Uppeldissvæði laxfiska í Þingvallavatni og tengdum ám

DOI: 10.33112/nfr.94.3.2

UPPELDISSVÆÐI SEIÐA og ungra fiska veita þeim athvarf og fæðu og eru því mikilvæg fyrir líf einstaklingsins, stofninn og tegundina sem heild. Í Þingvallavatni lifa tvær tegundir af ætt laxfiska, urriði (Salmo trutta) og bleikja (Salvelinus alpinus), sem á íslensku hafa samheitið silungur. Hafa umfangsmiklar rannsóknir verið stundaðar á fullorðnum einstaklingum þessara tegunda, en minna farið fyrir athugunum á seiða- og ungstigi tegundanna. Vegna mikilvægis uppeldissvæða fyrir fiskana og þýðingu þeirra fyrir líffræðilegan fjölbreytileika var ákveðið að leitast með rannsókn við að varpa ljósi á dreifingu og þéttleika bleikju og urriðaseiða í fjöruvist Þingvallavatns og straumvötnum sem tengjast vatninu. Spurt var:

1) Hvar í vatninu og tengdum ám finnast seiði þessara tegunda?

2) Hefur þéttleiki og dreifing seiða bleikju og/ eða urriða breyst á síðustu tuttugu árum?

3) Er tenging milli umhverfisaðstæðna (ólífrænna (e. abiotic) og lífrænna (e. biotic) þátta) og tilvistar seiða?

Greind voru gögn úr vöktun Veiðimálastofnunar (nú Hafrannsóknastofnunar) í Þingvallavatni og nærliggjandi ám frá 2000 til 2021. Sumarið 2022 voru tíu svæði í Þingvallavatni könnuð, fiskar veiddir og mældir og umhverfisaðstæður kannaðar. Helstu niðurstöður eru að tegundirnar nýta ólík svæði. Urriðaseiði finnast helst í nærliggjandi ám og hefur þéttleiki aukist frá 2000 til 2021. Bleikjan er fyrst og fremst í vatninu sjálfu og hefur þéttleiki hennar lítið breyst, eða jafnvel aðeins dvínað. Árið 2022 fundust seiði á sex mögulegum uppeldissvæðum í Þingvallavatni. Á fjórum þeirra var bleikjan í miklum meirihluta en á tveimur var það urriðinn. Tegundirnar sköruðust lítið. Gróður á strandlengju var eini umhverfisþátturinn sem virtist hafa áhrif á það hvort seiði fundust. Í framhaldi af þessari rannsókn væri forvitnilegt að kanna nýtingu mismunandi afbrigða bleikju og arfgerða urriðans á ólíkum uppeldissvæðum og kanna samspil umhverfisþátta og gena við þroskun fullorðinna fiska og ýmsa eiginleika þeirra, svo sem stærð og fæðu- og búsvæðaatferli.

Kuðungableikjur á hrygningarslóð í Ólafsdrættir. – Large benthic adults on the spawning site in Ólafsdráttur. Ljósm./Photo: Kalina H. Kapralova and Quentin L. Horta

Kuðungableikjur
á hrygningarslóð í Ólafsdrættir. – Large benthic adults on the spawning site in Ólafsdráttur.
Ljósm./Photo: Kalina H. Kapralova and Quentin L. Horta

Uppeldissvæði fiska og mikilvægi þeirra 

Mörg dýr skipta um búsvæði eftir æviskeiðum eða með árstíðarbundnu fari. Til dæmis hrygna sumir fiskar á tilteknum svæðum en taka út vöxt á öðrum svæðum.1Klemetsen, A., Amundsen, P.-A., Dempson, J.B., Jonsson, B., Jonsson, N., O’Connell, M.F. & Mortensen, E. 2003. Atlantic salmon Salmo salar L., brown trout Salmo trutta L. and Arctic charr Salvelinus alpinus (L.): A review of aspects of their life histories. Ecology of Freshwater Fish 12(1). 1−59.

Hér á landi hrygna laxfiskar, þ.e. urriði, bleikja og lax (Salmo salar), í ám og lækjum en ganga til vatna eða hafs þegar ákveðinni stærð er náð. Laxfiskar hrygna einnig í stöðuvötnum, svo sem urriðar í Veiðivötnum, og vatnableikjur nýta hrygningarstöðvar í vötnum. Hrygning urriða er þó háðari rennandi vatni en hjá bleikju sem hrygnir jöfnum höndum í stöðu- og straumvatni. Í vötnum sem í eru bæði urriði og bleikja er skörun möguleg á hrygningarsvæðum og ef til vill einnig á uppeldissvæðum seiða. 

Kalina H. Kapralova og Marcos G. Lagunas austan megin Þingvallavatns. Rafveitt var í ferskvatnslindum við bakkann (vinstra megin). Kalina H. Kapralova and Marcos G. Lagunas on the east side of Lake Thingvallavatn. Electrofishing was conducted in freshwatersprings near the shore (left on photo). Ljósm./Photo: Arnar Pálsson

Kalina H. Kapralova og Marcos G. Lagunas austan megin Þingvallavatns. Rafveitt var í ferskvatnslindum við bakkann (vinstra megin). Kalina H. Kapralova and Marcos G. Lagunas on the east side of Lake Thingvallavatn. Electrofishing was conducted in freshwater
springs near the shore (left on photo). Ljósm./Photo: Arnar Pálsson

Uppeldissvæði eru svæði sem veita athvarf, fæðu og hagstæðar aðstæður fyrir seiði margra fiskitegunda, og skarast stundum, en ekki alltaf, við hrygningarsvæði. Samkvæmt skilgreiningu nýta seiði slík uppeldissvæði og eru þau því nauðsynleg fyrir afkomu bæði stofna og tegunda.2Beck, M.W., Heck, K.L., Able, K.W., Childer, D.L., Eggleston, D.B., Gillander, B.M., Halpern, B., Hays, C.G., Hoshino, K., Minello, T.J., Orth, R.J., Sheridan, P.F. & Weinstein, M.P. 2001. The identification, conservation, and management of estuarine and marine nurseries for fish and invertebrates: A better understanding of the habitats that serve as nurseries for marine species and the factors that create site-specific variability in nursery quality will improve conservation and management of these areas. BioScience 51. 633−641.,3Gibson, R.N. 1994. Impact of habitat quality and quantity on the recruitment of juvenile flatfishes. Netherland Journal of Sea Research 32. 191−206. Uppeldissvæði fiska eru því mikilvæg fyrir vistkerfi heimsins, menningu og hagkerfi.4Sheaves, M., Baker, R., Nagelkerken, I. & Connolly R.M. 2015. True value of estuarine and coastal nurseries for fish: Incorporating complexity and dynamics. Estuaries and Coasts 38. 410−414. Góð uppeldissvæði auka vöxt og lífslíkur seiða og geta svæðin því haft mikil áhrif á fjölda fullorðna einstaklinga í næstu kynslóð.2Beck, M.W., Heck, K.L., Able, K.W., Childer, D.L., Eggleston, D.B., Gillander, B.M., Halpern, B., Hays, C.G., Hoshino, K., Minello, T.J., Orth, R.J., Sheridan, P.F. & Weinstein, M.P. 2001. The identification, conservation, and management of estuarine and marine nurseries for fish and invertebrates: A better understanding of the habitats that serve as nurseries for marine species and the factors that create sitespecific variability in nursery quality will improve conservation and management of these areas. BioScience 51. 633641.,3Gibson, R.N. 1994. Impact of habitat quality and quantity on the recruitment of juvenile flatfishes. Netherland Journal of Sea Research 32. 191206.Rannsóknir í sjó hafa sýnt að verndun búsvæða með mikinn seiðafjölda eða lífþyngd getur haft jákvæð áhrif á viðkomandi fiskistofna með því að draga úr dánartíðni seiðanna.5Horwood, J.W., Nichols, J.H. & Milligan, S. 2008. Evaluation of closed areas for fish stock conservation. Journal of Applied Ecology 35. 893−903. ,6Le Quesne, W.J.F., Hawkins, S.J. & Shephard, J.G. 2007. A comparison of no-take zones and traditional fishery management tools for managing site-attached species with a mixed larval pool. Fish and Fisheries 8. 181−195. Heppileg hlutfallsleg stærð hrygningar og uppeldissvæða, til dæmis miðað við svæði sem stálpaðir og fullorðnir fiskar sömu tegundar nýta, getur stuðlað að hámarks stofnstærð. Í ferskvatnsvistkerfum sést að vötn eða árkerfi með takmarkaðar hrygningar eða uppeldisstöðvar geta ekki borið stóra stofna, en einnig að stór uppeldissvæði geta staðið undir stórum stofnum og jafnvel ýtt undir hraðari þróun eða aðgreiningu í tvo eða fleiri undirstofna og afbrigði.7Sigurður S. Snorrason, Skúli Skúlason, Jonsson, B., Hilmar J. Malmquist, Pétur M. Jónasson, Sandlund, O.T. & Lindem, T. 1994. Trophic specialization in Arctic charr Salvelinus alpinus (Pisces; Salmonidae): Morphological divergence and ontogenetic niche shifts. Biological Journal of the Linnean Society 52. 1−18. ,8Skúli Skúlason, Hilmar J. Malmquist & Sigurður S. Snorrason. 2002. Þróun fiska í Þingvallavatni. Bls. 207−211 í: Þingvallavatn. Undraheimur í mótun (ritstj. Pétur M. Jónasson & Páll Hersteinsson). Mál og menning, Reykjavík. 303 bls. Uppeldissvæði eru mikilvæg fyrir myndun og viðhald líffræðilegs fjölbreytileika, og einnig fyrir fjölbreytileika innan tegunda. Í stöðuvatninu Kronotskoje á Kamtsjatkaskaga lifa sjö samsvæða afbrigði kyrrahafsbleikju (Salvelinus malma), sem eru mjög fjölbreytileg í útliti og háttum. Rannsóknir benda til mögulegra tengsla milli svipfarsbreytileika meðal fullorðinna einstaklinga afbrigðanna og breytileika í umhverfisþáttum á uppeldissvæðum hvers afbrigðis.9Esin, E.V., Markevich, G.N. & Pichugin, M.Y. 2018. Juvenile divergence in adaptive traits among seven sympatric fish ecomorphs arises before moving to different lacustrine habitats. Journal of Evolutionary Biology 31. 1018−1034. Hérlendis hafa flest samsvæða afbrigði bleikju fundist í Þingvallavatni, fjögur talsins, dvergbleikja, kuðungableikja, murta og sílableikja, mjög ólík í útliti og lífsháttum og hafa aðlagast mismunandi vistum í vatninu.8Skúli Skúlason, Hilmar J. Malmquist & Sigurður S. Snorrason. 2002. Þróun fiska í Þingvallavatni. Bls. 207−211 í: Þingvallavatn. Undraheimur í mótun (ritstj. Pétur M. Jónasson & Páll Hersteinsson). Mál og menning, Reykjavík. 303 bls.,10Sandlund, O.T., Karl Gunnarsson, Pétur M. Jónasson, Jonsson, B., Lindem, T., Kristinn P. Magnússon, Hilmar J. Malmquist, Hrefna Sigurjónsdóttir, Skúli Skúlason & Sigurður S. Snorrason. 1992. The Arctic charr Salvelinus alpinus in Thingvallavatn. Oikos 64. 305351. ,11Sigurður S. Snorrason, Hilmar J. Malmquist & Skúli Skúlason. 2002. Bleikjan. Bls. 179−196 í: Þingvallavatn. Undraheimur í mótun (ritstj. Pétur M. Jónasson & Páll Hersteinsson). Mál og menning, Reykjavík. 303 bls. ,12Hilmar J. Malmquist, Sigurður S. Snorrason & Skúli Skúlason. 1985. Bleikjan í Þingvallavatni. I. Fæðuhættir. Náttúrufræðingurinn 55(4). 195217. 

LESA ALLA GREIN

 

 

HEIMILDIR
  • 1
    Klemetsen, A., Amundsen, P.-A., Dempson, J.B., Jonsson, B., Jonsson, N., O’Connell, M.F. & Mortensen, E. 2003. Atlantic salmon Salmo salar L., brown trout Salmo trutta L. and Arctic charr Salvelinus alpinus (L.): A review of aspects of their life histories. Ecology of Freshwater Fish 12(1). 1−59.
  • 2
    Beck, M.W., Heck, K.L., Able, K.W., Childer, D.L., Eggleston, D.B., Gillander, B.M., Halpern, B., Hays, C.G., Hoshino, K., Minello, T.J., Orth, R.J., Sheridan, P.F. & Weinstein, M.P. 2001. The identification, conservation, and management of estuarine and marine nurseries for fish and invertebrates: A better understanding of the habitats that serve as nurseries for marine species and the factors that create sitespecific variability in nursery quality will improve conservation and management of these areas. BioScience 51. 633641.
  • 3
    Gibson, R.N. 1994. Impact of habitat quality and quantity on the recruitment of juvenile flatfishes. Netherland Journal of Sea Research 32. 191206.
  • 4
    Sheaves, M., Baker, R., Nagelkerken, I. & Connolly R.M. 2015. True value of estuarine and coastal nurseries for fish: Incorporating complexity and dynamics. Estuaries and Coasts 38. 410−414.
  • 5
    Horwood, J.W., Nichols, J.H. & Milligan, S. 2008. Evaluation of closed areas for fish stock conservation. Journal of Applied Ecology 35. 893−903.
  • 6
    Le Quesne, W.J.F., Hawkins, S.J. & Shephard, J.G. 2007. A comparison of no-take zones and traditional fishery management tools for managing site-attached species with a mixed larval pool. Fish and Fisheries 8. 181−195.
  • 7
    Sigurður S. Snorrason, Skúli Skúlason, Jonsson, B., Hilmar J. Malmquist, Pétur M. Jónasson, Sandlund, O.T. & Lindem, T. 1994. Trophic specialization in Arctic charr Salvelinus alpinus (Pisces; Salmonidae): Morphological divergence and ontogenetic niche shifts. Biological Journal of the Linnean Society 52. 1−18.
  • 8
    Skúli Skúlason, Hilmar J. Malmquist & Sigurður S. Snorrason. 2002. Þróun fiska í Þingvallavatni. Bls. 207−211 í: Þingvallavatn. Undraheimur í mótun (ritstj. Pétur M. Jónasson & Páll Hersteinsson). Mál og menning, Reykjavík. 303 bls.
  • 9
    Esin, E.V., Markevich, G.N. & Pichugin, M.Y. 2018. Juvenile divergence in adaptive traits among seven sympatric fish ecomorphs arises before moving to different lacustrine habitats. Journal of Evolutionary Biology 31. 1018−1034.
  • 10
    Sandlund, O.T., Karl Gunnarsson, Pétur M. Jónasson, Jonsson, B., Lindem, T., Kristinn P. Magnússon, Hilmar J. Malmquist, Hrefna Sigurjónsdóttir, Skúli Skúlason & Sigurður S. Snorrason. 1992. The Arctic charr Salvelinus alpinus in Thingvallavatn. Oikos 64. 305351. 
  • 11
    Sigurður S. Snorrason, Hilmar J. Malmquist & Skúli Skúlason. 2002. Bleikjan. Bls. 179−196 í: Þingvallavatn. Undraheimur í mótun (ritstj. Pétur M. Jónasson & Páll Hersteinsson). Mál og menning, Reykjavík. 303 bls. 
  • 12
    Hilmar J. Malmquist, Sigurður S. Snorrason & Skúli Skúlason. 1985. Bleikjan í Þingvallavatni. I. Fæðuhættir. Náttúrufræðingurinn 55(4). 195217. 

Höfundar

  • Guðbjörg Ósk Jónsdóttir

    Guðbjörg Ósk Jónsdóttir (f. 1997) er doktorsnemi í líffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og rannsakar breytileika í lögun laxfiska og höfuðbeinum þeirra. [email protected]

  • Benóný Jónsson

    Benóný Jónsson (f. 1968) er með BS-próf í líffræði. Hann starfar hjá Hafrannsóknastofnun við rannsóknir á lífríki ferskvatns. [email protected]

  • Magnús Jóhannsson

    Magnús Jóhannsson (f. 1954) er með cand. scient.-próf í vatnalíffræði. Hann starfar hjá Hafrannsóknastofnun við rannsóknir á lífríki ferskvatns með sérstakri áherslu á ferskvatnsfiska. [email protected]

  • Arnar Pálsson

    Arnar Pálsson er líffræðingur með doktorspróf í erfðafræði. Hann starfar nú sem prófessor í lífupplýsingafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og er þriðji stofnfélagi mauragengisins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24