
Sindri Gíslason (f. 1984) lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 2007, meistaraprófi við sama skóla 2009 og doktorsprófi við sama skóla 2015. Sindri hefur í tvo áratugi stundað rannsóknir á framandi tegundum í sjó hér við land og hefur haft forystu um eflingu rannsókna á því fræðasviði hér á landi. Hann er fyrsti og eini fulltrúi Íslands í vinnuhóp Alþjóða-hafrannsóknaráðsins um flutning framandi tegunda í sjó (ICES WGITMO). Sindri hefur frá 2015 starfað sem forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands. Sindri Gíslason | Náttúrustofu Suðvesturlands Garðvegi 1, 245 Suðurnesjabæ [email protected]
View all posts