Harald Krabbe

frumkvöðull sníkjudýrarannsókna á Íslandi

PDF Skjal
1. mynd. Danski læknirinn Harald Krabbe kom til Íslands árið 1863, einkum til að rannsaka sullaveiki af völdum ígulbandormsins Echinococcus granulosus. – The Dan- ish parasitologist Harald Krabbe came to Iceland in 1863, mainly to examine the hydatid disease caused by Echin- ococcus granulosus. Ljósm./Photo: Óþekktur/unknown.

1. mynd. Danski læknirinn Harald Krabbe kom til Íslands árið 1863, einkum til að rannsaka sullaveiki af völdum ígulbandormsins Echinococcus granulosus. – The Dan- ish parasitologist Harald Krabbe came to Iceland in 1863, mainly to examine the hydatid disease caused by Echin- ococcus granulosus. Ljósm./Photo: Óþekktur/unknown.

Fyrir nokkrum árum vann höfundur tímabundið á Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn og fékk þá tækifæri til að rannsakasníkjudýrsemþareruvarðveitt. Þar eru í öndvegi sýni af bandormum og þráðormum frá danska lækninum Harald Krabbe (1831–1917), brautryðjanda sníkjudýrarannsókna á Íslandi snemma á ferli sínum. Krabbe varð síðar einn virtasti og afkastamesti sníkjudýrafræðingur samtímans. Hann starfaði svo til eingöngu í Kaupmannahöfn.

Fyrst á starfsævinni beindust kraftarnir að því að rannsaka hunda- og kattasníkjudýr, ekki hvað síst ígulbandorminn (Echinococcus granulosus). Sá hefur flókinn lífsferil þar sem fullorðinsstigið lifir í hundum en lirfustigið – ígulsullurinn – þroskast jafnt í mönnum sem ýmsum jórturdýrum. Harald Krabbe hóf rannsóknir sínar í Danmörku um 1860 en kom árið 1863 til Íslands og safnaði upplýsingum um sníkjudýr, og einkum um sullaveikina. Hann krufði fjölda dýra og komst meðal annars að því að 28% hunda voru með ígulbandorminn, uppsprettu sullaveikinnar. Í kjölfarið hafði Krabbe forystu um útrýmingaraðgerðir í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld, með þeim einstaka árangri á heimsvísu að ígulbandorminum var útrýmt á Íslandi. Þar með hvarf hin illræmda sullaveiki. Síðan er liðin hálf öld.

Fljótlega beindust athuganir Krabbe jöfnum höndum að sníkjudýrum í mönnum, húsdýrum og villtum dýrum, ekki síst fuglum. Hann ritaði fjöldann allan af greinum á því fræðasviði en verður trúlega lengst minnst fyrir nákvæmar lýsingar á áður óþekktum tegundum bandorma. Sem dæmi um afköstin á því sviði telst höfundi til að Harald Krabbe hafi lýst 76 tegundum fuglabandorma fyrir vísindin.

LESA ALLA GREIN

Höfundur

  • Karl Skírnisson

    Karl Skírnisson (f. 1953) lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands árið 1977, BS-Honours-prófi við sama skóla árið 1979 og doktorsprófi frá Háskólanum í Kiel í Þýskalandi árið 1986. Karl vann á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum á árunum 1979 til 1981. Frá 1987 hefur hann verið þar í fullu starfi við rannsóknir á sníkjudýrum og dýrasjúkdómum.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24