Notkun rafeindasmásjár við tegundagreiningu svifþörunga í Þingvallavatni

Hér eru birtar myndir úr SEM-rafeindasmásjá (e. Scanning Electron Micro-
scope) af nokkrum algengum svifþörungum í Þingvallavatni. Þeir eru sýndir í meiri stækkun og í betri upplausn en áður hefur verið unnt. Það hjálpar til við að minnka óvissu um flokkun þeirra og tegundarheiti. Einnig eru raktar eldri upplýsingar um tegundirnar eða ættkvíslir þeirra í vatninu. Niðurstöður rannsóknanna sem hér eru birtar eru árangur samstarfs um myndatöku með rafeindasmásjá og liður í endurskoðun greiningar til tegunda í þörungasvifi Þingvallavatns.

Rafeindasmásjármyndirnar birtast hér til þess að aðrir sérfræðingar geti dregið ályktanir á eigin forsendum við greiningu. Vegna vistfræðilegra rannsókna, svo sem þörungatalninga við litla stækkun, er einnig mikilvægt að hægt sé að vísa til  niðurstaðna rannsókna í rafeindasmásjá varðandi þörungaform sem verið er að vinna með, en ekki er unnt að greina til tegundar í ljóssmásjá.

https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-15.13.20.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-15.13.20-1.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-15.13.36.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-15.21.00.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-15.21.19.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-15.25.59.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-15.26.14.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-15.31.30.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-15.34.53.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-23-at-15.35.00.png

Höfundur

  • Margrét Rósa Jochumsdóttir er ritstjóri prent- og vefútgáfu Náttúrufræðingsins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24