Viðar Hreinsson (f. 1956) er mag. art. bókmenntafræði frá Kaupmannahafnarháskóla, var lengi sjálfstætt starfandi fræðimaður en er nú sérfræðingur í umhverfishugvísindum við Náttúruminjasafn Íslands og rannsakar birtingarmyndir náttúru og menningarlega fjölbreytni í íslenskum bókmenntum fyrri alda. Hann hefur lengi unnið að rannsóknum á íslenskri bókmennta- og menningarsögu og birt fjölda fræðigreina og nokkrar ævisögur. Ævisaga Stephans G. Stephanssonar kom út í tveim bindum 2002-2003 og bókin Jón lærði og náttúrur náttúrunnar 2016. Hann er að ljúka ritun bókar um náttúruskyn í íslenskri sagnalist frá landnámi til siðaskipta.
View all posts