðabæ. 62 bls. Flest hreiðrin voru með þremur eggjum sem er algengasti eggjafjöldi í hreiðri hjá stormmáfum (7. mynd).

7. mynd. Fjöldi eggja (urpt) er oftast þrjú í stormmáfshreiðrum. Hér er stormmáfsungi í hreiðri, nýkominn úr eggi, og tvö egg með götum. Í óshólmum Eyjafjarðarár (Tvíhólma). – A Common Gull chick in nest at Eyjafjörður (N-Iceland), still wet after hatching, together with two eggs about to hatch. Ljósm/Photo: Eyþór Ingi Jónsson, 2.6. 2020.

7. mynd. Fjöldi eggja (urpt) er oftast þrjú í stormmáfshreiðrum. Hér er stormmáfsungi í hreiðri, nýkominn úr eggi, og tvö egg með götum. Í óshólmum Eyjafjarðarár (Tvíhólma). – A Common Gull chick in nest at Eyjafjörður (N-Iceland), still wet after hatching, together with two eggs about to hatch. Ljósm/Photo: Eyþór Ingi Jónsson, 2.6. 2020.

Umræða

Stormmáfur er nýlegur varpfugl hér á landi. Fyrsta hreiðrið fannst árið 19559 en þó er talið næsta víst að tegundin hafi orpið hér fyrst um 1935.1Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 2004. Vöktun stormmáfsstofnsins í Eyjafirði 1980–2000. Náttúrufræðingurinn 72(3–4). 144–154. Í Evrópu er heildarstofn stormmáfa talinn vera um 2,25 milljónir varppara samkvæmt nýjustu samantekt.10BirdLife International 2021. European Red List of Birds. European Union, Luxembourg. 51 bls. Íslenski stofninn er nú á annað þúsund varppör (talinn vera 880 pör árið 20153) og telst sáralítill í evrópsku samhengi. Langflest stormmáfspör á Íslandi verpa í Eyjafirði. Tegundin hefur þó verið að sækja í sig veðrið annars staðar á landinu, bæði með mörgum nýjum varpstöðum, svo sem í Dalasýslu og Núpasveit, eða fjölgun varppara á eldri varpstöðvum, svo sem í Blönduhlíð í Skagafirði (ÆP & ST, óbirtar uppl.). Með sama stofnvexti má búast við um 1.250 varppörum á talningarsvæðinu í Eyjafirði árið 2025 þegar næsta heildartalning er ráðgerð.

Sú breyting hefur helst orðið í Eyjafirði frá árinu 2015 að hlutfallslega fleiri stormmáfar urpu á norðurhluta vöktunarsvæðisins (norðan línu milli Glæsibæjar og Svalbarðseyrar) 2020, eða 59% heildarstofnsins. Aðeins einu sinni áður (árið 1980) urpu hlutfallslega jafnmargir á norðursvæðinu (60%) en þá var fjöldi para þar margfalt minni, eða 67 pör á móti 578 árið 2020. Fjöldi para á norðursvæðinu rúmlega tvöfaldaðist frá 2015 þegar hann var 265 pör. Aukningin var margfalt minni á suðursvæðinu, frá 357 pörum 2015 í 397 árið 2020, eða aðeins 11%. Þar urðu litlar breytingar á einstökum stöðum þar sem mörg pör voru fyrir en þó voru á því undantekningar. Helstu breytingar urðu á Þveráreyrum, við Munkaþverá og í Krossanesborgum (fækkun) og í Staðarey, við Kropp í Eyjafjarðarsveit og Fossbrekku á Svalbarðsströnd (fjölgun), sjá viðauka.

6. mynd. Framvinda stormmáfsstofnsins í Eyjafirði frá 1980 til 2020 hefur fylgt veldisvexti. Aðhvarf kúrfunnar er mjög gott eins og sést á R2-gildi á línuritinu en einnig er gefin upp jafna fyrir línuferlin.-The progress of the Common Gull population in Eyjafjörður (N-Iceland) 1980-2020 follows an exponential growth. The gregression is very good, as shown by the R2-value on the graph. The formula for the line is also shown.

6. mynd. Framvinda stormmáfsstofnsins í Eyjafirði frá 1980 til 2020 hefur fylgt veldisvexti. Aðhvarf kúrfunnar er mjög gott eins og sést á R2-gildi á línuritinu en einnig er gefin upp jafna fyrir línuferlin.-The progress of the Common Gull population in Eyjafjörður (N-Iceland) 1980-2020 follows an exponential growth. The gregression is very good, as shown by the R2-value on the graph. The formula for the line is also shown.

Uppruni nýrra varpfugla á norðursvæðinu er óþekktur. Þeir gætu verið fuglar úr nýliðun fyrri ára á vöktunarsvæðinu í heild eða fuglar upprunnir utan Eyjafjarðar, nema hvort tveggja eigi við. Litlar breytingar urðu á heildina litið á suðursvæðinu. Því kemur síður til greina að varpfuglar hafi flutt sig þaðan og norður nema þar hafi orðið óvenjumikil aukning milli áranna 2015 og 2020 og hluti þeirra fugla flutt sig á norðursvæðið.

Sextán nýir varpstaðir bættust við árið 2020 á suðursvæðinu en 10 á norðursvæðinu. Kom á óvart að nýir staðir voru fleiri á suðursvæðinu en því nyrðra. Miðað við fjölgun varppara hefði mátt búast við gagnstæðri niðurstöðu. Í stað þess að nýir staðir bættust við á norðursvæðinu drógu þegar fjölsetnir staðir til sín flest viðbótarpör. Þó fækkaði á einum stað, við Urðir-Hól í Svarfaðardal, og engin breyting varð við Arnarnes á Gálmaströnd. Stærsta varpið 2020 var í móunum neðan við Engihlíð á Árskógsströnd.

1. tafla. Framvinda stormmáfsvarps á vöktunarsvæðinu í Eyjafirði eftir undirsvæðum, byggt á fjölda fugla á hreiðri í samanburði við heildarfjölda fugla á hverju undirsvæði fyrir sig. Í töflunni eru ekki með: (1) hluti af óshólmum norðan þjóðvegar, (2) Akureyrarflugvöllur þar sem aðeins hreiður voru talin og (3) Hrísey þar sem einungis fuglar voru taldir. – Advancement of breeding by Common Gulls at ten sub-areas in the Eyjafjörður monitoring region. Three sub-areas were not included in the table: (1) parts of the delta area (óshólmar), (2) the Akureyri airport area where only nests were counted, and (3) the island of Hrísey, where only total number of birds were censused.
Svæði
Sub-area
Fj. á hr.
Nos on nest
Fj. fugla
Total no. of birds
%Dags. talningar
Census date
Höfðahverfi451094121.5.
Svalbarðsströnd31774021.–22.5.
Óshólmar Eyjafjarðarár N gamla þjóðvegar28485828.5.
Eyjafjarðarsveit (nema Staðarey og óshólmar)592832122.5.
Staðarey31833722.5.
Akureyri-Hörgá631444423.5.
Hörgárdalur20484223.5.
Gálmaströnd24574224.5.
Árskógsströnd801924225.5.
Svarfaðardalur1112634225.5.
Ástæður breytinga á stofni og varpdreifingu

Ástæður fyrir breytingum á fjölda stormmáfa milli talningarára geta verið ýmsar. Þær eru að mestu óþekktar enda hafa rannsóknir okkar ekki beinst sérstaklega að þeim. Orsakirnar geta verið mismunandi og til að fá betri þekkingu á tilfærslum þarf hnitmiðari rannsóknir á nokkrum stöðum. Þó má nefna nokkur atriði sem blasa við:

Stormmáfum fjölgaði verulega í Staðarey sunnan gamla þjóðvegar yfir óshólma Eyjafjarðarár. Mögulega hefur hluti fuglanna komið frá Þveráreyrum skammt sunnan Staðareyjar þar sem stormmáfum stórfækkaði, en á sama tíma varð engin breyting á fjölda varppara norðan gamla þjóðvegar. Samdráttur varð einnig mikill við Munkaþverá innar í Eyjafjarðarsveit. Á báðum þessum stöðum hefur verið stundað malarnám til margra ára og kann það að hafa valdið tilfærslum.3Sverrir Thorstensen & Ævar Petersen 2018. Vöktun stormmáfa í Eyjafirði 2015. Náttúrufræðingurinn 88(3-4). 158–166.

Samt er áberandi hve margir stormmáfar verpa í malarnámunum og við þær. Makar sem eru ekki á hreiðri hafa greinilega þörf fyrir að finna sér útsýnisstaði og malarbingir virðast henta þeim vel (sjá 1. mynd). Sem dæmi má nefna bingi neðan við Neðri-Rauðalæk í Hörgárdal, milli Tréstaða og Hlaða í Hörgársveit, og á áðurnefndum Þveráreyrum og Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit. Búast má við að truflun sé töluverð á slíkum stöðum þótt hún geti verið mismunandi eftir árstíma og árum. Stormmáfar þola líklega ónæði að vissu marki, svo framarlega sem þeir eru ekki beinlínis áreittir.

Verulegar breytingar hafa orðið á útbreiðslu stormmáfa í friðlandinu í Krossanesborgum. Þar voru 20 pör 2015, eitt par 2018 og þrjú árið 2020.5Sverrir Thorstensen & Þorsteinn Þorsteinsson 2018. Fuglalíf Krossanesborga sumarið 2018. Könnun gerð að beiðni Umhverfis- og mannvirkjanefndar Akureyrar. Akureyri. 38 bls.3Sverrir Thorstensen & Ævar Petersen 2018. Vöktun stormmáfa í Eyjafirði 2015. Náttúrufræðingurinn 88(3-4). 158–166. Umferð gangandi fólks hefur stóraukist á svæðinu síðustu tíu ár (Jón Birgir Gunnlaugsson, umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar, tölvupóstur nóv. 2021). Afleiðingin hefur orðið sú að stormmáfar, sílamáfar og silfurmáfar hafa fælst burtu frá gönguleiðum. Stóru máfarnir, sílamáfur og silfurmáfur, verpa nú í jaðri friðlandsins og skammt utan þess en stormmáfar eru nánast horfnir af þessum slóðum.

Nýtt varp var rétt sunnan við Glæsibæ norðan Akureyrar. Þar urpu stormmáfar fyrst árið 2019 (Ríkarður Hafdal, Glæsibæ, munnl. uppl. 23.5. 2020). Það hverfur þó að líkindum á næstu árum því þetta landsvæði hefur verið skipulagt sem byggingarsvæði og eru hús þegar farin að rísa. Varpsvæðinu verður því raskað og fuglarnir þurfa að færa sig (8. mynd). Breytingar af völdum manna, svo sem byggingar, vegagerð og skógrækt, geta valdið tilfærslum á varpfuglum. Slíkar athafnir mannsins hafa vissulega áhrif á útbreiðslu fugla og einnig fjölda þeirra, nema þeim takist að koma sér fyrir annars staðar. Stundum finnast þó engar augljósar ástæður fyrir tilflutningum fugla milli varpstaða.

Það vekur athygli að engin aukning varð í óshólmum Eyjafjarðarár norðan gamla þjóðvegar milli áranna 2015 og 2020 þrátt fyrir mikla fjölgun para á vöktunarsvæðinu í Eyjafirði í heild. Þar voru 94 pör bæði árin. Þetta svæði verður fyrir lítilli sem engri truflun á varptíma. Árið 2000 voru varppörin dreifð þvert yfir óshólmana utarlega.6Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 2001. Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ-01013), Garðabæ. 67 bls. Árið 2020 urpu stormmáfarnir hins vegar nær allir í hólmunum á austurhluta svæðisins, en farið var að bera á þessu útbreiðslumynstri þegar árið 2010.2Sverrir Thorstensen & Ævar Petersen 2013. Enn fjölgar stormmáfum í Eyjafirði. Náttúrufræðingurinn 83(3–4). 159–166. Vorið 2020 var óshólmasvæðið norðan gamla þjóðvegar mjög blautt. Stormmáfar urpu á nánast öllum þurrum svæðum í hólmunum. Útbreiðsla, svo og stofnbreytingar, geta stjórnast af fleiri umhverfisþáttum en vatnafari. Með stofnvöktun fást upplýsingar um framvindu einstakra varpa þótt ekki sé vitað um hvaða einstaklinga er að ræða. Upplýsingar um fastheldni fugla á varpstaði fást einungis með merkingum, sem vantar sárlega.

8. mynd. Úr stormmáfsvarpinu sunnan við Glæsibæ í Hörgársveit. Nokkrir stormmáfar sjást á flugi. Mikil skógrækt er á svæðinu. – From the Common Gull nesting area south of Glæsibær farm in Eyjafjörður (N-Iceland). Ljósm./Photo: Sverrir Thorstensen, 19.6. 2021.

8. mynd. Úr stormmáfsvarpinu sunnan við Glæsibæ í Hörgársveit. Nokkrir stormmáfar sjást á flugi. Mikil skógrækt er á svæðinu. – From the Common Gull nesting area south of Glæsibær farm in Eyjafjörður (N-Iceland). Ljósm./Photo: Sverrir Thorstensen, 19.6. 2021.

 

Varpframvinda

Niðurstöður benda til að varptími stormmáfa á vöktunarsvæðinu í Eyjafirði sé ekki alls staðar sá sami. Fuglarnir virðast verpa mun seinna inni í Eyjafjarðarsveit en utar með firðinum en nákvæmar tímasetningar eru þó ekki fyrir hendi. Erfitt er á þessu stigi að greina hverjar eru ástæður fyrir seinna varpi inni í Eyjafirði. Rétt fæðuskilyrði fyrir stormmáfa kunna að vera seinna á ferðinni en út með firðinum. Nánari greining á því hvenær varp hefst á mismunandi svæðum í Eyjafirði þarf að fara fram til þess að unnt verði að átta sig betur á ástæðum fyrir þessum mun.

Summary
Numbers of Common Gulls (Larus canus) in Eyjafjörður, N-Iceland, in 2020

Common Gulls (Figs 1 & 7) are relatively new breeders in Iceland, expected to have started nesting around 1935, although the first nest was not found until 1955. The principal nesting area is in the Eyjafjörður region, North-Iceland (Fig. 2), where the breeding population has been monitored since 1980, every fifth year since 1990.

Breeding distribution and numbers at each location during the most recent census, in 2020, are shown in Fig. 3. Details for each breeding site are given in the Appendix, also the results from earlier censuses. Three of the breeding locations are shown in Figs 4, 5 and 8.

In 2015 known breeding sites since 1980 were 165 although only but few have been used in all the census years. New sites in 2020 were 26, which means the total number of known sites increased to 191.

In 2020 the population in the monitoring area was 975 pairs, 57% increase since the second most recent census in 2015, or on average 9.4% annually. Never have there been as many breeding pairs as in 2020. The expansion through the years has followed an exponential curve (Fig. 6).

Comparing numbers of breeders and numbers of birds on nest, 74% of the pairs had a nest, or at least had not started incubation. However, it became clear that the timing of breeding varied somewhat between sub-areas. In this analysis, the monitoring area was divided into ten sub-areas (Tab. 1). Breeding was similarly progressed in the northernmost parts on both sides of the fjord. However, breeding was much less advanced in the innermost part of the monitoring area. The reasons for this discrepancy are unknown and need to be corroborated by monitoring a sample of nests in different sub-areas.

Þakkir

Þorsteinn Þorsteinsson taldi stormmáfana í Hrísey. Ketill Þór Thorstensen, Snævarr Örn Georgsson og Sunna Björk Ragnarsdóttir tóku þátt í talningum. Anette Theresia Meier gerði kortin. Þeim er öllum þakkað kærlega fyrir framlag sitt.

HEIMILDIR
 • 1
  Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 2004. Vöktun stormmáfsstofnsins í Eyjafirði 1980–2000. Náttúrufræðingurinn 72(3–4). 144–154.
 • 2
  Sverrir Thorstensen & Ævar Petersen 2013. Enn fjölgar stormmáfum í Eyjafirði. Náttúrufræðingurinn 83(3–4). 159–166.
 • 3
  Sverrir Thorstensen & Ævar Petersen 2018. Vöktun stormmáfa í Eyjafirði 2015. Náttúrufræðingurinn 88(3-4). 158–166.
 • 4
  Sunna B. Ragnarsdóttir, Sverrir Thorstensen & Sigmar Metúsalemsson 2021. Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár 2020. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ-01001), Garðabæ. 62 bls.
 • 5
  Sverrir Thorstensen & Þorsteinn Þorsteinsson 2018. Fuglalíf Krossanesborga sumarið 2018. Könnun gerð að beiðni Umhverfis- og mannvirkjanefndar Akureyrar. Akureyri. 38 bls.
 • 6
  Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 2001. Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ-01013), Garðabæ. 67 bls.
 • 7
  Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 1993. Hettumáfsvörp í Eyjafirði 1990. Bliki 13. 45–59
 • 8
  Ævar Petersen 2009. Formation of a bird community on a new island, Surtsey, Iceland. Surtsey Research 12. 133–148.
 • 10
  BirdLife International 2021. European Red List of Birds. European Union, Luxembourg. 51 bls.

Höfundar

 • Ævar Petersen

  Ævar Petersen (f. 1948) lauk BS-Honours-prófi í dýrafræði frá Aberdeen-háskóla í Skotlandi 1973 og doktorsprófi í fuglafræði frá Oxford-háskóla á Englandi 1981. Ævar er nú á eftirlaunum.

  [email protected] Petersen Ævar
 • Eythor Ingi Jónsson

  Eyþór Ingi Jónsson (f. 1973) nam kirkjutónlist og síðar orgeleinleik við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð 1999–2007. Starfar sem organisti Akureyrarkirkju og náttúruljósmyndari. Eyþór hefur aðstoðað við fuglamerkingar, talningar og rannsóknir sl. 10 ár.

  [email protected] Jónsson Eyþór Ingi
 • Sverrir Thorstensen

  Sverrir Thorstensen (f. 1949) lauk kennaraprófi 1970. Hann var kennari og skólastjóri í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði og síðan kennari í Glerárskóla á Akureyri en er nú á eftirlaunum. Sverrir hefur stundað merkingar og rannsóknir á fuglum frá árinu 1979.

  [email protected] Thorstensen Sverrir

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24