Kvískerjabræður – Flosi, Helgi og Hálfdán Björnssynir – heimsóttu Kárasker í Breiðamerkurjökli fyrstir manna 1957 og skráðu þar gróður. Skerið nefndu þeir í höfuðið á Kára Sölmundarsyni sem samkvæmt Njálu bjó á bænum Breiðá sem síðar fór undir jökul. Eyþór Einarsson kom þangað fyrst árið 1961 með Hálfdáni og fleirum og þá fannst einnig nýtt jökulsker um 1,5 km suðvestur af Káraskeri. Eyþór nefndi það Bræðrasker eftir Kvískerjabræðrum. Eyþór og Hálfdán hófu síðan gróðurvöktun á skerjunum árið 1965 með því að merkja þar fasta reiti og vakta þá reglulega. Sjaldan voru þeir Eyþór og Hálfdán einir á ferð og voru í föruneyti þeirra ýmsir náttúrufræðingar sem aðstoðuðu við rannsóknirnar eða sinntu eigin rannsóknum.
Til vinstri: Áð neðst í Káraskeri árið 1985 á stað sem var nýkominn undan jökli og ennþá gróðurlaus. Hér má sjá Eyþór, Erling Ólafsson skordýrafræðing og Sigurð Björnsson frá Kvískerjum hvíla lúin bein og ræða málin. Til hægri: Eyþór, Erling, Sigurður og Kristbjörn Egilsson. Sá síðastnefndi fór nokkra leiðangra í skerin og Esjufjöll með Eyþóri og tók þessar myndir.
https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/4-b-KE_mg252.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/5-b-BDS_114_1500.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/5-a-BDS_114_1499.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/4-a-KE_img250.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/3-b-MW_IMG_4366.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/3-a-SH_IMG_4350.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/2-a-KE_img247.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/2-b-KE_img260.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/1-a-KE_img240.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/05/1-b-KE_Esjufjoll-046-1.jpg