Hér birtist önnur grein af þremur
undir fyrirsögninni Vatnajökull og grennd í tímans rás. Í þeirri fyrstu1 var farið yfir það sem einkennir aðstæður hérlendis þar sem stór hluti landsins er óbyggilegur og ferðir um hálendið voru til skamms tíma takmarkaðar við fáeina fjallvegi. Vísað var til þess að fátt finnst í rituðum heimildum fyrir 1600 um Vatnajökul, stærð hans og svipmót og ferðir manna yfir jökulinn til fiskveiða við ströndina sunnan hans. Sagt var frá nýlegum rannsóknum á stærð Vatnajökuls og þróun skriðjökla sem frá honum skríða. Getið var helstu útróðrarstaða í Skaftafellssýslum og heimilda um Hálsahöfn í landi Borgarhafnar í Suðursveit, sem var lengi þeirra stærst. Raktar voru heimildir um minnkandi gróðurfar norðan jökulsins og lýst aðstæðum þar í helstu gróðurvinjum ásamt fornleifum sem votta um mannvist forðum tíð.
Í þessari grein eru raktar helstu heimildir um ferðir frá Fljótsdalshéraði og úr Norðurlandi yfir jökulinn og í grennd hans til sjóróðra. Vísað er á líklegar ferðaleiðir á jökli og um byggðir beggja vegna og raktar ritaðar heimildir náttúrufræðinga og áhugamanna frá 19. og 20. öld um hálendisferðir. Bent er á líklegar minjar um verbúðir í landi Hestgerðis og getið sagna um samskipti vermanna við heimafólk í Suðursveit. Sérstaklega er vakin athygli á tengslum Skriðuklausturs við Borgarhöfn og Hálsahöfn á 16. öld, og Skaftafells og Möðrudals yfir jökul fyrr á öldum.
https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/1.-mynd-NY-MYND-NOV-2020-2-vatnaj-ferdir-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/2.-mynd.-IMG-Daniel-Bruun_0001.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/3-mynd-Picture-2.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/4.-mynd-Sigurdur-THorarinssonPicture-3.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/5.-mynd-19370707sig_thor_tjald-002-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/6.-mynd-OF-LITIL-NY-fornar-vatnajokulsleidir.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/7.-mynd-IMG_4520.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/8.-mynd-des_Jack-Yves-IMG_9531-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/9.-mynd-Arni-Magnusson-2151-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/10.-mynd-Godahryggur-250889.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/11.-mynd-Sveinn-Palsson-43-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/12.-mynd-THorvaldur-Thoroddsen-22535-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/13.-mynd-ath-kurd-IMG_1745-2.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/14-mynd-OF-LITIL-NY_IMG_0609-Skriduklaustur-uppgr.-240607.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/15.-mynd-IMG_0968-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/16.-mynd-NY-Picture1-Kleifarskogur-140894-2.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/17.-mynd-SG_2014_01_halsatindur8.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/18.-mynd-OF-LITIL-SG_2013_halsatindur12.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/19.-mynd-Ut-Stadardal-3-ARbQeGSg-Skuli-lagf..jpeg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/20.-mynd_NY_NY_til-stadarhalsa-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/21.-mynd-IMG_9422-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/22.-mynd-SG_2014_Morsardalur10.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/23.-mynd.-Ragnar-i-Skaftafelli-img468-scaled.jpg