Súlur leita á fyrri varpstöðvar

PDF Skjal

Súlur verpa nú á tímum á níu stöðum við Ísland, flestum við sunnan- og suðvestanvert landið en einnig á einum stað við Austurland og tveimur við Norðausturland. Fyrrum var súluvarp í Súlnastapa við Hælavíkurbjarg á Vestfjörðum en þar hafa súlur ekki orpið í einar tvær aldir svo vitað sé. Þá er kunnugt um minnst fjóra staði aðra þar sem súlur hafa orpið við landið en þau vörp eru horfin.

Hér er skýrt frá endurkomu súlna á fornar varpslóðir á Hornströndum og viðleitni til varps. Athuganir eru settar í samhengi við núverandi ástand stofnsins og aðrar varpstöðvar. Fyrsta athugunin sem við höfðum spurnir af var þegar súla var ljósmynduð á hreiðri á Langakambi undir Hælavíkurbjargi sumarið 2016, og gerðu það náttúruskoðarar á erlendu skemmtiferðaskipi. Síðan fannst stakur hreiðurhraukur á sama stað á hverju ári 2017 til 2020. Undir lok vinnslu þessarar greinar uppgötvuðust ljósmyndir sem teknar höfðu verið á árunum 2013 til 2015 á sama stað. Þær sýndu að súlur héldu þá til á Langakambi og höfðu byggt þar hreiður árið 2014. Því er ljóst að súlur hafa lengi verið að huga að mögulegu varpi á þessum slóðum.

https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-11-at-11.06.12.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-12.06.50.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-12.07.00.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-12.07.09.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-12.07.17.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-12.13.58.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-12.14.05.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-12-at-12.28.06.png

Höfundur

  • Stjórnandi

    Margrét Rósa Jochumsdóttir er ritstjóri prent- og vefútgáfu Náttúrufræðingsins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24