
Olga Kolbrún Vilmundardóttir (f. 1981) lauk BS-prófi í landfræði árið 2004 við Háskóla Íslands og doktorsprófi í landfræði árið 2015 við sama skóla. Á árunum 2005 til 2010 starfaði hún hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, síðan við Háskóla Íslands frá 2015 til ársins 2018 en hóf þá aftur störf á Náttúrufræðistofnun. Helstu rannsóknarefni hennar hafa varðað gróðurframvindu og jarðvegsmyndun á ungu landi, gróður á jarðhitasvæðum og umhverfisbreytingar við miðlunarlón. Olga Kolbrún hefur unnið að í rannsóknum í Surtsey frá árinu 2020.
View all posts