
Rannveig Magnúsdóttir (f. 1977) lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 2001 og MS-prófi í spendýravistfræði við sama skóla árið 2005 í samstarfi við Deakin-háskóla í Geelong, Ástralíu. Hún lauk doktorsprófi 2013 í spendýravistfræði við Háskóla Íslands í samstarfi við háskólann í Oxford og snerist verkefni hennar um fæðuvistfræði minks og mögulegar breytingar á fæðuvali í kjölfar umhverfisbreytinga. Rannveig hefur starfað hjá Landvernd frá árinu 2013 og í byrjun árs 2024 hóf hún einnig störf fyrir BIODICE.
View all posts