Tómas Tryggvason jarðfræðingur

- Æska, nám og störf

Þegar greinarhöfundur sá hið mikla óbirta gagnamagn úr fórum Tómasar jarðfræðings, varð honum ljóst að það yrði að varðveita og varpa ljósi á meginefni þess. Tómas var einn þriggja íslenskra námsmanna sem hófu háskólanám í jarðfræði snemma á fjórða áratug 20. aldar og luku því. Hinir tveir voru Guðmundur Kjartansson og Sigurður Þórarinsson. Áður hafði aðeins einn Íslendingur, Helgi Pjeturss, lokið háskólaprófi í jarðfræði sem aðalgrein frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1897. Tómas lauk doktorsnámi við Uppsalaháskóla 1943 (fil.lic) með ritgerðinni „Das Skjaldbreið-Gebiete auf Island“. Eftir það starfaði hann hjá Elektrisk Malmletning í Stokkhólmi til ársins 1946.1Þorleifur Einarsson 1967. Tómas Tryggvason jarðfræðingur. Minningarorð og ritskrá. Náttúrufræðingurinn 36 (3.) bls.96-108.

Frá því að Tómas og hinir tveir luku námi hafa orðið miklar byltingar þekkingaarsviði jarðfræðinnar þar sem segulstefna storkubergs og helmingunartími geislavirkra efna koma við sögu. C14 aldursgreining á lífrænum leifum var almennt viðurkennd fyrir 1960 og nokkru síðar höfðu kalíum argon mælingar á bergi gert mögulegt að aldursgreina storkuberg. Við slíkar mælingar reyndust elstu basalthraunlög hérlendis ekki ná nema 16 milljón ára aldri. Slíkt berg í nágrannalöndum svo sem Færeyjum, Grænlandi, Skotlandi og Írlandi er þrisvar til sex sinnum eldra. Þessi nýja þekking skaut stoðum undir kenningu Wegeners um landrek. Sú kenning endurbætt, flekakenningin, byggðist meðal annars á því að yngsta bergið er ávallt næst meginsprungum úthafanna. Sprunga Atlantshafsins liggur um Ísland, sem telst einn heitu reitanna á því sprungukerfi.

Tómas lést þann 30. sepember1965 aðeins 58 ára að aldri. Kerstin, ekkja Tómasar, varðveitti gögn hans til dánardægurs 17. maí 2014. Síðan lentu þau í vörslu Haralds sonar þeirra og eru nú varðveitt á Þjóðskjalasafni Íslands. Þessi gögn, einkum tvær vinnubækur Tómasar nefndar A og B, eru grunnheimildir við samningu þessarar greinar, auk ljósmynda. Tilvísanir til þeirra heimilda eru því aðeins hafðar við fyrstu notkun þeirra. Þá er bréfasafn hans einnig mikilvæg heimild.

 

UPPVÖXTUR OG SKÓLAGANGA

Tómas, oftast nefndur Tumi af kunnugum, fæddist 26 apríl 1907 á Halldórsstöðum í Bárðardal, Foreldrar hans voru Tryggvi Valdimarsson og María Tómasdóttir bændur þar. Tómas var næstyngstur fimm systkina. Veturinn 1922–1923 var Tómas nemandi í framhaldsskóla á Breiðumýri í Reykjadal sem var forveri héraðsskólans á Laugum í sömu sveit.3ÞÍ: Tómas Tr. skjalasafn Jóel Tómasson, bréf dags. 20.10.1922.,4HérÞing / (Héraðsskjalasafn Þingeyinga á Húsavík): Sigurdrífa Tryggvadóttir. Skjalasafn, bréf dags. 22.03,1923 til Maríu móður Tómasar. Vorið 1928 lauk hann prófi frá eldri deild þess skóla, en samkvæmt ársskýrslu var hann aðeins í skólanum frá áramótum.5Arnór Sigurjónsson 1929. Ársrit Nemendasambands Laugaskóla 3. bls. 143-144                                                                                                                                                                                    

 

Hjónin Kerstin (Jancke) og Tómas Tryggvason.

Hjónin Kerstin (Jancke) og Tómas Tryggvason.

Heimild nr. 2ÞÍ / (Þjóðskjalasafn Íslands): Tómas Tryggvason. Skjalasafn, ljósmynd

Árið 1925 fluttist Tómas með fjölskyldu sinni til Engidals á Fljótsheiði í sama hreppi. Þar vann hann við byggingu steinsteypts íbúðarhúss austan Engilækjar. Nýja húsið var tekið í notkun árið 1927, en föðursystkini Tómasar og fleiri. bjuggu þó í gamla bænum á vesturbakka Engilækjar til ársins 1932.

Tryggvi, faðir Tómasar, hafði annast grenjavinnslu í sveitinni en þegar heilsu hans hrakaði fór Tómas að taka við þeim störfum. Síðar mun Tómas hafa samið við sveitarstjórnina um grenjavinnsluna. Það verkefni var unnið snemma sumars og gat Tómas sinnt því verki þrátt fyrir skólavist sína allt til sumarsins 1934 og jafnvel 1935. Greidd voru daglaun fyrir grenjavinnsluna, nær hin sömu og daglaun karlmanns á þeim tíma, og því ekki mikill gróðavegur. Hins vegar var loðdýraævintýrið hið fyrra þá í fullum gangi svo efnilegir læðuyrðlingar sem náðust lifandi voru verðmiklir. Einn slíkur gat selst fyrir mánaðarlaun karlmanns.

Haustið 1925 var keypt ný Kongsberghaglabyssa 16 kalibera, á 155 kr og nokkrar haglapatrónur sem kostuðu 30 aura stykkið. Byssan var góð til fuglaveiða og ófáar rjúpur fallið fyrir henni. Tómas mun hafa verið mikilvægur liðsmaður við búrekstur og framkvæmdir í Engidal eftir flutning fjölskyldu hans þangað árið 1925. Tryggvi, faðir hans, var mjög nákvæmur um búreksturinn og viðskiptin við börn sín. Ætla má að dagvinnukaup karlmanns hafi þá verið um 10–12 krónur fyrir 10 klukkustunda vinnu.6HérÞIng: Tryggvi Valdimarsson. Skjalasafn, fylgiskjöl búrekstrar.

Í febrúar 1930 er Tómas kominn til Akureyrar í þeim tilgangi að taka þar gagnfræðapróf utanskóla. Hinn 19. þess mánaðar svarar Arnór Sigurjónsson, skólastjóri á Laugum, bréfi hans þaðan. Af bréfi Arnórs má skilja að Tómas óttist að hann nái ekki gagnfræðaprófinu með fyrstu einkunn, sem var skilyrði til inngöngu í menntaskólann. Arnór er jákvæður í bréfi sínu og ber lof á greind og þrautseigju Tómasar. Helst varar hann Tómas við skorti á áræðni og of mikilli gætni á stundum. Orðrétt skrifar Arnór: „Ég hef þá skoðun á þér, að þú sért raunar heldur lítill prófmaður. Það er þó hvorki fyrir skort á þreki eða gáfum, heldur fyrir það að þú hefur ekki lært nógsamlega að flýta þér að hugsa, og svo hættir þér til að standa álengdar og horfa á sjálfan þig, þegar þú ert að taka próf eða ætlar þér að standast aðra slíka raun. Það er óvani, sem erfitt er að venja af sér og er þó hægt með nokkurri gát.“7ÞÍ: Tómas Tr. Sjalasafn, Arnór Sigurjónsson, bréf dags.19.02,1930. Arnór hefur greinilega verið nokkuð áhrifamikill um vegferð Tómasar á yngri árum. Meðal annars semur Tómas með aðstoð hans greinargerð um Fljótsheiði og byggðina þar.8Tómas Tryggvason, og Arnór Sigurjónsson 1929, „Fljótsheiði.“ Ársrit Nemendasambands Laugaskóla, 4. bls. 3-15.

Tómas stóðst prófraunina við Menntaskólann á Akureyri og hóf nám í fjórða bekk þá um haustið. Stúdentsprófi lauk hann frá MA vorið 1933 með góðum árangri. Varð hann næstefstur og fékk námsstyrk til jarðfræðináms við Kaupmannahafnarháskóla þá um haustið. Tómas sagði síðar að stúdentsprófið og byssan hefðu gert sér upphaf háskólanámsins mögulegt og mun þá haft í huga námsstyrkinn og tekjurnar af grenjavinnslu og rjúpnaveiðum.99Þorsteinn Tómasson: Munnlegar upplýsingar. Vorið 1934 var Tómas kominn heim til Akureyrar í upphafi júnímánaðar og hafði þá eignast myndavél. Þaðan fór hann til Dalvíkur og tók nokkrar ljósmyndir sem meðal annars sýna skemmd hús þar eftir jarðskjálftann mikla, sem þar varð 2. júní það ár. Þá tók hann nokkrar myndir á heimaslóðum af grenjavinnslu og fleiru. Sumarið 1935 kom Tómas einnig til Íslands. Hinn 15. júlí var hann í för með öðrum fræðimönnum frá Akureyri til Fosshóls við Skjálfandafljót. Þar yfirgaf hann hópinn og hélt á heimaslóð.10Sigrún Helgadóttir 2021: Sigurður Þórarinsson, Mynd af manni, bls. 135. Í ágúst það sumar urðu breytingar á námsferli Tómasar. Danski athafnaog fræðimaðurinn Lauge Koch beitti sér fyrir rannsóknum á náttúru Íslands. Hann réð þekkta erlenda fræðimenn til starfans, svo sem svissnenska prófessorinn Richard A. Sonder og sænska bergfræðinginn Helge G. Backlund prófessor við Uppsalaháskóla. Guðmundur Kjartansson, þá jarðfræðinemi, hafði verið ráðinn sem aðstoðarmaður Sonders og þann 15. ágúst sumarið 1935 var Tómas ráðinn til aðstoðar við Backlund. Laun þessara aðstoðarmanna munu hafa verið ágæt eða 250 krónur á mánuði til allt að tveggja eða þriggja ára. Daglaun verkamanns á Íslandi það árið munu sennilega hafa verið 9 12 kónur, sömu og tíu árum áður, en verðbólga vegna heimskreppunnar var mikil milli 1930 og 1940 svo hver króna varð mun rýrari til innkaupa. Samhliða þessu starfi gat Tómas stundað ýmsar rannsóknir, svo sem á Reykjanesi, við Þingvelli og Skjaldbreið. Rannsóknir á Skjaldbreiðarhrauni og fleiri hraunum þar urðu höfuðverkefni hans til lokaprófs frá Uppsalaháskóla árið 1943. Sumrin 1935 og 1936 var Backlund við bergfræðirannsóknir með aðstoð Tómasar á Íslandi. Backlund mun þá hafa verið einn færasti bergfræðingur á Norðurlöndum. Samskipti Tómasar við hann hafa trúlega opnað honum leiðina til Uppsalaháskóla því þangað var hann kominn í upphafi októbermánuðar 1935 og var þá lokið námi hans við háskólann í Kaupmannahöfn. Í jarðfræðinni sérhæfði Tómas sig í bergfræði og varð fyrsi íslenski jarðfræðingurinn með sérþekkingu á því sviði. Námsaðstæður við háskólann í Höfn í þeirri grein munu hafa verið lélegri heldur en í Uppsölum. Því og öðrum aðstæðum í Uppsölum lýsir Tómas í bréfi til foreldra sinna rituðu þaðan.11HérÞing: Sigurdrífa Tryggvadóttir. Skjalasafn, bréf T.Tr. til foreldra dags.02.10.1835 Ljóst er að þær launagreiðslur, sem Lauge Koch var frumkvöðull að, hafa létt þeim Tómasi og Guðmundi mjög námskostnað sinn. Tómas og Guðmundur leiðbeindu hinum erlendu fræðimönnum um sunnanog vestanvert landið síðsumars 1935. Tómas aðstoðaði þá Sonder í tjaldútilegu á Hengilssvæðinu. Þar veiktist Sonder af botnlangabólgu en gat staulast með aðstoð Tómasar til Kolviðarhóls og þaðan var hann fluttur í sjúkrabíl til uppskurðar í Reykjavík.12Solveig Guðmundsdóttir 2010: Úr bréfum Guðmundar Kjartanssonar til Kristrúnar Steindórsdóttur 1933 – 1971, bls. 41-44. Guðmundur fór utan til Kaupmannahafnar snemma í september en Tómas fylgdi Lauge Koch norður á sínar æskustöðvar þar sem þeir komu meðal annars í bifreið til Engidals.13Landsbókasafn einkaskjöl: Skúli Guðmundsson. Skjalasafn, bréf frá Páli Guðmundssyni í Engidal dags. 31.10. 1935.

LESA ALLA GREIN

HEIMILDIR
  • 1
    Þorleifur Einarsson 1967. Tómas Tryggvason jarðfræðingur. Minningarorð og ritskrá. Náttúrufræðingurinn 36 (3.) bls.96-108.
  • 3
    ÞÍ: Tómas Tr. skjalasafn Jóel Tómasson, bréf dags. 20.10.1922.
  • 4
    HérÞing / (Héraðsskjalasafn Þingeyinga á Húsavík): Sigurdrífa Tryggvadóttir. Skjalasafn, bréf dags. 22.03,1923 til Maríu móður Tómasar.
  • 5
    Arnór Sigurjónsson 1929. Ársrit Nemendasambands Laugaskóla 3. bls. 143-144
  • 2
    ÞÍ / (Þjóðskjalasafn Íslands): Tómas Tryggvason. Skjalasafn, ljósmynd
  • 6
    HérÞIng: Tryggvi Valdimarsson. Skjalasafn, fylgiskjöl búrekstrar.
  • 7
    ÞÍ: Tómas Tr. Sjalasafn, Arnór Sigurjónsson, bréf dags.19.02,1930.
  • 8
    Tómas Tryggvason, og Arnór Sigurjónsson 1929, „Fljótsheiði.“ Ársrit Nemendasambands Laugaskóla, 4. bls. 3-15.
  • 9
    Þorsteinn Tómasson: Munnlegar upplýsingar.
  • 10
    Sigrún Helgadóttir 2021: Sigurður Þórarinsson, Mynd af manni, bls. 135.
  • 11
    HérÞing: Sigurdrífa Tryggvadóttir. Skjalasafn, bréf T.Tr. til foreldra dags.02.10.1835
  • 12
    Solveig Guðmundsdóttir 2010: Úr bréfum Guðmundar Kjartanssonar til Kristrúnar Steindórsdóttur 1933 – 1971, bls. 41-44.
  • 13
    Landsbókasafn einkaskjöl: Skúli Guðmundsson. Skjalasafn, bréf frá Páli Guðmundssyni í Engidal dags. 31.10. 1935.

Höfundur

  • Björn Pálsson

    Björn Pálsson (f. 1942) lauk BA prófi í sagnfræ›i frá Háskóla Íslands ári› 1973. Hann var kennari vi› Gagnfræ›iskólann í Hverager›i árin 1974-1981 og Fjölbrautaskóla Su›urlands árin 1981-1985. Árin 1985–1990 var hann skrifstofustjóri Búna›arbankans í Hverager›i og sí›an héra›sskjalavör›ur vi› Héra›sskjalasafn Árnesinga á Selfossi frá 1990 til starfsloka ári› 2009.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Náttúruminjasafn Íslands 

Bygggarðar 12

170 Seltjarnarnes

www.nmsi.is

[email protected]

Ritstýra: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Bygggarðar 12

170 Seltjarnarnes