Vatnajökull og gremmd í tímans rás Grein 1: Minni jökull í grænna umhverfi

PDF Skjal

Íslendingar hafa búið við þær aðstæður að stór hluti landsins er óbyggilegur og var til skamms tíma einskismannsland eða almenningur utan við seilingu laga og réttar (1. mynd). Um fjárleitir og fjallskil voru fá ákvæði í fornum lagasöfnum og lögbókum og fyrstu lög um afréttarmálefni og fjallskil voru ekki sett fyrr en árið 1969. Hálendið var heldur ekki skipulagsskylt fyrr en undir lok 20. aldar. Á fyrstu öldum eftir landnám var það að stórum hluta mun betur gróið en síðar varð og byggð náði víða lengra inn til landsins. Umferð um óbyggðir virðist þá einnig hafa verið mun almennari, bæði til Alþingis og til verstöðva landshluta á milli, þar á meðal yfir Vatnajökul. Kólnandi veðurfar á tímabilinu frá um 1300–1900 átti eflaust þátt í að úr hálendisferðum dró og því fylgdi víða framgangur skriðjökla, meðal annars yfir beitilönd og ferðaleiðir. Vaxandi jökulfarg olli líka landsigi sem spillti lendingum (höfnum), meðal annars sunnan Vatnajökuls. Þessu samfara dró smám saman úr þekkingu manna á hálendinu, sem virðist hafa orðið hvað minnst á 17. og 18. öld. Jafnframt höfðu menn vaxandi beyg af óbyggðunum og engum kom lengur til hugar að hætta sér yfir Ódáðahraun eða jökla miðhálendisins. Þessari grein, sem er sú fyrsta af þremur, er ætlað að varpa ljósi á þessa þróun, meðal annars með vísan til ritaðra heimilda og munnmæla sem og til nýrra útreikninga (kortlagningar) á stærð og umfangi Vatnajökuls fyrr og síðar. Í næsta þætti þessarar greinasyrpu verður fjallað um ferðalög yfir Vatnajökul og stuðst við munnmæli og ritaðar heimildir fyrri tíðar.

https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/1.-mynd.-Kort-af-Vatnaj-umhverfi-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/2.-mynd.-Vonarskard-IMG_0189.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/3.-mynd-Kort-Ortelilusar.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/4.-mynd-Theodor-Thorkelsson-forsida.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/5.-mynd-forsida-Jokla-a-Islandi.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/6.-mynd.-Strondin-01_009.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Halsahofn_SG_20200915-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/8.-mynd.-Baturinn.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/9.-mynd-A.-Vigfus-Benediktsson-NY.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/9-mynd-vatnajokull.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/10.-mynd-Daniel-bruun.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/11.-mynd-Mariutungum-IMG_0116.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/12.-mynd-Palstoftir.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/13.-mynd-Rofabard.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/14.-mynd.-Sigurdur-Gunnarsson.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/15.-mynd.-IMG_0111-THorlaksmyrar-III-060915.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/16.-mynd-Fagridalur-IMG_1454.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-08-at-15.09.19.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/18.-mynd.-IMG_0285-Gragaesadalur-060915-HG.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/19.-mynd-IMG_0119-Upptok-Lindahrauns-Kr.hagi-vestari.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/20.-mynd.-IMG_0300-Hvannalindir-Kreppa-2.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/21.-mynd-Gaesavotn-01_017.jpg

Höfundur

  • Stjórnandi

    Margrét Rósa Jochumsdóttir er ritstjóri prent- og vefútgáfu Náttúrufræðingsins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24