Kristján Jónasson (f. 1964) lauk cand. scient. prófi í jarðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla, Danmörku, 1990. Hann var styrkþegi á Norrænu eldfjallastöðinni á árunum 1991-1997, fyrstu þrjú árin sem norrænn styrkþegi og síðar með styrk úr Evrópuverkefni. Kristján hefur starfað við Náttúrufræðistofnun Íslands (nú Náttúrufræðistofnun) frá árinu 1997 við rannsóknir á berg- og steindafræði Íslands og umsjón með steinasafni stofnunarinnar. Auk þess kenndi hann steindafræði við Háskóla Íslands á árunum 1998-2007. [email protected]
View all posts