Fæða laxfiskaseiða í Sogi

PDF Skjal

Í Sogi lifa allar þrjár tegundir íslenskra laxfiska, lax, urriði og bleikja, og er lax ríkjandi tegund. Árlegar rannsóknir á fiskum hafa farið fram í Sogi frá 1985 á vegum Veiðimálastofnunar (nú Hafrannsóknastofnunar). Hér er greint frá niðurstöðum úr fæðurannsóknum áranna 1986–2016 á laxfiskaseiðum í Sogi með megináherslu á laxaseiði. Smádýr á botni, einkum skordýralirfur, eru þýðingarmikil fæða laxfiskaseiða í Sogi. Lirfur bitmýs höfðu mest vægi hjá laxaseiðum, bæði ofarlega og neðarlega í Sogi. Það helgast af því að bitmýslirfur eru ríkjandi smádýr á botni Sogsins. Þrátt fyrir mikinn fjölda krabbadýra á reki í Sogi fundust þau ekki í fæðu seiðanna. Fæðuna virðast seiðin taka bæði á reki og af botni. Bitmýslirfur hafa mest vægi í fæðu laxaseiða á fyrsta ári (0+) en eftir því sem seiðin eldast og stækka verður fæðan fjölbreyttari og fæðudýr stærri. Vorflugulirfur voru aðalfæða elstu og stærstu laxaseiðanna (2+). Munur var á fæðusamsetningu seiða í Sogi eftir tegundum og var munurinn mestur milli laxa- og bleikjuseiða en minnstur milli urriða- og laxaseiða og urriða- og bleikjuseiða. Rannsóknir á fæðu og fæðuvali laxfiskaseiða í íslenskum ám hafa verið fremur fáar til þessa og er frekari rannsókna þörf.

https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-29-at-14.21.16.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-29-at-14.32.22.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-29-at-14.37.07.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-29-at-14.32.46.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-29-at-14.42.01.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-29-at-14.42.21.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-29-at-14.47.17.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-29-at-14.47.22.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-29-at-14.47.42.png

Höfundur

  • Stjórnandi

    Margrét Rósa Jochumsdóttir er ritstjóri prent- og vefútgáfu Náttúrufræðingsins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24