Kortlagning spendýra í Evrópu

PDF Skjal

Fyrsta Alfræðibókin

(atlas) um evrópsk spendýr var gefin út árið 1999 og er hún löngu uppseld og nánast ófáanleg (1. mynd). Bókin hefur síðan verið eitt af undirstöðuritum á sínu sviði og mikið vitnað í hana og eru til dæmis 450 tilvís- anir í hana í vísindagreinum sem skráðar eru á „Web of Sci- ence“. Gögn úr bókinni voru vistuð í miðlægum gagnagrunni og hafa þau verið mikið notuð, meðal annars til að kalla fram útbreiðslukort spendýra.
Nú eru liðin ríflega 20 ár síðan gögnum um evrópsk spen- dýr var safnað við útgáfu bókarinnar. Ljóst er að útbreiðsla margra tegunda hefur breyst og því endurspeglar bókin ekki lengur raunverulega útbreiðslu og stöðu evrópskra spen- dýrastofna. Með þetta í huga kom ritstjórn bókarinnar saman árið 2015 til að ræða hvort ekki væri grundvöllur fyrir endur- útgáfu. Í fyrstu var einungis hugsað um endurmat á því svæði sem lýst var í fyrstu útgáfunni en síðar ákveðið að í nýrri útgáfu yrði öll Evrópa höfð undir.

Með kortlagningu spendýra í allri Evrópu tvöfaldast umfang kortlagðra svæða. Munar mestu að nú bætast við tólf af fimmtán

fyrrverandi Sovétríkjum(Eystrasaltslöndinkomináður),ogþar með allt landsvæði Rússlands sem tilheyrir Evrópu (2. mynd). Stór hluti svæðisins hefur ekki verið kortlagður áður á þennan hátt og því er mikið verk framundan. Fyrir fyrstu útgáfu bók- arinnar voru sýndar 194 tegundir spendýra á 6.675.000 fer- kílómetra svæði en í annarri útgáfu verður fjallað um yfir 260 tegundir á 11.442.500 ferkílómetra svæði. Evrópska spendýra- félagið hefur því hvatt almenning til þátttöku og sett af stað allsherjar söfnunarátak til að hægt sé að ljúka við að skrá og kortleggja útbreiðslu spendýra í allri Evrópu. Hægt er að lesa um átakið á vefsetri sem á íslensku heitir Styrktu verndun evrópskra spendýra (https://support.european-mammals.org/) og taka beinan þátt í verkefninu (3. mynd).

Sagt var frá þessu metnaðarfulla verkefni í fræðsluerindi á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar 16. október í haust og sýnd hver áhrif þátttaka almennings og samtakamáttur hefur haft áhrif á framvindu þess. Hægt er að hlýða á Hrafna- þingserindið á Youtube-síðu stofnunarinnar (https://www. youtube.com/user/natturufraedistofnun).

https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-16-at-12.42.59.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-16-at-12.45.38.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-16-at-12.45.52.png

Höfundur

  • Stjórnandi

    Margrét Rósa Jochumsdóttir er ritstjóri prent- og vefútgáfu Náttúrufræðingsins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24