• Sigurður H. Magnússon

    Sigurður H. Magnússon (f. 1945) lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands árið 1975 og Ph.D.-prófi í plöntuvistfræði við Háskólann í Lundi árið 1994. Á árunum 1987–1997 starfaði hann sem sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti og hjá Náttúrufræðistofnun Íslands frá 1997 til 2017 þegar hann fór á eftirlaun. Viðfangsefni hans hafa verið margvísleg en tengjast mörg landnámi plantna og framvindu gróðurs. Viðamesta verkefnið sem Sigurður hefur unnið að á síðustu árum er hins vegar flokkun og kortlagning lands í vistgerðir. Hann hefur unnið að rannsóknum í Surtsey frá árinu 1988.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24