Vöktun svifdýra í Þingvallavatni 2007-2016

PDF Skjal

Í þessari grein er fjallað um vöktun sem staðið hefur yfir frá árinu 2007 á lífríki og vatnsgæðum í vatnsbol Þingvallavatns (1. mynd). Umfjöllunin er tvíþætt. Annars vegar er gerð stuttlega grein fyrir heildarumfangi sýna og gagna sem aflað hefur verið á tímabilinu 2007–2016, en hins vegar er sjónum beint að einum afmörkuðum þætti, þ.e. niðurstöðum svifdýravöktunar. Alls voru 23 hópar svifdýra greindir, átta tegundir og hópar krabbadýra (Crustacea) og 15 tegundir og hópar þyrildýra (Rotifera). Allir hóparnir hafa fundist í fyrri rannsóknum í svifvist vatnsins og eru sömu hópar ríkjandi nú og áður þótt vísbendingar séu um að hlutdeild einstakra tegunda og hópa hafi breyst. Það á við um langhalafló, Daphnia galeata, svifdíli, Leptodiaptomus tegund, augndíli, Cyclops tegundir, sólþyrluna Conochilus unicornis, slóðaþyrluna Filinia terminalis, spaðaþyrluna Keratella cochlearis og fjaðraþyrlur, Polyarthra tegundir. Þéttleiki svifdýra var breytilegur á rannsóknartímabilinu, en ekki varð vart reglulegra sveiflna. Greining á sambandi svifdýrasamfélaga og umhverfisþátta leiddi í ljós að árstíðabundinn vatnshiti, magn blaðgrænu og dýpi hafa mótandi áhrif á samsetningu svifdýrasamfélagsins. Vegna hækkandi hitastigs í kjölfar hnattrænnar hlýnunar og aukinnar ákomu loftborins niturs á vatnið, hafa komið fram áhyggjur af framtíð vistkerfis Þingvallavatns. Niðurstöður vöktunarinnar benda til þess að vistkerfi Þingvallavatns hafi breyst í kjölfar hlýnunar. Orsakanna má meðal annars leita í því að hitalagskipting ræður miklu um það á hvaða dýpi frumframleiðni í svifvist vatnsins á sér stað að sumarlagi, og þar með hversu tært vatnið verður.

https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-22.45.44.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-22.58.39.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-23.00.20.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-23.05.56.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-23.10.42.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-23.14.13.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-23.14.22.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-23.20.36.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-23.20.46.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-23.25.45.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-23.25.53.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-23.30.39.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-23.30.50.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-23.39.36.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-19-at-23.42.43.png

Höfundur

  • Stjórnandi

    Margrét Rósa Jochumsdóttir er ritstjóri prent- og vefútgáfu Náttúrufræðingsins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24