Ljósmyndir eftir Stjórnandi 11/2022 Séð frá Surtsey til Syrtlings sumari! 1965. Ljósmynd: Sigurður ÞórarinssonMóberg efst á Austurbunka. Gígurinn Surtungur að baki. Ljósmynd: Daníel BergmannÁ tangaflötinni nor!an gjóskugíganna þekur melgresi (Leymus arenarius) og fjöruarfi (Honckenya peploides) sandinn, Austurbunki með smágígnum Strompi gnæfir yfir. Ljósmynd: Birgir Vilhelm ÓskarssonSyrtlingur sumarið 1965. Geirfuglasker, Geldungur og Súlnasker að baki. Ljósmynd: Ævar JóhannessonTjald úr gjósku fellur niður úr gosmekki frá Surtsey. Glittir í Geldung, Súlnasker og Geirfuglasker í gegnum tjaldið. Ljósmynd: Sigurður ÞórarinssonHraunrennsli í Surtsey. Ljósmynd: Sigurður ÞórarinssonGróskulegur gróður á hrauni í máfavarpinu á suðurhluta Surtseyjar. Ljósmynd: Daníel BergmannBaldursbrá (Tripleurospermum maritimum) í Surtsey, 2019. Ljósmynd: Birgir Vilhelm ÓskarssonHorft yfir Surtsey til austurs. Austurbunka ber hæst. Ljósmynd: Jón Viðar SigurðssonFýlsungi í Surtsey, 2019. Ljósmynd: Birgir Vilhelm ÓskarssonMynd tekin á upphafsdögum Surtseyjargossins í nóvember 1963. Ljósmynd: Sigurður ÞórarinssonSurtsey frá suðvestri, haustið 2008. Ljósmynd: Jón Viðar Sigur!ssonSurtsey að vestanverðu. Hraunlög liggja ofan á móberginu. Ljósmynd: Daníel BergmannMálverk af gróðri í Surtsey eftir Þórunni Báru Björnsdóttur myndlistarkonu.