
Jónas Þór Snæbjörnsson (f. 1961) lauk meistaraprófi í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands 1985, MSCE- prófi við Washington-háskóla í Seattle, Bandaríkjunum, 1989 og doktorsprófi við Tækniháskólann í Þrándheimi 2002. Hann starfaði við Háskóla Íslands árin 1985–2009 sem sérfræðingur, fræðimaður, vísindamaður og aðjúnkt. Hann var prófessor við háskólann í Stavanger í Noregi 2009–2011 og Prófessor II við sama skóla frá 2013. Hann hefur verið prófessor við Háskólann í Reykjavík frá 2011. Eftir hann liggja yfir 100 rannsóknarafurðir á ýmsum sviðum verkfræðinnar. [email protected]
View all posts