Skýrsla stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags

– flutt á aðalfundi 28. febrúar 2022

Aðalfundur fyrir starfsárið 2020 var haldinn 25. febrúar 2021 rafrænt (á Zoom) að loknu erindi Bryndísar Marteinsdóttur, Gróður- og jarðvegsauðlindir Íslands: Ástand og nýting. 

SKIPUN STJÓRNAR 

Á aðalfundi 25. febrúar 2021 rann út kjörtímabil þriggja stjórnarmanna, þeirra Hrefnu Sigurjónsdóttur, Bryndísar Marteinsdóttur og Gróu Valgerðar Ingimundardóttur. Bryndís Marteinsdóttir gaf ekki kost ásér til áframhaldandi stjórnarsetu en það gerðu Hrefna og Gróa Valgerður, og jafnframt gaf Guðmundur Björnsson kost ásér. 

Kosningar til stjórnar fóru þannig að Hrefna og Gróa Valgerður voru endurkjörnar og auk þeirra var Guðmundur Björnsson kjörinn stórnarmaður. Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir, þeir Steinþór Níelsson og Sveinbjörn Egill Björnsson. Bryndísi Marteinsdóttur var ásamt öðrum fráfarandi stjórnarmönnum þakkað kærlega fyrir ómetanlegt framlag til félagsins, þvíþað er ekki sjálfsagt að fólk gefi tíma sinn til slíkra starfa án þess að krefjast neins í staðinn nema ánægju og félagsskapar. 

Stjórn skipti með sér verkum að loknum aðalfundi og var þannig skipuð: 

  • Ester Rut Unnsteinsdóttir, formaður 
  • Hrefna Sigurjónsdóttir, varaformaður 
  • Gróa Valgerður Ingimundardóttir, ritari 
  • Snæbjörn Guðmundsson, gjaldkeri 
  • Anna Heiða Ólafsdóttir, félagsvörður 
  • Helena W. Óladóttir, fræðslustjóri 
  • Guðmundur Björnsson, kynningarstjóri. 

Breytingar urðu í stjórn á árinu. Annars vegar baðst Guðmundur Björnsson undan stjórnarsetu í júlí vegna anna. Hins vegar hætti Snæbjörn Guðmundsson í stjórn af persónulegum ástæðum í nóvember. Engir varamenn eru kjörnir til stjórnar félagsins og því hefur stjórn verið skipuð fimm manns í stað sjö, að formanni meðtöldum, ásíðasta fjórðungi starfsársins. Formaður tók að sér hlutverk gjaldkera en hægt gekk að fáprókúru og aðgang að rafrænum skjalasvæðum vegna breyttra reglna um skilyrt samþykki allra stjórnarmanna með rafrænum skilríkjum, sem ekki allir hafa. Er þetta meðal annars ástæða þeirra tillagna að lagabreytingum sem stjórn leggur fyrir þennan fund. Rafrænt samþykki meirihluta stjórnar ætti að nægja til að breyta um prókúruhafa enda ótækt að slík mál tefjist í langan tíma eftir niðurstöður aðalfundar ár hvert. 

Óhætt er að segja að verkefni síðasta stjórnarárs hafi verið ærin og krefjandi en stjórnin hefur komið miklu áleiðis, þótt ekki hafi gefist mörg tækifæri til að koma saman í raunheimum vegna heimsfaraldursins. 

Á árinu voru haldnir 13 reglulegir stjórnarfundir en auk þess nokkrir óformlegir fundir stjórnar vegna sérstakra mála eftir því sem þörf var á. Jafnframt átti stjórn og/eða formaður fundi með ritstjóra og forstöðumanni NMSÍ vegna endurskoðunar áútgáfunni, samstarfssamninga og ráðningar nýs ritstjóra. 

FÉLAGSMENN 
Fræðsluferð HÍN 2021. Hrefna Sigurjónsdóttir líffræðingur fjallaði um ýmis sérkenni lífvera fjörunnar. Ljósm. Ester Rut Unnsteinsdóttir.

Fræðsluferð HÍN 2021. Hrefna Sigurjónsdóttir líffræðingur fjallaði
um ýmis sérkenni lífvera fjörunnar. Ljósm. Ester Rut Unnsteinsdóttir.

Félagsmönnum fjölgaði um sjö fráfyrra ári, þar sem nýir félagar voru 23 en 11 hættu og 5 létust. Heildarfjöldi félagsmanna var 1069 í árslok 2021. Þar af voru 4 heiðursfélagar, 3 ævifélagar, 1 kjörfélagi, 38 nemar og 99 fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Meðal félaga sem létust voru tveir heiðursfélagar: 

Fyrrverandi formaður félagsins og heiðursfélagi, Eyþór Einarsson grasafræðingur, lést þriðjudaginn 24. nóvember 2021, 92 ára að aldri. Eyþór vann ötullega að félagsmálum og var formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga 1960–1962, ritari Hins íslenska náttúrufræðifélags 1960–1964 og formaður þess 1964–1966 og 1976–1980. 

 Fyrrverandi formaður félagsins og heiðursfélagi, dr. Arnþór Garðarsson fuglafræðingur, lést ánýársdag 2022, 83 ára að aldri. Árið 2010 var æviágrip Arnþórs birt íNáttúrufræðingnum ítilefni sjötugsafmælis hans, sem ritað var af Gísla Má Gíslasyni, Árna Einarssyni og Þóru Ellen Þórhallsdóttur. 

Fræðsluferð HÍN 2021. Gengið var úr Blikastaðakró og eftir ströndinni. Ljósm. Ester Rut Unnsteinsdóttir.

Fræðsluferð HÍN 2021. Gengið var úr Blikastaðakró og eftir
ströndinni. Ljósm. Ester Rut Unnsteinsdóttir.

ÚTGÁFA 
Náttúrufræðingurinn

Á árinu komu út fjögur hefti 91. árgangs tímaritsins í tveimur blöðum. Hefti 1.−2. (87 bls.) kom út um vorið og hefti 3.−4. (174 bls.) í byrjun janúar 2022. Stefnt er að því að hér eftir komi seinna heftið út fyrir áramót. Höfundum og ritrýnum greina er þakkað þeirra framlag. Fráog með 3.−4. hefti var aðgangur opnaður að Náttúrufræðingnum á timarit.is og má nú lesa greinarnar þar á sama tíma og tímaritið kemur út. 

Ritstjórn Náttúrufræðingsins 

Ritstjórn Náttúrufræðingsins var súsama og ásíðasta ári: 

Droplaug Ólafsdóttir, dýrafræðingur, formaður 

Esther Ruth Guðmundsdóttir, jarðfræðingur 

Hlynur Óskarsson, vistfræðingur 

Hrefna Sigurjónsdóttir, líffræðingur, fulltrúi stjórnar HÍN 

Sindri Gíslason, sjávarlíffræðingur 

Tómas Grétar Gunnarsson, dýravistfræðingur 

Þóroddur F. Þóroddsson, jarðfræðingur. 

Ritstjórn vinnur ómetanlegt starf í þágu útgáfunnar og er ritstjórnarmönnum hér með þakkað fyrir sitt framlag. Ritstjóri var Álfheiður Ingadóttir og var 91. árgangur sásíðasti sem hún ritstýrði. 

Ritstjóri boðaði að venju reglulega til ritstjórnarfunda og einstakir ritstjórnarmenn lásu með ritstjóra innsendar greinar til að meta hvort þær stæðust kröfur og hvaða flokki þær tilheyrðu, og einnig gerðu ritstjórnarmenn tillögur að ritrýnum. Ritstjórnin fékk sendar tillögur um nýja ritstjórnarstefnu frástjórn HÍN og brást við þeim. Stefnan birtist bráðlega áheimasíðu Náttúrufræðingsins og er enn verið að vinna verklagsreglur og leiðbeiningar samkvæmt henni með ritstjóra. 

Í lok ársins 2021 var Margrét Rósa Jochumsdóttir ráðin nýr ritstjóri og hóf hún störf eftir áramót. 

Vefútgáfa Náttúrufræðingsins

Áfram var unnið að því að koma útgáfu tímaritsins á vefinn. Verkefnastyrkur hafði fengist fráumhverfis- og auðlindaráðuneytinu í janúar 2020 að upphæð ein milljón króna. Snæbjörn Guðmundsson, þáverandi gjaldkeri HÍN, tók að sér verkstjórnina. Honum til halds og trausts var skipaður svokallaður vefhópur, og störfuðu í honum tveir fulltrúar ritstjórnar Náttúrufræðingsins, þau Droplaug Ólafsdóttir og Sindri Gíslason, og tveir fulltrúar úr stjórn HÍN auk Snæbjörns, þær Gróa Valgerður Ingimundardóttir og Helena W. Óladóttir. 

Framgangur verkefnisins hefur því miður ekki verið með fullnægjandi hætti og nýleg tölublöð eru ekki ennþá aðgengileg á vefnum. Á vordögum 2021 var ætlunin að opna síðuna með formlegum hætti og þáfyrst voru drög að henni kynnt stjórn og vefhóp. Þávar ljóst að hún stóð engan veginn undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar og hafði þarfagreining vefhópsins verið virt að vettugi. Engu að síður hafði styrkurinn verið greiddur hönnuði án fyrirliggjandi samninga, verkáætlunar eða gagna sem styddu framgang verkefnisins. Sagði Snæbjörn sig í kjölfarið fráverkefninu og tók vefhópurinn alfarið við því undir stjórn Helenu. 

Því miður hefur þessi töf haft þær afleiðingar að félagið hefur ekki kost áfrekari styrkveitingum opinberra aðila áárinu. Óskaði umhverfisráðuneytið eftir greinargerð um málið, ellegar yrði gerð krafa um endurgreiðslu styrksins. Stjórn HÍN skilaði greinargerð í ársbyrjun og þótti hún fullnægjandi af ráðuneytisins hálfu. Fékkst lokahluti styrksins greiddur og er þvímáli þar með lokið. Það er miður að töf hafi orðið áopnun vefritsins en fullur vilji er til að halda áfram verkinu og áhersla lögð áað ljúka því hið fyrsta. Margrét Rósa Jochumsdóttir, nýráðinn ritstjóri, hefur mikla reynslu og þekkingu af slíkri útgáfu. Hún hefur gert úttekt ámálinu og komið með tillögu að leið sem virðist bæði farsæl og hagkvæm. Vefhópurinn vinnur áfram með Margréti að því að koma vefnum í gagnið fyrir haustið. 

STARFSMAÐUR VEFÚTGÁFUNNAR 

Vinnumálastofnun samþykkti að veita félaginu styrk fyrir einu stöðugildi í 2½ mánuð sumarið 2021. Var styrkurinn liður í atvinnuátaki fyrir námsmenn og var stefnt að ráðningu nema í náttúru- og/eða fjölmiðlafræði til að vinna eldra efni Náttúrufræðingsins fyrir nýja vefsíðu. Snæbjörn, þáverandi gjaldkeri HÍN, sáum ráðninguna og bauð Hilmar Malmquist viðkomandi aðstöðu í húsnæði NMSÍ áSuðurlandsbraut. Ráðinn var nemi til verksins en því miður skilaði þetta ekki þeim árangri sem stjórn HÍN hafði vænst. 

FRÆÐSLA OG VIÐBURÐIR 
Fræðsluerindi/hlaðvarp

Hlaðvarpið Hinir íslensku náttúrufræðingar fór í loftið áhaustmánuðum 2020. Sex nýir þættir bættust við árið 2021 og var þar rætt við náttúrufræðinga um líf þeirra og fræðistörf. Þetta eru sérlega skemmtileg viðtöl og er stjórn mjög ánægð með hvað þættirnir hafa fengið góðar viðtökur. Þættirnir eru aðgengilegir áöllum helstu hlaðvarpsveitum auk heimasíðu HÍN. Helena W. Óladóttir og Hafdís Hanna Ægisdóttir höfðu umsjón með gerð hlaðvarpsins. 

Fræðsluferðir

Farin var ein fræðsluferð, í samstarfi við Bókasafn Mosfellsbæjar. Gengið var úr Blikastaðakró, yfir göngubrúog eftir ströndinni, beint fyrir ofan árósinn þar sem Korpa rennur í Leiruvoginn. Svæðið liggur ámörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og einkennist af sjávarfitjum, grýttum þangfjörum og víðáttumiklum leirum. Þarna er mikið fuglalíf áöllum árstímum. 

Járngerður Grétarsdóttir, plöntuvistfræðingur hjáNáttúru-fræðistofnun Íslands, sagði fráþví sem markvert var að sjáaf gróðri og Hrefna Sigurjónsdóttir, líffræðingur og varaformaður HÍN, fjallaði um ýmis sérkenni lífvera fjörunnar (þang og smádýr) og benti að auki áfugla í fjörunni og utan hennar. Góð þátttaka var í ferðinni og mættu um 30 manns áöllum aldri (5− 80 ára). Þrátt fyrir hressilega skúr var gerður góður rómur að ferðinni og voru þátttakendur, sem og skipuleggjendur, mjög ánægðir með daginn. 

STUÐNINGUR VIÐ ÝMIS MÁLEFNI 
Málþing

Hinn 28. september var öld liðin fráláti Þorvalds Thoroddsens, hins heimsþekkta frumkvöðuls ásviði jarð-og náttúrufræða. Málþing var haldið honum til heiðurs í Þjóðarbókhlöðunni og hans minnst með fræðandi erindum og opnun sýningar. Að málþinginu stóðu Náttúruminjasafn Íslands, Hið íslenska náttúrufræðifélag, Landsbókasafn Íslands − Háskólabókasafn, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofa Íslands, Hið íslenska bókmenntafélag, Jarðfræðafélag Íslands, Líffræðifélag Íslands, Jöklarannsóknafélag Íslands og Vísindafélag Íslands. Undirbúningur málþingsins var í umsjáNáttúruminjasafnsins og vann Snæbjörn Guðmundsson meðal annars að honum. Stjórn samþykkti að styðja málþingið með 150 þúsund kr. framlagi. 

Hafið er okkar umhverfi − Kvennasigling 2021
Seiglurnar staddar fyrir utan Hornbjarg í Kvennasiglingunni 2021. Ljósm. Halla Ólafsdóttir.

Seiglurnar staddar fyrir utan Hornbjarg í Kvennasiglingunni 2021.
Ljósm. Halla Ólafsdóttir.

Markmiðið með Kvennasiglingarverkefninu var vekja athygli áumhverfismálum hafsins og hvetja konur til að sigla. Um var að ræða sjálfsprottið frumkvæði sex íslenskra kvenna. Siglt var á50 feta skútu umhverfis landið í júní og júlí og bauðst konum hvaðanæva af landinu að taka þátt í siglingunni hluta úr leiðinni. Alls tóku 30 konur þátt ísiglingunni og vakti verk-efnið verðskuldaða athygli. Konurnar kalla sig Seiglur enda þarf seiglu til að sigla og einnig þarf seiglu til að takast ávið umhverfisáskoranir framtíðarinnar. Hópurinn stóð fyrir ráðstefnu áÍsafirði, málþingi áAkureyri og tileinkaði sér hæglæti áDjúpavogi. Siglingin var farin í samstarfi við þrjúráðuneyti og við félagasamtök um siglingar og fyrirtæki í sjávarútvegi og auk þess lagði fjöldi annarra aðila málefninu lið. Nánar málesa um framtakið ávefsíðu þess: https://kvennasigling. weebly.com/. Stjórn samþykkti að styðja málþingið á Akureyri með 150 þúsund kr. framlagi. 

Seiglurnar á siglingu í Djúpinu í Kvennasiglingunni 2021. Ljósm. Halla Ólafsdóttir.

Seiglurnar á siglingu í Djúpinu í Kvennasiglingunni 2021.
Ljósm. Halla Ólafsdóttir.

FRJÁLS FLAGASAMTÖK 

Í febrúar 2021 var varaformaður HÍN tilnefndur til tveggja ára í þriggja manna hóp sem hefur haft það hlutverk að vera tengiliður umhverfis- og auðlindaráðuneytisins (núumhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis) og náttúru- og umhverfisverndarsamtaka sem eiga fulltrúa í ýmsum nefndum sem ráðherra skipar. Hópurinn leitar eftir tilnefningum fráfélögunum. Þegar tilnefningar eru komnar kjósa formenn félaganna ámilli frambjóðandanna og hópurinn tilkynnir ráðuneytinu niðurstöðuna. Hópurinn er einnig til reiðu þegar ráðuneytið þarf að koma upplýsingum áleiðis og/eða vill ræða breytingar ásamstarfssamningi við félögin. Virkni félagsins í málum sem þessum er meðal þeirra atriða sem tekin eru til greina í afgreiðslu styrkumsókna félagsins til stjórnarráðsins. 

Árið 2021 tók félagið þátt í eftirfarandi tilnefningum: 

Hinn 10. júní sendu tengiliðirnir tilnefningar í fagráð náttúruminjaskrár. Tilnefnd var Erla Dóra Vogler, jarðfræðingur og óperusöngkona, og til vara Hrafnhildur Hannesdóttir, jarðfræðingur og jöklafræðingur. 

Hinn 1.maívar tilnefnd í stýrihóp vegna áætlunar um loftgæði áÍslandi 2018−2029 Gerður Stefánsdóttir, líffræðingur og yfirverkefnastjóri umhverfis- og auðlindamála hjáVeðurstofu Íslands, og til vara Hafþór Ingi Ragnarsson, sjötta árs læknanemi. 

Hinn 6. apríl 2021 var Helena Westhöfer Óladóttir skipuð varafulltrúi í svæðisráð vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði í stað Arnar Óskarssonar sem sagði sig frástarfinu. 

Hinn 25. febrúar 2021 var Tinna Hallgrímsdóttir skipuð í ráðgjafarhóp vegna rannsóknarverkefnis um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. 

Þann 24. febrúar 2021 var Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar skipuð í nefnd til að annast veitingu umhverfisviðurkenningar umhverfis- og auðlinda-ráðuneytisins, Kuðungsins. 

ÁLYKTANIR OG UMSAGNIR 

Á vordögum 2021 bárust fréttir af því að landselur dræpist í stórum stíl þegar hann flæktist í netum fiskiskipa. Af því tilefni var skrifað samhljóða bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Bréfið undirrituðu formaður HÍN og framkvæmdastjóri Landverndar. Bréfinu fylgdi greinargerð um málið og var beðið um fund til að fá svör við því hvernig stjórnvöld hygðust bregðast við. Greinargerðina vann óformlegur faghópur félagsins um málefni spendýra. Fundurinn var aldrei haldinn. 

Árið 2020 voru sett fram drög að landsáætlun um skógrækt og opnað fyrir umsagnir og ályktanir um þau í samráðsgátt stjórnvalda. Málið var síðar fjarlægt úr samráðsgáttinni og flutt ávefsetur Skógræktarinnar sem hafði umsjón með vinnslu áætlunarinnar, en verkefnið hélt áfram áþeim vettvangi. Skógræktin kallaði í kjölfarið eftir svörum við fjölda spurninga sem sendar voru 17 samráðsaðilum, þar á meðal HÍN. Svörum átti að skila í viðtali við forsvarsmenn Skógræktarinnar en félagið fór fram áað fájafnframt að skila skriflegu svari. Stjórn fékk tvo fyrrverandi formenn félagsins, þær Þóru Ellen Þórhallsdóttur og Kristínu Svavarsdóttur plöntuvistfræðinga, til að vinna svör við spurningum Skógræktarinnar í samvinnu við formann og varaformann. Voru þau send í júní 2021 og fór Þóra Ellen áfundinn. Í stuttu máli var gerður fjöldi athugasemda við framlagða skógræktaráætlun. Mörg félög, stofnanir og aðrir aðilar skiluðu athugasemdum sambærilegum og HÍN, og í kjölfarið hefur áhugahópur sem í eru fyrr- og núverandi starfsmenn stofnana og fulltrúar frjálsra félagasamtaka, svo sem Fuglaverndar og Vistfræðifélagsins, haldið nokkra fundi til að safna saman efni til kynningar fyrir ráðherra. Fundur með Svandísi Svavarsdóttur, ráðherra málaflokksins, var svo haldinn 9. febrúar 2022. Samkvæmt svörum fráráðherra verður landsáætlun um skógrækt endurskoðuð, og hyggst hópurinn fylgja málinu eftir. 

SAMSTARF VIÐ NÁTTÚRUMINJASAFNIР

Samkvæmt samningi frá 2014 hafa HÍN og Náttúruminja-safnið kostað útgáfu Náttúrufræðingsins ísameiningu, sinn helming hvort. Í kjölfar nýlegra breytinga áritstjórnarstefnu og vegna fyrirhugaðrar vefútgáfu tímaritsins var samstarf félagsins og Náttúruminjasafnsins um útgáfuna endurskoðað. Formaður fundaði með forstöðumanni NMSÍ og ritstjóra og varð að samkomulagi að samningurinn milli félagsins og safnsins frá2014, auk ráðningarsamnings við ritstjóra, rynni út um áramót. Nokkrir aðrir fundir voru haldnir og tók Hrefna Sigur-jónsdóttir, varaformaður HÍN, þátt í samningaviðræðum ásamt formanni. Endurskoðun samningsins önnuðust stjórn félagsins og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður NMSÍ, og var hann undirritaður í desember 2021. Samningurinn var í kjölfarið birtur ávefsetri félagsins. 

Í nóvember var auglýst eftir nýjum ritstjóra, og skyldi hann hefja störf í ársbyrjun 2022. Texta auglýsingarinnar sömdu formaður og varaformaður ásamt Hilmari. Alls bárust sex umsóknir um starfið og varð samhljóða niðurstaða beggja aðila að ráða Margréti Rósu Jochumsdóttur nýjan ritstjóra Náttúrufræðingsins. 

Margrét hefur meistarapróf í hagnýtri ritstjórn og útgáfu og hefur víðtæka reynslu af útgáfu og vefumsjón. Hún stundar núnám í umhverfis- og auðlindafræði. Margrét sér um hefðbundna útgáfu Náttúrufræðingsins og hefur að auki umsjón með nýrri vefútgáfu tímaritsins. Hún hefur störf í janúar 2022 og hefur þegar fundað með ritstjórn og fulltrúum stjórnar í vefhóp. Við bjóðum Margréti velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins. Álfheiði Ingadóttur, fráfarandi ritstjóra, þökkum við kærlega fyrir áratugastarf við útgáfu blaðsins. 

Meðal þess sem rætt hefur verið í þessum samningaviðræðum er merking tímaritsins. Mikilvægt er að íþessari skýrslu komi fram að stjórn er einhuga um að Náttúrufræðingurinn sé tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags og að því verði ekki breytt. Útgáfan hefur verið samstarfsverkefni ýmissa aðila í gegnum tíðina, og kemur það fram á forsíðu, íblaðupplýsingum og víðar hverjir standa að útgáfunni. Stjórnarmenn finna til mikillar ábyrgðar í þessu máli sem kjörnir fulltrúar félagsins. 

MÁLEFNI NÁTTÚRUMINJASAFNSINS 

Hin mikla barátta um lausn áhúsnæðisvanda Náttúru-minjasafnsins hefur fráupphafi verið viðamesta málefni HÍN, auk útgáfu Náttúrufræðingsins. Stjórn félagsins hefur aldrei látið sitt eftir liggja við að greiða götu safnsins eftir bestu getu, eins og fram hefur komið í ársskýrslum undanfarna áratugi. Súbreyting hefur orðið að ásíðasta stjórnarári hefur stjórn ekki tekið beinan þátt í málum safnsins og ekki verið upplýst um málefni þess með sama hætti og áður hefur verið. Er það kannski merki um að safnið sé núí öruggri höfn og að ekki sé lengur þörf ástuðningi fráfélaginu? Stjórn HÍN óskar safninu alls hins besta og hlakkar til þess að félaginu verði boðið til opnunar Náttúruhúss áNesinu þegar þar að kemur. 

LOKAORР

Eins og fram hefur komið hefur síðastliðið stjórnarár verið viðburðaríkt og krefjandi. Þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir hefðbundnu starfi með þátttöku félaga, annað árið í röð, hefur mjög margt áunnist. eins og sagt var fráhér að framan. Vefútgáfan hefur reynst viðameiri en gert var ráð fyrir og reyndi það mál mjög ástjórnarliða. Núhefur birt verulega til í þeim efnum og þótt ekki sé hægt að opna vef Náttúrufræðingsins áþessum ársfundi, eins og áætlað var, verður þessi árgangur (2022) gefinn út bæði áprenti og ávef. Þeim tímamótum ætlum við að fagna. Súmetnaðarfulla stefna hefur verið sett að efni Náttúrufræðingsins verði opið og aðgengilegt án þess að það komi niður ágæðum eða fagmennsku. Til þess þarf að tryggja fjármagn. Fráfarandi stjórn hefur rætt nokkrar hugmyndir til að efla og styrkja félagið og verður verk nýrrar stjórnar að halda áfram þeirri vinnu. Við viljum fjölga félögum og fásamtök og stofnanir til að leggja meira fétil starfsins en almenn félagsgjöld. Nýr vefur Náttúrufræðingsins, með nútímalegri leið til birtingar greina og annars fræðsluefnis um málefni náttúrunnar, verður vonandi til þess að laða að fleiri aðila sem vilja styðja slíka útgáfu. Auk þess þarf að fara yfir eignir og birgðir félagsins og meta hvað af þeim er hægt að nýta til fjáröflunar til verkefna félagsins. 

Við verðum vör við mikinn áhuga ástarfi félagsins og þeirri stefnu sem hér hefur verið reifuð. Sústaðreynd að auðvelt hefur verið að fáfólk úr röðum félaga til að ganga í stjórn segir okkur að við erum áréttri leið. 

Ester Rut Unnsteinsdóttir, formaður 

Höfundur

  • Ester Rut Unnsteinsdóttir

    Ester Rut Unnsteinsdóttir (f. 1968) lauk BSc-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 1999 og kennsluréttindum í náttúrufræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2005. Árið 2014 lauk hún doktorsnámi í líffræði við Háskóla Íslands undir leiðsögn Páls Hersteinssonar prófessors og var viðfangsefnið stofnvistfræði hagamúsa. Ester sinnti kennslu í náttúrufræðum á grunnskólastigi árin 1999–2002 og var stundakennari við Líf- og umhverfisvísindasvið HÍ á tímabilinu 2002–2013. Árið 2007 stofnaði hún Melrakkasetur Íslands í Súðavík, sem opnað var almenningi árið 2010, og starfaði hún þar til ársins 2013 þegar hún hóf störf á Náttúrufræðistofnun Íslands. Ester hefur fylgst með refum á Hornströndum frá árinu 1998 og borið ábyrgð á vöktun íslenska refastofnsins frá árinu 2012.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24