
Sigurborg Hanna Sigurðardóttir f. 1991) lauk BS-prófi í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2016 að undangengnu búfræðiprófi frá sömu stofnun. Á árunum 2016-2021 starfaði Sigurborg við ýmis landbúnaðarstörf, til að mynda á tilraunabúinu á Hesti. Sigurborg starfar nú við Landbúnaðarháskóla Íslands sem kennari við búfræðideild auk þess að starfa við sauðfjárdóma fyrir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins á haustin og stunda sauðfjárbúskap á Oddsstöðum í Lundarreykjadal.
View all posts