• Helgi Hallgrímsson

    Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að mennt. Helgi var forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á Akureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis – tímarits um náttúrufræði og náttúruvernd – í 15 ár. Hann hefur mest fengist við rannsóknir á íslenskum sveppum og vatnalífi og ritað bækur um þau efni; Veröldina í vatninu (1979, 1980), Sveppabókina (2000) og Vallarstjörnur, einkennisplöntur Austurlands (2017) auk tveggja bóka um heimahaga sína: Lagarfljót (2005) og Fljótsdal (2016). Helgi er búsettur á Egilsstöðum og fæst við ritstörf og grúsk.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24