
Teitur Sævarsson (f. 1996) lauk BS-prófi í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2020. Teitur starfaði sem aðstoðarmaður í rannsóknum við Landbúnaðarháskóla Íslands frá 2020-2021, þar sem hann vann m.a. undir stjórn Jóns Hallsteins Hallssonar að greiningu litaerfðabreytileika innan íslenska sauðfjárkynsins. Í dag er Teitur meistaranemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands og vinnur þar að meistaraverkefni sínu undir leiðsögn Berglindar Óskar Einarsdóttur og Eiríks Steingrímssonar, en það snýr að hlutverki umritunarþáttarins MITF í ónæmisforðun sortuæxla.
View all posts