Þorskur finnst allt í kringum Ísland og getur hann synt töluverða vegalengd á milli svæða, svo sem frá hrygningarsvæði yfir á fæðusvæði eða frá uppeldis-
svæði að hrygningarsvæði. Merkingar hafa verið notaðar til að skoða göngur fiska og var fyrsti þorskurinn merktur við Ísland árið 1904. Merkingar hafa sýnt að eftir hrygningu við suðurströndina leitar þorskur aðallega á fæðusvæði norðvestur og austur af landinu. Með niðurstöðum úr rafeindamerkjum hefur verið greint á milli tveggja atferlisgerða þorsks, annars vegar er grunnfarsþorskur, hins vegar djúpfarsþorskur. Grunnfarsþorskar halda sig á minna en 200 m dýpi allt árið en djúpfarsþorskar halda sig í hitaskilunum á fæðutíma þar sem töluverður breytileiki er í dýpi og hitastigi. Almennt sýnir þorskur tryggð við hrygningarsvæðin og heimasvæði þorsks sem hrygnir á mismunandi svæðum skarast oft lítið. Þorskur sem merktur er við Ísland endurheimtist sjaldan fyrir utan íslenska landhelgi en þorskar merktir við Grænland endurheimtast reglulega við Ísland. Egg og lirfur rekur með straumum frá hrygningarsvæðum við Ísland til Grænlands og þegar kynþroska er náð kemur þorskurinn til Íslands til að hrygna. Í þessari grein er fjallað um merkingar á þorski við Ísland og hvaða upplýsingar þær hafa veitt um far, atferli og stofngerð íslenska þorsksins á síðustu 100 árum.
https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-05-at-10.53.28.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-05-at-10.55.20.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-05-at-10.56.51.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-05-at-10.57.06.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-06-at-12.11.50.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-06-at-12.47.28.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-06-at-12.49.24.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-06-at-12.49.43.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-06-at-12.54.53.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-06-at-12.59.07.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-06-at-13.01.22.png