• Borgþór Magnússon

    Borgþór Magnússon (f. 1952) lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands árið 1976, MS-prófi í vistfræði við Aberdeen-háskóla 1979 og doktorsprófi í plöntuvistfræði (Ph.D.) við grasafræðideild Manitoba-háskóla 1986. Hann starfaði á Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1986–2001 en eftir það við Náttúrufræðistofnun Íslands til ársins 2022 þegar hann fór á eftirlaun. Borgþór hefur m.a. stundað rannsóknir á áhrifum búfjárbeitar á gróður, vistfræði alaskalúpínu, endurheimt votlendis, lýsingu og kortlagningu vistgerða og umhverfisáhrifum miðlunarlóna. Hann hefur komið að rannsóknum í Surtsey frá árinu 1975.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24