VARP HETTUMÁFA hefur verið vaktað í Eyjafirði á fimm ára fresti síðan 1990. Tilgangurinn er að fylgjast með fjölda varppara og fá þannig vísbendingar um breytingar á stofni hettumáfa á Íslandi. Niðurstöður talningar 1990 voru birtar í Blika árið 1993, í Náttúrufræðingnum árið 2005 fyrir árin 1995 og 2000 en talningar 2005, 2010 og 2015 eru í sama riti árið 2017. Hér er gerð grein fyrir talningu árið 2020. Hettumáfum fækkaði stöðugt frá 1990 til 2005, úr 1709 pörum í 1085. Frá og með talningunni árið 2010 hefur hettumáfum í Eyjafirði fjölgað nokkuð samfellt, úr 1085 pörum árið 2005 í 1922 pör árið 2020.

2. mynd. Vöktunarsvæði hettumáfs í Eyjafirði, ásamt staðsetningu varpa 2020 og allra fyrri varpa frá 1990. – The area in Eyjafjörður (N-Iceland) which is monitored in relation to Black-headed Gulls. The unbroken line indicates 200 m a.s.l. Red dots indicate where the birds nested in 2020, while circles show where nesting took place every fifth year back to 1990.
INNGANGUR
Hettumáfur (Chroicocephalus ridibundus) (1. mynd) er algengur varpfugl á láglendi um nær allt land. Stofnstærðin hefur verið áætluð 25.000-30.000 pör í 350- 400 vörpum.1Ævar Petersen 1998. Íslenskir fuglar. Vaka-Helgafell, Reykjavík. 312 bls.
Í Eyjafirði hefur varp hettumáfa verið vaktað á fimm ára fresti frá vor- inu 1990 og voru niðurstöður þeirrar talningar birtar árið 1993.2Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 1993. Hettumáfsvörp í Eyjafirði 1990. Bliki 13. 45-59. Gerð var grein fyrir talningum 1995 og 2000 árið 20053Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 2005. Vöktun hettumáfs í Eyjafirði 1995-2000. Náttúrufræðingurinn 73(1-2), 39-46. og talningunum 2005, 2010 og 2015 árið 2017.4Sverrir Thorstensen & Ævar Petersen 2017. Hettumáfar í Eyjafirði: Er áralöng fækkun á enda? Náttúrufræðingurinn 87(3-4), 148-157. Hér er gerð grein fyrir talningu 2020.
Landnám og upphaf vöktunar á hettumáfum er rakin nánar í fyrstu greininni sem kom út árið 1993.2 Vöktun var hafin á hettumáfum í Eyjafirði vegna umræðu um að þeim hefði fjölgað svo mikið að til vandræða horfði. Varp hettumáfa er hvergi vaktað hér á landi á jafn stóru svæði og í Eyjafirði, en stök vörp hafa verið talin með óreglulegu millibili víða um land. Talningarnar í Eyjafirði ættu að gefa góða vísbendingu um breytingar á varpstofni hettumáfa í landinu. Vöktun hettumáfs fer fram á sama tíma og vöktun stormmáfs (Larus canus) á sama svæði.5Ævar Petersen, Sverrir Thorstensen & Eyþór Ingi Jónsson 2022. Fjöldi stormmáfa í Eyjafirði vorið 2020. Náttúrufræðingurinn 92(3-4), 143-159. Almennt má segja að vöktun með stöðluðum aðferðum sé nauðsynleg til að afla tölulegra gagna um framvindu fuglastofna.
HEIMILDIR
- 1Ævar Petersen 1998. Íslenskir fuglar. Vaka-Helgafell, Reykjavík. 312 bls.
- 2Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 1993. Hettumáfsvörp í Eyjafirði 1990. Bliki 13. 45-59.
- 3Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 2005. Vöktun hettumáfs í Eyjafirði 1995-2000. Náttúrufræðingurinn 73(1-2), 39-46.
- 4Sverrir Thorstensen & Ævar Petersen 2017. Hettumáfar í Eyjafirði: Er áralöng fækkun á enda? Náttúrufræðingurinn 87(3-4), 148-157.
- 5Ævar Petersen, Sverrir Thorstensen & Eyþór Ingi Jónsson 2022. Fjöldi stormmáfa í Eyjafirði vorið 2020. Náttúrufræðingurinn 92(3-4), 143-159.