

Rannveig Ólafsdóttir (f. 1963) er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún lauk BSprófi í landfræði við Háskóla Íslands árið 1992 og BSgráðu í jarðfræði frá sama skóla árið 1994. Hún tók doktorspróf í náttúrulandfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 2001. Doktorsritgerð hennar fjallaði um landhnignun og loftslagsbreytingar með áherslu á fjarkönnun og landfræðileg upplýsingakerfi. Rannsóknir hennar nú beinast meðal annars að samspili ferðamennsku og umhverfis, þar á meðal umhverfisáhrifum ferðamennsku, ferðamennsku og loftslagsbreytingum, sjálfbærri ferðamennsku, jarðminjaferðamennsku, kortlagningu víðerna og efldri þátttöku almennings í skipulagi og ákvarðanatöku um landnotkun.
View all posts