Vatnajökull og grennd í tímans rás – 3. grein: Endurvakin kynni en breytt erindi

PDF Skjal

Með þessari grein lýkur þriggja þátta syrpu um Vatnajökul og grennd í tímans rás allt frá því land byggðist og fram undir okkar daga. Í þeirri fyrstu er getið takmarkaðra ritaðra heimilda um jökulinn framan af öldum, lítillar þekkingar þeirra sem fjær bjuggu um stærð hans og aðstæður á jöklum og ólíkra nafngifta í tímans rás. Hins vegar er fjallað um náin samskipti fólks í Skaftafellssýslum við úthafið framundan og sjósókn frá breytilegum en gjöfulum útróðrarstöðum, sem drógu menn að suður yfir jökul. Einnig eru raktar heimildir um hnignun gróðurfars á afréttum norðan Vatnajökuls og lýst aðstæðum í helstu núverandi gróðurvinjum, sem og minjum um forna byggð 1 .

Í annarri grein eru raktar heimildir um samskiptin yfir jökul forðum tíð frá Fljótsdalshéraði og úr Norðurlandi til sjósóknar allt fram um 1600, tengd ítökum í jarðeignum og útræði. Náin tengsl Skriðuklausturs við Borgarhöfn á 16. öld eru tekin sem dæmi, en einnig raktar vísbendingar um ferðir suður yfir jökul úr Þingeyjarsýslum og Eyjafirði. Þá er einnig getið heimilda um gagnkvæm ítök Möðrudals og Skaftafells yfir jökul og munnmæla um ferðaleiðir þar á milli 2 .

Í lokagreininni er fjallað um ástæður þess að ferðir yfir Vatnajökul lögðust af og að hálendið varð flestum lokuð bók í hátt í tvær aldir. Síðla á 18. öld beindust sjónir manna á ný að hálendisleiðum, þar á meðal fram með Vatnajökli norðan- og austanverðum. Sérstaklega er fjallað um Grímsvötn fyrr og síðar, en þau eru að líkindum nafngjafi Vatnajökuls. 3 Greint er frá könnunarferðum um hálendið og vaxandi áhuga lærðra og leikra á óbyggðunum. Það voru útlendingar sem höfðu frumkvæði að ferðum um Vatnajökul á tímabilinu 1875–1956. Ungir Hornfirðingar létu þó til sín taka árið 1926 og frá því um miðja 20. öld hafa Íslendingar haft forystu um jöklaferðir og rannsóknir.

https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-12.55.55.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-12.56.11.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-12.56.22.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-13.06.23.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-13.06.36.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-13.06.54.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-13.07.04.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-13.07.13.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-14.57.26.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-14.57.35.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-15.02.25.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-15.03.24.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-15.03.37.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-15.13.53.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-15.13.58.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-15.14.09.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-15.14.22.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-15.19.45.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-15.19.55.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-15.20.07.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-15.20.19.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-15.26.17.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-15.26.22.png

Heimildir[+]

Höfundur

  • Stjórnandi

    Margrét Rósa Jochumsdóttir er ritstjóri prent- og vefútgáfu Náttúrufræðingsins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24