Ferðamennska á mannöld – Jarðsambönd ferðafólks við virkjanir og víðerni

Í greininni er lýst niðurstöðum könnunar meðal ferðafólks á Hengilssvæðinu sumarið 2017. Áhersla er lögð á þversögn sem birtist í viðhorfi svarenda til virkjana og ummerkja mannvistar. Svo virðist að þrátt fyrir að gestir verði varir við ýmis ummerki mannvistar og virkjanaframkvæmda upplifa þeir svæðið sem víðerni/ósnortna náttúru. Þessi þversögn er sett í samhengi við náttúrusýn og skilning fólks á umhverfi sínu á svokallaðri mannöld. Þremur rannsóknarspurningum verður svarað. Í fyrsta lagi er kannað hvernig mannöldin birtist okkur í víðernisupplifun ferðafólks á virkjunarsvæðum. Í öðru lagi er athugað hvort hugmyndin um mannöld hjálpar okkur að skýra víðernisupplifun á svæðum sem sýnilega eru röskuð af mannvist. Í þriðja lagi er spurt hvernig hið efnislega leikur hlutverk þegar við upplifum og skynjum umhverfi og náttúru. Niðurstaða greinarinnar er sú að manngerð náttúra verður náttúruleg á mannöld. Á mannöld og tímum óvissrar framtíðar í umhverfismálum er því mikilvægt að rýna hvaða hugtök eru notuð og hvernig þegar skilja skal upplifun okkar af náttúru. Í niðurlagi greinarinnar eru því lögð til hugtök, orðfæri og málvenjur sem gefa möguleika á að færa náttúru framtíðarinnar úr mótuðum leiðum náttúrunota og í þágu lífsins í víðasta skilning þess orðs.
Í greininni er því litið til heildargildis náttúru og mannvistar á hverjum stað og á landinu öllu til að skýra hugtakið víðerni í öllum sínum margbrotnu myndum. Um leið er fjallað um þau fjölbreyttu gildi sem af því geta sprottið.

https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/DSC_0174-007.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-29-at-13.34.54.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/2.-mynd-NY-energy-78116.jpg|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-29-at-13.41.00.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-29-at-14.06.28.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-29-at-14.09.41.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-29-at-14.23.54.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/Screenshot-2021-06-29-at-14.28.06.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/06/LV_Vindmyllur_Hafid-sumar_3840x2160.jpg

Höfundur

  • Margrét Rósa Jochumsdóttir er ritstjóri prent- og vefútgáfu Náttúrufræðingsins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24