Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir (f.1979) lauk MS-prófi í umhverfis- og orkuverkfræði við Tækniháskólann í Þrándheimi (Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet) árið 2004 og doktorsprófi við sama skóla árið 2017. Doktorsverkefni hennar fjallaði um kolefnishlutlausar byggingar í Noregi. Hún hefur komið víða við og unnið meðal annars hjá SINTEF Community í Ósló 2011–2014, sem framkvæmdastjóri Grænni byggðar á Íslandi 2016–2021 og verið sérfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu 2021–2023. Þórhildur hefur unnið í mörgum ólíkum rannsóknarverkefnum á sviði orku- og umhverfismála í hinu byggða umhverfi, svo sem verkefninu HringRás, um þverfaglega samvinnu við innleiðingu hringrásarhagkerfis í byggingariðnaði og verkefninu Orkunotkun hönnuð og mæld, þar sem athuguð var mæld orkunotkun bygginga. [email protected]
View all posts