Ummerki jarðskjálfta á Reykjanesskaga

PDF Skjal

Hinn 20. október 2020 kl. 13.43 mældist jarðskjálfti á 3,3 km dýpi með upptök á Núpshlíðarhálsi, um 5 km vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni (1. mynd). Stærð skjálftans var Mw5,6 en nokkrir eftirskjálftar fylgdu og var sá stærsti Mw4,1 [Mw er kvarði sem mælir vægisstærð, það er hversu mikil orka losnar þegar einn fleki færist framhjá öðrum. Þessi kvarði er talinn sá besti til að mæla stóra skjálfta og henta best til að bera saman mismunandi skjálfta. Richters-kvarðinn mælir mestu sveifluvídd jarðskjálftabylgjunnar en gerir ekki greinarmun á mismunandi jarðskjálftabylgjum. Þess vegna vanmetur sá kvarði jarðskjálfta sem eru langt í burtu frá mælinum, djúpir eða mjög sterkir]. Stóri skjálftinn fannst vel um mestallt land, sér í lagi á suðvesturhorninu. Skjálftinn var sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaganum frá því árið 2003. Veðurstofunni bárust nokkrar tilkynningar um skriðuföll á Reykjanesskaga. Innan áhrifasvæðis jarðskjálftanna eru mörg vel sótt útivistarsvæði og voru ummerki um skjálftann skoðuð í grennd við nokkur þeirra dagana á eftir. Ferðafólki var bent á að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum á meðan líkur voru á áframhaldandi skjálftavirkni. Tilkynningar bárust einnig til Veðurstofunnar um aukna gaslykt í nágrenni Grænavatns á Núpshlíðarhálsi (1. mynd) í tengslum við jarðskjálftana en einnig barst tilkynnt um að lækkað hefði í Kleifarvatni. Vatnagróður í flæðarmálinu benti til þess.

* (Mw) er kvarði sem mælir vægisstærð, það er hversu mikil orka losnar þegar einn fleki færist framhjá öðrum. Þessi kvarði er talinn sá besti til að mæla stóra skjálfta og henta best til að bera saman mismunandi skjálfta. Richters-kvarðinn mælir mestu sveifluvídd jarðskjálftabylgjunnar en gerir ekki greinarmun á mismunandi jarðskjálftabylgjum. Þess vegna vanmetur sá kvarði jarðskjálfta sem eru langt í burtu frá mælinum, djúpir eða mjög sterkir.

https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-10_EstherHlidarJensen_IMG_20201102_120419.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-1_ornefni_1.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-2_bylgja.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-3a-e1621956896151.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-3b-e1621956911713.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-4a_EstherHlidarJensen_IMG_20201024_113158-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-4b_20190610_09_Keilir_AnetteThMeier.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-4c_EstherHlidarJensen_IMG_20201024_112414.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-5a_EstherHlidarJensen_IMG_20201024_111819-scaled-e1621956978750.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-5b_EstherHlidarJensen_IMG_20201024_112356-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-5c_EstherHlidarJensen_IMG_20201024_105534-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-6a_EstherHlidarJensen_IMG_20201024_111406-1.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-6b_EstherHlidarJensen_IMG_20201024_111656-1.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-6c_EstherHlidarJensenIMG_20201024_120045-1.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-7_EstherHlidarJensen_DJI_0069-1.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-8a_EstherHlidarJensen_IMG_20201024_115639-1.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-8b_EstherHlidarJensen_DJI_0043-1-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-8c_EstherHlidarJensen_IMG_20201024_115221-1.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-9_EstherHlidarJensen_IMG_20201102_115710-1-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-10_EstherHlidarJensen_IMG_20201102_120419-1.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-11a_DagurJonsson_20201021_094657-1.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-11b_DagurJonsson_20201021_092748-1.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-11c_DagurJonsson_20201021_095243-1.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/Mynd-11d_DagurJonsson_20201021_095137-1.jpg

Höfundur

  • Stjórnandi

    Margrét Rósa Jochumsdóttir er ritstjóri prent- og vefútgáfu Náttúrufræðingsins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24