Mynstur má finna alls staðar í náttúrunni í ólíkum stærðum og gerðum. Þau má sjá í agnarsmáum blómum, dynjandi jökulám, margbrotnu bergi, eldkviku, fjörunni, jarðveginum, skýjunum og svona mætti lengi telja. Margir hafa gaman af því að fanga mynstrin sem þeir sjá í náttúrunni í ljósmyndum, og á næstu opnum má sjá nokkrar slíkar sem ritstjóra hafa borist frá ýmsum góðum ljósmyndurum, bæði atvinnu- og áhugamönnum. Ritstjóri þakkar öllum þeim sem sent hafa inn myndir og gefið góðfúslegt leyfi fyrir birtingu þeirra á öllum miðlum Náttúrufræðingsins.