
Skúli Skúlason (f. 1958) lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 1981, fjórðaársnámi í líffræði við sama skóla 1983, meistaraprófi 1986 og doktorsprófi í dýrafræði 1991 við Háskólann í Guelph, Kanada. Hann var nýdoktor við Háskólann í Kaliforníu, Berkeley, Bandaríkjunum, 1991. Skúli hefur síðan starfað sem kennari og síðar skólameistari Hólaskóla og rektor Háskólans á Hólum. Hann er nú prófessor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans, og frá 2019 einnig sérfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands. Skúli hefur helgað sig rannsóknum í þróunarfræði með áherslu á norðlæga vatnafiska. Hann tók þátt í stofnun BIODICE 2020 og er formaður stjórnar samstarfsvettvangsins.
View all posts