
Járngerður Grétarsdóttir (f. 1967) lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 1992 og cand. scient.-prófi í grasafræði við Björgvinjarháskóla árið 2002. Hún starfaði við Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins 1992–1997, við Rannsóknastofnun landbúnaðarins 2003–2005 og var lektor í plöntuvistfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands 2005−2018. Frá 2018 hefur hún starfað við gróðurrannsóknir hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Helstu rannsóknarefni hafa verið framvinda gróðurs og endurheimt og á síðustu árum kortlagning vistgerða og mælingar á þungmálum í mosum. Járngerður hefur unnið að rannsóknum í Surtsey frá árinu 2020.
View all posts