Hreiðurgerð og hrygningaratferli hornsíla í Þingvallavatni

PDF Skjal

Tveimur afbrigðum hornsíla hefur verið lýst í Þingvallavatni og eru afbrigðin erfðafræðilega aðskilin. Þar sem erfðafræðilegur aðskilnaður finnst á milli afbrigða, eða hópa, án landfræðilegs aðskilnaðar, hlýtur eitthvað annað að koma í veg fyrir að þessir einstaklingar æxlist. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að ólík afbrigði hornsíla kjósa mismunandi staði til að byggja hreiður og velja ólík efni til hreiðurgerðar. Hreiðrið er einn af þeim þáttum sem hornsílahrygnur nota til að velja sér maka, og ólík hreiðurgerð á ólíkum búsvæðum kynni því að hafa stuðlað að aðskilnaði afbrigða í Þingvallavatni. Í þessari rannsókn var kannaður breytileiki í biðlunaratferli og hreiðurgerð hornsílahænga í Þingvallavatni og athugað hvort sá breytileiki hefði áhrif á val hrygna á hængum. Niðurstöðurnar sýndu að jafnvel við staðlaðar aðstæður í rannsóknarstofu er hreiðurgerð hænga frá ólíkum búsvæðum mismunandi. Hængarnir af hraunbúsvæðum byggðu hreiður sem voru fest upp við vegg og hrygnur af hraunbúsvæðum sýndu meiri áhuga á hængum með slík hreiður. Leiða má líkur að því að ólík hreiðurgerð endurspegli umhverfisaðstæður á hverju búsvæði og sé þáttur í erfðafræðilegum aðskilnaði hornsíla innan vatnsins.

https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-14.31.07.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-14.33.55.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-14.34.13.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-14.40.06.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-14.40.23.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-14.52.41.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-14.52.55.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-14.53.06.png

Höfundur

  • Stjórnandi

    Margrét Rósa Jochumsdóttir er ritstjóri prent- og vefútgáfu Náttúrufræðingsins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24