Hálendið í hugum Íslendinga 1. hluti: Merking hugtakanna víðerni, óbyggðir og miðhálendi

PDF Skjal

Miðhálendi Íslands eða miðhálendið  er heiti sem almennt er notað um þann hluta landsins sem liggur inn af byggðum þess. Tengsl Íslendinga við miðhálendið hafa verið breytileg í aldanna rás og enn líta landsmenn ólíkum augum á nýtingu þess og nytsemi. Svæði utan byggða hafa jafnan verið kölluð óbyggðir. Á síðari árum hefur hugtakið víðerni hins vegar æ oftar verið notað í umræðum sem tengjast miðhálendinu og þá sérstaklega í opinberri umræðu. Hvað býr að baki þessari orðanotkun og hvaða hugmyndir liggja að baki þessum hugtökum? Í rannsókninni sem hér er kynnt var sjónum beint að uppruna þessara hugtaka, þ.e. víðerni, óbyggðir og miðhálendi, og að skilningi
Íslendinga á merkingu þeirra nú. Niðurstöður spurningakönnunar sem send var á úrtak landsmanna sýna að í hugum Íslendinga stendur hugtakið óbyggðir nærri lagalegri skilgreiningu stjórnvalda á hugtakinu víðerni eins og það er sett fram í lögum um náttúruvernd. Hugtakið víðerni skilja landsmenn hins vegar fyrst og fremst sem landslag sem einkennist af víðáttumiklu útsýni. Með tilliti til skilnings landsmanna á þessum þremur hugtökum sýna niðurstöður enn fremur að Íslendingar eru mun umburðarlyndari gagnvart mannvirkjum á víðernum en hvort heldur er á miðhálendinu og í óbyggðum.

https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/1.-mynd-A-Gr1-NY-A.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/2mynd-viderni.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-14-at-18.05.22.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/x-mynd-IMG_2892-2.jpg

Höfundur

  • Stjórnandi

    Margrét Rósa Jochumsdóttir er ritstjóri prent- og vefútgáfu Náttúrufræðingsins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24