Áhersla á verndun víðerna hefur farið stigvaxandi á opinberum vettvangi hér á landi síðastliðin ár. Í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 og í landsskipulagsstefnu 2015–2026 er þessi áhersla ítrekuð. Í landsskipulagsstefnunni er sveitarfélögum sem land eiga að miðhálendinu meðal annars gert að útfæra stefnu um verndun víðerna í skipulagsáætlunum sínum. Til grundvallar þeirri stefnu á að liggja kortlagning á umfangi víðerna. Skilgreining á hugtakinu víðerni hefur hins vegar lengi verið umdeild, einkum þar sem bæði viðhorf og upplifun fólks um víðerni er mjög mismunandi. Það getur því reynst torvelt að ákvarða hvað nákvæmlega á að varðveita. Meginmarkmið þeirrar rannsóknar sem hér er skýrt frá var að meta hugmyndir og viðhorf Íslendinga til víðerna. Spurningakönnun var send á úrtak landsmanna og var þar meðal annars stuðst við ákveðnar sviðsmyndir. Hver þátttakandi valdi milli mynda sem hann taldi passa best og síst við hugmynd sína um víðerni. Niðurstöður sýna að ummerki um mannvist í hvaða mynd sem er, fyrir utan fornminjar, dregur úr víðernisupplifun Íslendinga. Í hugum þeirra felst gildi víðernis einkum í tækifæri til að upplifa kyrrð og ró á svæðum með fábrotna og einfalda innviði. Niðurstöður sýna enn fremur að í hugum flestra eykur formleg staða sem náttúruverndarsvæði á gildi víðernis, en orkuvinnsla og uppbygging innviða og þjónustu við ferðamenn skerðir gildi víðernis.
https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Mynd-1.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Mynd-2.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Mynd_3_m-isl-skyringum-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Mynd_4_original.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Mynd-5.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Mynd-6-Myndaspjald_8-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Mynd-6-Myndaspjald_7-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Mynd-6-Myndaspjald_13-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Mynd-6-Myndaspjalt_5-scaled.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-16-at-14.00.38.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-21-at-11.21.32.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-21-at-11.36.27.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-21-at-11.41.28.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-21-at-11.47.36.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-21-at-12.00.11.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-21-at-12.35.18.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-21-at-12.35.18-1.png