Vatnavistfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur M. Jónasson

PDF Skjal

Pétur M. Jónasson, vatnavistfræðingur og prófessor emerítus, fæddist í Reykjavík fyrir hartnær hundrað árum og er enn að við rannsóknir og skriftir. Hann kynntist ungur gjöfum og töfrum Þingvallavatns sem smali á Miðfelli við vatnið austanvert. Á löngum og glæstum starfsferli hefur Pétur sem náttúruvísindamaður og brautryðjandi í vatnavistfræði verið einstaklega iðinn við að fræða bæði almenning og vísindasamfélagið um lífverur og vistkerfi í vötnum á norðurhveli jarðar. Rannsóknir Péturs og samstarfsmanna hans ná til nokkurra landa en eru einna umfangsmestar á Íslandi, á Mývatni og Þingvallavatni. Samhliða vísindastarfi og útgáfu rita hefur Pétur unnið ötullega að verndun vatnavistkerfa sem hann hefur rannsakað. Það er Pétri öðrum fremur að þakka að bæði Mývatn og Laxá og Þingvallavatn eru vernduð með sérlögum sem koma eiga í veg fyrir að vistkerfin með hinum einstöku náttúruundrum sínum spillist af völdum manna. Pétur hefur einnig unnið einarðlega að verndun Esrom-vatns, næststærsta stöðuvatns Danmerkur. Auk framlags Péturs á sviði náttúrurannsókna, og þar að lútandi útgáfu og miðlun, hefur Pétur lagt drjúgt fram til varðveislu menningararfs þjóðarinnar með veglegum bóka- og tímaritagjöfum til landsmanna. Þar er einkum um að ræða náttúrufræðirit, mest frá Evrópu, sem mörg hver eru gömul, fágæt og dýrmæt. Pétur hefur sannað með góðu fordæmi og á árangursríkan hátt hversu miklu einstaklingur getur áorkað til aukins skilnings á náttúrunni og mikilvægi skynsamlegrar umgengni við hana, þegar saman fara vísindaleg nákvæmni, rökhyggja, fróðleiksþorsti og færni til að miðla bæði þekkingu og væntumþykju um undur náttúrunnar.

https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/1.-mynd.-Midfell_MWL008687-001-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-12.27.52.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-12.37.21.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-12.38.19.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-12.49.30.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-12.52.01.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-12.54.59.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-12.55.12.png

Höfundur

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24