Hilmar J. Malmquist (f. 1957) lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 1982, BS-framhaldsnámi (eins árs) í líffræði við sama skóla 1983, MS-prófi í vatnalíffræði við Hafnarháskóla 1989 og PhD-prófi í vatnavistfræði við sama skóla 1992. Auk stjórnunarstarfa hefur Hilmar aðallega sinnt rannsóknum í vatnavistfræði, einkum á árunum 1992–2013, þegar hann veitti forstöðu Náttúrufræðistofu Kópavogs. Í seinni tíð hefur Hilmar einnig sinnt rannsóknum í fornlíffræði. Í september 2013 var Hilmar skipaður forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, áfram haustið 2018 og enn haustið 2023. Hilmar J. Malmquist | Náttúruminjasafni Íslands Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík [email protected]
View all posts