Evrópskir eldmaurar (Myrmica rubra) á Íslandi

PDF Skjal

SÍÐLA APRÍLMÁNAÐAR 2021 fannst bú evrópskra eldmaura (Myrmica rubra) innan garðs í Reykjavík (í póstnúmeri 105). Húseigandi sá maurana fyrst tveimur eða þremur árum áður. Í garðinum fundust tvö bú, og voru í þeim samtals tvær drottningar og um 5.000 þernur. Þau voru grafin upp og gerðar voru ráðstafanir til að eyða maurunum. Það virðist hafa tekist, því fáar þernur fundust mánuðina á eftir og engar í sumarlok. Tegundargreiningin var staðfest með aðstoð erlends sérfræðings og raðgreiningu CO1-gensins. Samanburður við raðir í genabönkum bendir til að eldmauranir á Íslandi eigi uppruna sinn í Þýskalandi eða grannlandi þess. Púpur sem fundust þroskuðust í karlmaura. Þetta bendir til að búin hafi verið fullþroskuð þannig að maurarnir hefðu getað dreift sér. Höfundar greinarinnar telja að tilvikið þarfnist sérstakrar athygli viðeigandi yfirvalda, því tegundin M. rubra hefur dreifst til margra heimsálfa, er talin ágeng á mörgum svæðum og getur verið fólki til ama. Höfundar mæla með því að málinu verði fylgt eftir, svo sem með athugunum í garðinum sem um ræðir næstu sumur. Einnig væri viðeigandi að láta fólk í hverfinu vita, með dreifiblöðum eða viðvörun á samfélagsmiðlum, að mögulega sé vágestur á ferðinni. Ef fleiri bú finnast telja höfundar brýnt að þeim verði einnig eytt og þeir staðir sem þau finnast á verði vaktaðir yfir tveggja ára tímabil. Í greininni segja rannsakendur nánar frá fundinum og lýsa lífsháttum tegundarinnar. 

INNGANGUR 

Nær öll þau dýr sem nú finnast á Íslandi hafa borist hingað eftir að síðustu ísöld lauk.1Gísli Már Gíslason 2021. The aquatic fauna of the North Atlantic islands with emphasis on Iceland. Bls. 103–112 í: Biogeography in the Sub-Arctic: The past and future of North Atlantic biota (ritstj. Panagiotakopulu, E. Sadler, J.P.). John Wiley & Sons, Hoboken. Lega landsins í Atlantshafi torveldar landnám landdýra. Búseta manna og sérstaklega aukinn innflutningur varnings á síðustu öld hafa auðveldað dýrategundum að berast til landsins og á sama tíma hafa breyttar umhverfisaðstæður vegna loftslagsbreytinga opnað tækifæri fyrir aðrar tegundir að nema hér land.2Náttúrufræðistofnun Íslands á.á. Invasive animal species. Á vefsetri Náttúrufræðistofnunar Íslands, slóð (skoðað 16.12. 2021): https://en.ni.is/fauna/ invasive-animal-species3Passera, L. 1994. Characteristics of tramp species. Bls. 23–43 í: Exotic ants: Biology, impact and control of introduced species (ritstj. Williams, D.F.). Westview Press, Boulder. Maurar eru skordýr sem hafa breiðst út vegna ferðalaga og verslunar manna í gegnum tíðina.4Passera, L. 1994. Characteristics of tramp species. Bls. 23–43 í: Exotic ants: Biology, impact and control of introduced species (ritstj. Williams, D.F.). Westview Press, Boulder. Komið hefur í ljós að á síðustu öld dreifðust nokkrar tegundir maura út fyrir náttúruleg útbreiðslusvæði sín, og þá aðallega tegundir ættaðar úr hita- eða heittempraða beltinu.5Suarez, A.V., McGlynn, T.P. & Tsutsui, N.D. 2010. Biogeographic and taxonomic patterns of introduced ants. Bls. 233–244 í: Ant ecology (ritstj. Lach, L., Parr, C.L. & Abbott, K.L.). Oxford University Press, New York Þessar tegundir geta komið upp búum utan heimaslóða sinna á meginlöndum og einnig á eyjum. Mynstur farleiða og landnáms á eyjum eru vísbending um að eyjur Norður-Atlantshafs verði næsti vettvangur fyrir landnám maurategunda, sérstaklega þeirra ágengu. Nýlegur fundur sex maurategunda í Færeyjum styður þessa tilgátu.6Hammer, S. & Jensen, J.–K. 2021. Discoveries and fate of six ant (Hymenoptera, Formicidae) species on the Faroe Islands. BioInvasions Records 10(1). 28–32 Ekki er vitað til þess að maurar hafi lifað hérlendis í upphafi síðustu aldar. Gögn Náttúrufræðistofnunar Íslands sýna hins vegar að nokkrar tegundir maura hafa skotið upp kollinum á Íslandi á síðustu 50 árum.7Marco Mancini, Andreas Guðmundsson & Arnar Pálsson 2021. Hafa maurar numið land á Íslandi? Vísindavefurinn, slóð (skoðað 16.12. 2021): http://visindavefur. is/svar.php?id=485558Erling Ólafsson 2018. Mauraætt (Formicidiae). Á vefsetri Náttúrufræðistofnunar Íslands. Slóð (skoðað 25.5. 2021): https://www.ni.is/biota/animalia/ arthropoda/hexapoda/insecta/hymenoptera/mauraaett-formicidae

2. mynd. Myndir af eldmaurum sem fundust í Reykjavík sumarið 2021, á vettvangi.

2. mynd. Myndir af eldmaurum sem fundust í Reykjavík sumarið 2021, á vettvangi.

Ágengar tegundir teljast þær lífverur sem berast á ný svæði, og hafa neikvæð áhrif á lífríki svæðanna.9Menja von Schmalensee 2010. Vágestir í vistkerfum – fyrri hluti. Stiklað á stóru um framandi ágengar tegundir. Náttúrufræðingurinn 80 (1-2). 15-26. Samkvæmt skilgreiningu geta þær haft neikvæð áhrif á bæði einstakar lífverur og vistkerfi sinna nýju heimkynna. Aðflutningur ágengra tegunda getur leitt til hnignunar tegunda sem fyrir eru, jafnvel þannig að þær deyi út. Þannig minnka þær líffræðilega fjölbreytni, þrátt fyrir að hafa numið ný lönd. Vissar tegundir maura geta orðið ágengar þegar þær berast til nýrra landsvæða. Maurar eru, eins og önnur dýr, líklegastir til þess að koma upp stofnum ef þeir berast á ný svæði sem eru að vissu leyti hliðstæð upprunalegum heimkynnum þeirra, en hafa opna vistfræðilega möguleika.10Williamson, M.H. 1996. Biological invasions. Chapman & Hall. London. 256 bls. 

Landnám dýra á eyjum er oft takmarkað vegna legu og loftslags, og því eru eyjar útsettar fyrir landnámi ágengra tegunda. Eyjur hafa einmitt orðið verst úti vegna ágengra maurategunda,5Suarez, A.V., McGlynn, T.P. & Tsutsui, N.D. 2010. Biogeographic and taxonomic patterns of introduced ants. Bls. 233–244 í: Ant ecology (ritstj. Lach, L., Parr, C.L. & Abbott, K.L.). Oxford University Press, New York. sem nýta sér þar vistfræðileg tækifæri. Til þessa dags hafa verið skilgreindar rúmlega 13.000 maurategundir en þær eru vafalaust töluvert fleiri. Samkvæmt varfærnum spám er talið að raunverulegur fjöldi tegunda sé að minnsta kosti tvöfaldur, og líklegast lifa hinar óþekktu tegundir á afskekktum og óaðgengilegum svæðum í suðrænum regnskógum.11Fisher, B.L. 2010. Biogeography. Bls. 18–31 í: Ant ecology (ritstj. Lach, L., Parr, C.L. & Abbott, K.L.). Oxford University Press, New York. Um 2% þekktra maurategunda hafa verið skilgreindar sem ágengar, og hafa þá borist milli meginlanda eða til eyja og haft neikvæð áhrif á lífríki þessara svæða.5Suarez, A.V., McGlynn, T.P. & Tsutsui, N.D. 2010. Biogeographic and taxonomic patterns of introduced ants. Bls. 233–244 í: Ant ecology (ritstj. Lach, L., Parr, C.L. & Abbott, K.L.). Oxford University Press, New York. Af þessum tegundum eru fimm á lista yfir 100 ágengustu dýrategundir heims.12Lowe, S. 2000. 100 of the world’s worst invasive alien species: A selection from the Global Invasive Species Database. Slóð (skoðað 25.5. 2022): http://www. iucngisd.org/gisd/100_worst.php Einnig má nefna að í Bandaríkjunum er verulegur kostnaður við að fækka maurum en eyðing búa kostar um 1,7 milljarða dala á ári.13Klotz, J., Hansen, L., Pospischil, R. & Rust, M. 2008. Urban ants of North America and Europe. Identification, biology and management. Cornell University Press, Ithaca. Ágengustu maurategundirnar eru kallaðar „flökku-tegundir“ (e. tramp-species),14Hölldobler, B. & Wilson, E.O. 1990. The ants. Belknap, Cambridge (Bandar.). og fimm eiginleikar einkenna þær: i) þær dreifast inn á ný svæði vegna aðkomu mannsins; ii) þær þrífast í og tengjast sterklega manngerðum vistum og umhverfi; iii) hvert bú hefur margar drottningar sem vinna saman (e. polygyny); iv) tegundirnar sýna sambúahegðun (innan afmarkaðs svæðis geta mismunandi bú sömu tegundar unnið saman); og v) bú fjölga sér með knappskotum (senda litlar sveitir vinnumaura með ungum drottningum út í heim til þess að stofna ný bú). Á Hawaii-eyjum hafa áhrif ágengra maurategunda verið rannsökuð vel. Maurar bárust fyrst til eyjanna í upphafi 19. aldar og urðu nokkrar tegundir mjög algengar. Samfara því fór stofnum bjallna að hnigna. Rannsóknir sýndu að bjöllur, sem áður voru útbreiddar, fundust ekki lengur á þeim svæðum sem maurar voru algengir. En það voru ekki eingöngu bjöllur sem áttu undir högg að sækja því margar tegundir maura veiða ýmiskonar önnur skordýr og geta einnig tekið yfir mikilvægar næringaruppsprettur og búsvæði annarra tegunda. Með þessu móti hafa innfluttir maurar á Hawaii-eyjum stefnt mörgum einlendum tegundum skordýra í beina útrýmingarhættu.15Krushelnycky, P.D., Loope, L.L. & Reimer, N.J. 2005. The ecology, policy, and management of ants in Hawaii. Proceedings of the Hawaiian Entomological Society 37. 1–25. Evrópski eldmaurinn (Myrmica rubra, e. Common red ant / European Fire Ant) er ein þessara tegunda.16Invasive Species Specialist Group 2021. Myrmica rubra. Á vef Global invasive species database, slóð (skoðað 19.8. 2021): Í þessari grein lýsa höfundar fundi tegundarinnar á Íslandi og einkennum búsins sem þeir fundu. 

LESA ALLA GREIN

HEIMILDIR
  • 1
    Gísli Már Gíslason 2021. The aquatic fauna of the North Atlantic islands with emphasis on Iceland. Bls. 103–112 í: Biogeography in the Sub-Arctic: The past and future of North Atlantic biota (ritstj. Panagiotakopulu, E. Sadler, J.P.). John Wiley & Sons, Hoboken.
  • 2
    Náttúrufræðistofnun Íslands á.á. Invasive animal species. Á vefsetri Náttúrufræðistofnunar Íslands, slóð (skoðað 16.12. 2021): https://en.ni.is/fauna/ invasive-animal-species
  • 3
    Passera, L. 1994. Characteristics of tramp species. Bls. 23–43 í: Exotic ants: Biology, impact and control of introduced species (ritstj. Williams, D.F.). Westview Press, Boulder.
  • 4
    Passera, L. 1994. Characteristics of tramp species. Bls. 23–43 í: Exotic ants: Biology, impact and control of introduced species (ritstj. Williams, D.F.). Westview Press, Boulder.
  • 5
    Suarez, A.V., McGlynn, T.P. & Tsutsui, N.D. 2010. Biogeographic and taxonomic patterns of introduced ants. Bls. 233–244 í: Ant ecology (ritstj. Lach, L., Parr, C.L. & Abbott, K.L.). Oxford University Press, New York.
  • 6
    Hammer, S. & Jensen, J.–K. 2021. Discoveries and fate of six ant (Hymenoptera, Formicidae) species on the Faroe Islands. BioInvasions Records 10(1). 28–32
  • 7
    Marco Mancini, Andreas Guðmundsson & Arnar Pálsson 2021. Hafa maurar numið land á Íslandi? Vísindavefurinn, slóð (skoðað 16.12. 2021): http://visindavefur. is/svar.php?id=48555
  • 8
    Erling Ólafsson 2018. Mauraætt (Formicidiae). Á vefsetri Náttúrufræðistofnunar Íslands. Slóð (skoðað 25.5. 2021): https://www.ni.is/biota/animalia/ arthropoda/hexapoda/insecta/hymenoptera/mauraaett-formicidae
  • 9
    Menja von Schmalensee 2010. Vágestir í vistkerfum – fyrri hluti. Stiklað á stóru um framandi ágengar tegundir. Náttúrufræðingurinn 80 (1-2). 15-26.
  • 10
    Williamson, M.H. 1996. Biological invasions. Chapman & Hall. London. 256 bls.
  • 11
    Fisher, B.L. 2010. Biogeography. Bls. 18–31 í: Ant ecology (ritstj. Lach, L., Parr, C.L. & Abbott, K.L.). Oxford University Press, New York.
  • 12
    Lowe, S. 2000. 100 of the world’s worst invasive alien species: A selection from the Global Invasive Species Database. Slóð (skoðað 25.5. 2022): http://www. iucngisd.org/gisd/100_worst.php
  • 13
    Klotz, J., Hansen, L., Pospischil, R. & Rust, M. 2008. Urban ants of North America and Europe. Identification, biology and management. Cornell University Press, Ithaca.
  • 14
    Hölldobler, B. & Wilson, E.O. 1990. The ants. Belknap, Cambridge (Bandar.).
  • 15
    Krushelnycky, P.D., Loope, L.L. & Reimer, N.J. 2005. The ecology, policy, and management of ants in Hawaii. Proceedings of the Hawaiian Entomological Society 37. 1–25.
  • 16
    Invasive Species Specialist Group 2021. Myrmica rubra. Á vef Global invasive species database, slóð (skoðað 19.8. 2021):

Höfundar

  • Marco Mancini

    Marco Mancini er menntaður bókmenntafræðingur og meistaranemi í líffræði við Háskóla Íslands. Hann er forkólfur hóps (sk. mauragengis) sem rannsakar maura hér á landi og heldur úti vefsetrinu maurar.hi.is.

  • Andreas Guðmundsson

    Andreas Guðmundsson stundar grunnnám í líffræði við Háskóla Íslands og er stofnfélagi mauragengisins.

  • Arnar Pálsson

    Arnar Pálsson er líffræðingur með doktorspróf í erfðafræði. Hann starfar nú sem prófessor í lífupplýsingafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og er þriðji stofnfélagi mauragengisins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24