Ole Martin Sandberg (f. 1978) lauk doktorsprófi í heimspeki árið 2021 við Háskóla Íslands þar sem hann kennir nú umhverfissiðfræði. Síðan hefur hann starfað hjá Náttúruminjasafni Íslands, þar sem hann fæst við rannsóknir og miðlun á sviði líffræðilegrar fjölbreytni, einkum varðandi heimspekilega og siðfræðilega afstöðu manna til náttúrunnar. Árið 2024 hóf hann nýdoktorsverkefni við Háskóla Íslands þar sem greint er samspil hamfarahlýnunar, líffræðilegrar fjölbreytni og samfélags.
View all posts