Skýrsla stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir starfs- árið 2020 – flutt á rafrænum aðalfundi 25. febrúar 2021

PDF Skjal

Aðalfundur HÍN fyrir starfsárið 2019 var haldinn í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 24. febrúar 2020, að loknu erindi Þóru Bjargar Andrésdóttur um hugsanleg gos á Reykjanesskaga.

SKIPUN STJÓRNAR

Á aðalfundinum rann út kjörtímabil þriggja stjórnarmanna auk formanns. Það voru þau Snæbjörn Guðmundsson gjald- keri, Jóhann Þórsson félagsvörður og Margrét Hugadóttir rit- ari. Auk þess óskaði Sveinbjörg Hlíf Gunnarsdóttir fræðslu- stjóri eftir því að láta af stjórnarsetu eftir þrjú ár. Það er full ástæða til að þakka öllum ofangreindum fyrir störf þeirra og framlag til félagsins.

Kosningar til stjórnar fóru þannig: Ester Rut Unnsteins- dóttir var endurkjörin formaður og Snæbjörn Guðmundsson gjaldkeri. Til viðbótar voru kosnir þrír nýir stjórnarmenn: Helena Westhöfer Óladóttir, Anna Heiða Ólafsdóttir og Gróa Valgerður Ingimundardóttir. Gróa var kosin til eins árs í stað Sveinbjargar Hlífar og látið reyna á hvernig það gengi þar sem hún er búsett erlendis. Í stuttu máli hefur það gengið býsna vel og engin ástæða til að útiloka fólk frá stjórnarsetu þótt það sé búsett annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu.

Helena er umhverfisfræðingur og kennari að mennt. Hún hefur starfað á vettvangi umhverfismála frá því hún lauk meistaraprófi við Háskóla Íslands 2005. Hún vann að innleiðingu sjálfbærni í leik- og grunnskólum Reykjavíkur- borgar, hefur starfað að umhverfis- og gæðastjórnun ásamt ráðgjöf um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Helena hefur kennt við Menntavísindasvið HÍ síðan 2016 og starfar nú hjá Lyfjastofnun. Anna er fiskifræðingur á uppsjávarsviði Haf- rannsóknastofnunar. Hún lærði fiskifræði við Memorial- háskólann á Nýfundnalandi í Kanada, og lauk þaðan bæði meistara- og doktorsprófi. Frá Kanada lá leið hennar til Fær- eyja þar sem hún vann á færeysku hafrannsóknastofnuninni í nokkur ár áður en hún fluttist aftur til Íslands. Gróa Val- gerður hefur meistarapróf í grasafræði frá HÍ og er í dokt-

orsnámi í flokkunarfræði plantna við Lundarháskóla í Sví- þjóð. Áður en hún flutti til Svíþjóðar 2011 vann hún hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands og þar áður hjá Líffræðistofnun Háskóla Íslands. Aðrir stjórnarmenn á síðastliðnu starfsári voru þær Bryndís Marteinsdóttir meðstjórnandi og Hrefna Sigurjónsdóttir varaformaður.

Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir þeir Steinþór Níels- son og Sveinbjörn Egill Björnsson.

Nýjum og fyrri stjórnarmönnum er þakkað kærlega fyrir þeirra ómetanlega framlag til félagsins. Það er ekki sjálfsagt að fólk gefi tíma sinn til slíkra starfa án þess að krefjast neins í staðinn. 

Höfundur

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24