

Ragnhildur Guðmundsdóttir (f. 1982) lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 2005 og MS-prófi í sjávarvistfræði við Háskólann í Tromsø og Háskólasetrið á Svalbarða 2008. Hún lauk diplómaprófi í kennslufræðum við Háskóla Íslands 2012 og doktorsprófi í líffræði 2020 við sama skóla. Doktorsritgerð hennar fjallaði um örverur í grunnvatni og uppsprettum, sem og búsvæði grunnvatnsmarflónna Crangonyx islandicus. Ragnhildur hefur starfað við Náttúruminjasafn Íslands síðan 2021 og vinnur þar meðal annars að málefnum líffræðilegrar fjölbreytni í samstarfi við BIODICE.
Náttúruminjasafni Íslands
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
[email protected]