Steinunn Hilma Ólafsdóttir (f. 1974) lauk BSc-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 1998. Árið 2002 lauk hún Cand.Agro. námi við Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólann í Fredriksberg, Danmörku, undir leiðsögn Kurt Buckmann prófessors í snýkjudýrafræðum. Viðfangsefnið var samspil milli ytri sníkjudýra (Gyrodactylus derjavini) og laxa. Frá 2006 hefur Steinunn unnið hjá Hafrannsóknastofnun við rannsóknir á botndýrum og kortlagninu búsvæða sem fer fram með neðansjávarmyndavélum. Áhersla hefur verið lögð á að kortleggja og meta verndargildi viðkvæmra vistkerfa. [email protected]
View all posts